DROPS / 183 / 24

Queen of Hearts Socks by DROPS Design

Sokkar með hjörtum, prjónaðir frá tá og upp. Stærð 35-43. Stykkið er prjónað úr DROPS Fabel.

DROPS Design: Mynstur fa-384
Garnflokkur A
-----------------------------------------------------------
Stærð: 35/37 - 38/40 - 41/43.
Lengd fótar: ca 22-24-27 cm
Hæð á sokk: ca 22 cm

Efni:
DROPS FABEL frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
50-50-100 g litur 400, svartur
50-50-100 g litur 916, grand canyon

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 2,5 – eða þá stærð sem þarf til að 26 lykkjur og 34 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 2 fyrir stroff – eða þá stærð sem þarf til að 29 lykkjur og 38 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (3)

75% Ull, 25% Polyamide
frá 385.00 kr /50g
DROPS Fabel uni colour DROPS Fabel uni colour 385.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Fabel print DROPS Fabel print 416.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Fabel long print DROPS Fabel long print 447.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 770kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4, veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð. Allt mynstrið er prjónað með sléttprjóni.

HÆLÚRTAKA:
Prjónið sléttprjón fram og til baka með mynstri eins og áður.
UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir, snúið stykkinu.
UMFERÐ 2 (= ranga): Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, herðið á bandi og prjónið þar til 1 lykkja er eftir, snúið stykkinu.
UMFERÐ 3 (= rétta): Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, herðið á bandi og prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, snúið stykkinu.
UMFERÐ 4 (= ranga): Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, herðið á bandi og prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, snúið við.
Haldið áfram með snúninga alveg eins þar til 17 lykkjur eru eftir mitt í umferð.

Haldið áfram fram og til baka, en nú er prjónuð 1 lykkja fleiri í hverri umferð yfir hæl. Til þess að koma í veg fyrir göt í skiptingunum er lárétta þræðinum lyft á undan lykkju sem prjónuð er upp og sett snúin á prjóninn. Prjónið þráðinn saman við næstu lykkju (frá réttu er þráðurinn og lykkjan prjónað slétt saman og frá röngu er þráðurinn og lykkjan prjónað brugðið saman).
Prjónið svona þar til prjónað hefur verið yfir allar lykkjur á hæl.
----------------------------------------------------------

SOKKAR:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna frá tá og upp.

Fitjið upp 28 lykkjur á sokkaprjón 2,5 með svörtum. Prjónið mynsturteikningu A.1, þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð 1 sinni á hæðina eru 56-60-64 lykkjur í umferð. Nú er prjónað áfram eftir mynsturteikningu A.2 yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist ca 13-15-17 cm frá uppfitjunarkanti, stillið af eftir einni heilli mynstureiningu af A.2 á hæðina (ef prjónfestan á hæðina passar ekki verður að aðlaga mynstrið þegar prjónað er áfram yfir hina mynsturteikninguna).

Prjónið mynsturteikningu A.3 yfir fyrstu 29-31-33 lykkjurnar, prjónið A.4 yfir síðustu 27-29-31 lykkjurnar. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð 1 sinni á hæðina eru 70-74-78 lykkjur í umferð. Setjið fyrstu 29-31-33 lykkjurnar á 1 band, setjið næstu 7 lykkjur á 1 nýtt band og setjið síðustu 7 lykkjurnar í lok umferðar á annað band (1 band með 29-31-33 lykkjur fyrir fót og 2 bönd með 7 lykkjum fyrir hliðar á hæl).
Nú eru 27-29-31 lykkjur eftir á prjóni, prjónið HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan, yfir þessar lykkjur.

Eftir hælúrtöku á að prjóna áfram fram og til baka yfir hæl og lykkjur sem eru settar á bönd í hliðum þannig: Notið svartan og prjónið lykkju í lok hverrar umferðar saman við síðustu lykkju við 7 lykkjur hvoru megin á hæl (frá réttu eru prjónaðar 2 lykkjur snúnar slétt saman og frá röngu eru prjónaðar 2 lykkjur brugðnar saman). Haldið áfram með að prjóna svona þar til allar lykkjur frá hliðum hafa verið prjónaðar saman við lykkjur frá hæl. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!
Setjið til baka 29-31-33 lykkjur sem eru á síðasta bandi á prjóninn = 56-60-64 lykkjur. Prjónið nú áfram hringinn, prjónið A.2 yfir allar lykkjur eins og áður þar til stykkið mælist ca 10 cm – stillið af eftir 1 heilli mynstureiningu. Prjónið 3 umferðir slétt með svörtum og þar sem aukið er út um 4 lykkjur jafnt yfir í síðustu umferð = 60-64-68 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 2 og prjónið stroff með 2 lykkjum slétt og 2 lykkjum brugðnum þar til stroffið mælist ca 3 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.
Brjótið uppfitjunarkantinn saman tvöfaldan, notið lykkjuspor til að sauma saman op framan á tá. Klippið frá og festið enda. Prjónið annan sokk alveg eins.

Mynstur

= svartur
= grand canyon
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn til að koma í veg fyrir göt
Shawn 08.03.2019 - 02:56:

Is it possible to knit these Magic Loop style?

DROPS Design 08.03.2019 kl. 08:13:

Dear Shawn, yes sure, you always can work small projects like socks, mittens etc... with the magic loop technique. Happy knitting!

Sue Buckley 06.04.2018 - 22:09:

I found this pattern in \\\"Simply Knitting\\\" and loved it (although I have never knit socks in the toe-up style) - I bought the Drops wool today but on reading the pattern I am deeply confused about starting the socks from the chart as the instructions say cast on 28...could someone help me? Is the \\\"Simply Knitting\\\" pattern (& chart) complete/correct?

DROPS Design 07.04.2018 kl. 07:01:

Dear Sue, yes, the pattern is correct. You cast on 28 stitches, and knit the pattern in which you will increase enough stitches that will accomondate your foot. The 28 stitches should be put on 4 double pointed needles, and you knit with the fifth. The toe will be folded in half and sewn up at the end. You can find tutorial videos to help you on the left side of teh page just below the model's picture. Also do not forget you can always ask for help in person in the store you bought your DROPS yarn from. Happy Knitting!

Jane Watt 04.04.2018 - 21:05:

I have made this pattern and I like it, but wonder if you would ever make it a top down pattern. I find it hard to get a heel and gusset with no holes when I make as you suggest.

DROPS Design 05.04.2018 kl. 08:33:

Dear Mrs Watt, this video shows how to knit the diagonal heel and how to avoid holes, should you have some holes left, you can also sew some sts afterwards. Happy knitting!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 183-24

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.