DROPS Extra / 0-1402

Christmas Brew by DROPS Design

DROPS jól: Prjónuð umgjörð fyrir pressukönnu og bolla með köðlum. Stykkið er prjónað úr DROPS Lima.

Leitarorð: eldhús, jól,

DROPS Design: Mynstur li-094
Garnflokkur B
----------------------------------------------------------
Í allt settið þarf ca 84-93 g Lima.
----------------------------------------------------------

UMGJÖRÐ FYRIR PRESSUKÖNNU:
Stærð: Umgjörðin er í 2 stærðum, en er hægt að aðlaga að pressukönnum með mismunandi ummáli og hæð.
Stór pressukanna: Passar fyrir pressukönnu 37 cm að ummáli og 17 cm á hæð meðfram glerhólki (umgjörðin er 29 cm að ummáli og 15 cm á hæð).
Lítil pressukanna: Passar fyrir pressukönnuu 30 cm að ummáli og 17 cm á hæð meðfram glerhólki (umgjörðin er 29 cm að ummáli og 15 cm á hæð).
Efni:
DROPS LIMA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
100-100 g litur 0705, grænn

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HRINGPRJÓNAR (40 eða 60 cm) NR 3 - eða þá stærð sem þarf til að 24 lykkjur og 32 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS HRINGPRJÓNAR (40 eða 60 cm) NR 2,5 fyrir stroff - eða þá stærð sem þarf til að 26 lykkjur og 34 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS KAÐLAPRJÓNN – fyrir kaðla.

DROPS PERLUTALA, NR 525: 6 st
----------------------------------------------------------

UMGJÖRÐ FYRIR BOLLA:
Stærð: Umgjörðin er í 2 stærðum, en er hægt að aðlaga að bollum með mismunandi ummáli og hæð.
Stór bolli: Passar fyrir bolla 22 cm að ummáli og 14 cm á hæð (umgjörðin er 20 cm að ummáli og 11 cm á hæð).
Lítill bolli: Passar fyrir bolla 20 cm að ummáli og 12 cm á hæð (umgjörðin er 18 cm að ummáli og 9 cm á hæð).
Efni:
DROPS LIMA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
50-50 g litur 0705, grænn

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HRINGPRJÓNAR (40 eða 60 cm) NR 3 - eða þá stærð sem þarf til að 24 lykkjur og 32 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS HRINGPRJÓNAR (40 eða 60 cm) NR 2,5 fyrir stroff - eða þá stærð sem þarf til að 26 lykkjur og 34 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS KAÐLAPRJÓNN – fyrir kaðla.

DROPS PERLUTALA, NR 525: 5 st
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (0)

65% Ull, 35% Alpakka
frá 358.00 kr /50g
DROPS Lima uni colour DROPS Lima uni colour 358.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Lima mix DROPS Lima mix 372.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 716kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

VAL Á STÆRÐ (á við um pressukönnu):
Mældu könnuna og athugaðu hvort hún hafi sömu mál og stór eða lítil kanna. Ef ummálið passar ekki við hvoruga stærðina þá getur þú valið um þá stærð sem passar best og jafnvel lagt til 1 mynstureiningu (eða fleiri) A.Xa (= 4 lykkjur = 2 cm) eftir fyrsta kanti að framan (= A.1) frá réttu og e.t.v. 1 mynstureiningu (eða fleiri) A.Xb (= 4 lykkjur = 2 cm) á undan síðasta kanti að framan (= A.5) – þannig að ummálið verði meira.
Þ.e.a.s. þegar lykkjur eru fitjaðar upp í byrjun á stykki verður að bæta við 4 lykkjum til viðbótar við það sem gefið er upp í uppskrift fyrir hverja mynstureiningu A.Xa/A.Xb sem aukalega er bætt við.

VAL Á STÆRÐ (á við um bolla):
Mældu bollann og athugaðu hvort hann hafi sömu mál og stór eða lítill bolli. Ef ummálið passar ekki við hvoruga stærðina þá getur þú valið um þá stærð sem passar best og jafnvel lagt til 1 mynstureiningu (eða fleiri) A.8 (= 4 lykkjur = 2 cm) á undan síðasta kanti að framan (= A.9) frá réttu fyrir hverja auka 2 cm sem þarf í ummáli.
Þ.e.a.s. þegar lykkjur eru fitjaðar upp í byrjun á stykki verður að bæta við 4 lykkjum til viðbótar en það sem gefið er upp í uppskrift fyrir hverja mynstureiningu A.8 sem aukalega er bætt við.

MYNSTUR:
Umgjörð fyrir pressukönnu: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. A.Xa/A.Xb er bætt við til að fá meira ummál á umgjörðina.
Umgjörð fyrir bolla: Sjá mynsturteikningu A.6, A.7a (stór bolli), A.7b lítill bolli) A.8 og A.9. A.8 er e.t.v. bætt við til að fá meira ummál á umgjörðina.
Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.
----------------------------------------------------------

UMGJÖRÐ FYRIR PRESSUKÖNNU:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón. Til að velja rétt mál á stærð á pressukönnu – lesið VAL Á STÆRÐ (á við um pressukönnu).

STÓR PRESSUKANNA:
Fitjið upp 115 lykkjur (e.t.v. + 4 lykkjur fyrir hvert A.Xa eða A.Xb sem aukalega er bætt við) á hringprjón 2,5 með Lima.
Prjónið mynstur þannig: A.1 (= 4 lykkjur kantur að framan), (bætið jafnvel við A.Xa hér fyrir stærra ummáli), A.2 (= 8 lykkjur), A.3 (= 23 lykkjur) 4 sinnum, A.4 (= 7 lykkjur), (bætið jafnvel við A.Xb hér fyrir stærra ummáli), A.5 (= 4 lykkjur kantur að framan).
Haldið áfram fram og til baka. Þegar fyrstu 6 umferðirnar í mynsturteikningu hafa verið prjónaðar er skipt yfir á hringprjón 3.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Haldið síðan áfram. Þegar 3 umferðir eru eftir í mynsturteikningu, skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið þannig: Í umferð merktri með svartri stjörnu í A.3 er fækkað um 1 lykkju í umferð þannig að stroffið verði samhverft á hvorri hlið.
Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Saumið tölur án gata í kant að framan – stillið af eftir handfangi á pressukönnunni. Tölunum er hneppt í gegnum göt á kanti að framan. Stykkið mælist ca 15 cm á hæð og 36 cm að ummáli þegar tölur hafa verið hnepptar.

LÍTIL PRESSUKANNA:
Fitjið upp 92 lykkjur (e.t.v. + 4 lykkjur fyrir hvert A.Xa eða A.Xb sem aukalega er bætt við) á hringprjón 2,5 með Lima.
Prjónið mynstur þannig: A.1 (= 4 lykkjur kantur að framan), (bætið jafnvel við A.Xa hér fyrir stærra ummáli), A.2 (= 8 lykkjur), A.3 (= 23 lykkjur) 3 sinnum, A.4 (= 7 lykkjur), (bætið jafnvel við A.Xb hér fyrir stærra ummál), A.5 (= 4 lykkjur kantur að framan).
Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar fyrstu 6 umferðirnar í mynsturteikningu hafa verið prjónaðar er skipt yfir á hringprjón 3.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Haldið síðan áfram. Þegar 3 umferðir eru eftir í mynsturteikningu, skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið þannig:
Í umferð merktri með svartri stjörnu í A.3 er fækkað um 1 lykkju í umferð þannig að stroffið verði samhverft á hvorri hlið.
Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Saumið tölur án gata í kant að framan – stillið af eftir handfangi á pressukönnunni. Tölunum er hneppt í gegnum göt á kanti að framan. Stykkið mælist ca 15 cm á hæð og 29 cm að ummáli þegar tölur hafa verið hnepptar.
----------------------------------------------------------

UMGJÖRÐ FYRIR BOLLA:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón. Til að velja rétta stærð á umgjörð – lesið VAL Á STÆRÐ (á við um bolla).

STÓR BOLLI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón.
Fitjið upp 58 lykkjur (e.t.v. + 4 lykkjur fyrir hverja mynstureiningu A.8 sem bætt er aukalega við) á hringprjón 2,5 með Lima. Prjónið mynstur þannig: A.6 (= 6 lykkjur), A.7a (= 19 lykkjur), A.8 (= 4 lykkjur) 7 sinnum á breidd, (bætið e.t.v. við fleiri mynstureiningum A.8 fyrir stærra ummáli), A.9 (= 5 lykkjur). Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar fyrstu 4 umferðirnar í mynsturteikningu hafa verið prjónaðar er skipt yfir á hringprjón 3.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Haldið svona áfram. Þegar eftir eru 3 umferðir í mynsturteikningu, skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið þær umferðir sem eftir eru í mynsturteikningu. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Saumið tölur án gata í kant að framan – stillið af eftir eyra á bolla.
Tölunum er hneppt í gegnum göt á kanti að framan. Stykkið mælist ca 11 cm á hæð og 20 cm að ummáli þegar tölur hafa verið hnepptar.

LÍTILL BOLLI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna.
Fitjið upp 54 lykkjur (e.t.v. + 4 lykkjur fyrir hverja mynstureiningu A.8 sem bætt er aukalega við) á hringprjón 2,5 með Lima. Prjónið mynstur þannig: A.6 (= 6 kantlykkjur að framan), A.7b (= 19 lykkjur),. A.8 (= 4 lykkjur) 6 sinnum á breidd, (bætið e.t.v. við fleiri mynstureiningum A.8 hér fyrir stærra ummáli), A.9 (= 5 kantlykkjur að framan). Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar fyrstu 4 umferðirnar í mynsturteikningu hafa verið prjónaðar er skipt yfir á hringprjón 3.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Haldið svona áfram. Þegar eftir eru 3 umferðir í mynsturteikningu A.7b, skiptið yfir á hringprjón 2,5. Þegar A.7b er hefur verið prjónað til loka á hæðina er stykkið tilbúið. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Saumið tölur án gata í kant að framan – stillið af eftir eyra á bolla.
Tölunum er hneppt í gegnum göt á kanti að framan. Stykkið mælist ca 9 cm á hæð og 18 cm að ummáli þegar tölur hafa verið hnepptar.

Mynstur

= Slétt lykkja frá réttu, brugðin lykkja frá röngu
= Brugðin lykkja frá réttu, slétt lykkja frá röngu
= Setjið 5 lykkjur á kaðlaprjón aftan við stykkið, prjónið 5 lykkjur slétt, prjónið 5 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
= Setjið 5 lykkjur á kaðlaprjón framan við stykkið, prjónið 5 lykkjur slétt, prjónið 5 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
= Setjið 4 lykkjur á kaðlaprjón aftan við stykkið, prjónið 4 lykkjur slétt, prjónið 4 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
= Setjið 4 lykkjur á kaðlaprjón framan við stykkið, prjónið 4 lykkjur slétt, prjónið 4 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
= Setjið 3 lykkjur á kaðlaprjón aftan við stykkið, prjónið 3 lykkjur slétt, prjónið 3 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
= Setjið 3 lykkjur á kaðlaprjón framan við stykkið, prjónið 3 lykkjur slétt, prjónið 3 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
= Setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón aftan við stykkið, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
= Setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón framan við stykkið, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
= Setjið 1 lykkju á kaðlaprjón aftan við stykkið, prjónið 1 lykkjur slétt, prjónið 1 lykkju slétt af kaðlaprjóni, setjið 1 lykkju á kaðlaprjón framan við stykkið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja slétt af kaðlaprjóni
= Setjið 1 lykkju á kaðlaprjón aftan við stykkið, 1 lykkja brugðin, 1 lykkja slétt af kaðlaprjóni, setjið 1 lykkju á kaðlaprjón framan við stykkið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin af kaðlaprjóni
= Prjónið 2 lykkjur brugðnar saman
= Prjónið 2 lykkjur brugðnar saman
= Á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo að ekki myndist gat
= Á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt (= slétt frá röngu) svo að það myndist gat
= Prjónið 2 lykkjur slétt saman
= Þegar þessi umferð er prjónuð (frá röngu), er fækkað um fyrstu lykkju EINUNGIS í fyrstu mynstureiningu A.3 (séð frá röngu) með því að prjóna 2 fyrstu lykkjurnar slétt saman (= 1 lykkja færri). Þetta er gert til að stroffið verði samsíða á hvorri hlið við A.4 á annarri hlið og A.2 á hinni hlið á stykki – sjá útskýringu í uppskrift!There are no comments to this pattern yet! Leave yours below.

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1402

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.