DROPS / 183 / 23

Queen of Hearts by DROPS Design

Settið samanstendur af: Húfu og vettlingum með hjörtum. Stykkið er prjónað úr DROPS Fabel.

DROPS Design: Mynstur fa-383
Garnflokkur A
-----------------------------------------------------------
Í allt settið þarf ca 100 g litur 400, svartur og 100 g litur 916, grand canyon.
-----------------------------------------------------------

HÚFA:
Stærð: XS/S - M/L
Höfuðmál ca: 54/56 - 56/58 cm.
Efni:
DROPS FABEL frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
50 g litur 400, svartur
50 g litur 916, grand canyon

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 2,5 – eða þá stærð sem þarf til að 26 lykkjur og 34 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 2 fyrir stroff -
eða þá stærð sem þarf til að 29 lykkjur og 38 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
-----------------------------------------------------------

VETTLINGAR:
Stærð: Ein stærð
Efni:
DROPS FABEL frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
50 g litur 400, svartur
50 g litur 916, grand canyon

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 2,5 – eða þá stærð sem þarf til að 26 lykkjur og 34 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 2 fyrir stroff - eða þá stærð sem þarf til að 29 lykkjur og 38 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (8)

75% Ull, 25% Polyamide
frá 385.00 kr /50g
DROPS Fabel uni colour DROPS Fabel uni colour 385.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Fabel print DROPS Fabel print 416.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Fabel long print DROPS Fabel long print 447.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1540kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GALDRALYKKJA:
Til þess að koma í veg fyrir göt í miðju er byrjað á þessari aðferð:
Haldið í endann með vinstri hendi og gerið lykkju utan um vinstri vísifingur (frá vinstri að hægri).
Haldið í lykkjuna með vinstri þumli og vísifingri. Stingið prjóninum í gegnum lykkjuna, sækið bandið frá dokkunni (þ.e.a.s. leggið bandið 1 sinni yfir prjóninn frá þér) og dragið það til baka í gegnum lykkjuna, sláið uppá prjóninn (þráðurinn er nú lagður aftan við og að þér) og dragið uppsláttinn í gegnum l á prjóni, * stingið prjóninum inn í gegnum lykkjuna, sláið uppá prjóninn (þráðurinn er lagður aftan frá og að þér), dragið uppsláttinn í gegnum lykkjuna, sláið að nýju uppá prjóninn (aftan frá og að þér) og dragið uppsláttinn í gegnum síðustu l á hægri prjóni (þ.e.a.s. síðustu l sem var gerð) *, endurtakið frá *-* þar til 8 lykkjur eru á prjóni. Deilið lykkjunum á 4 sokkaprjóna nr 3,5 og prjónið eins og útskýrt er í uppskrift – JAFNFRAMT er dregið í garnendann þannig að lykkjan dragist saman og gatið hverfi.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Í mynsturteikningu A.1 og A.2, veljið mynsturteikningu fyrir óskaða stærð.
----------------------------------------------------------

HÚFA:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, skiptið yfir á sokkaprjóna þegar lykkjum er fækkað á toppi húfunnar.Vegna mynstur þá er húfan gefin upp í stærð XS/S og M/L. Ef óskað er eftir stærð S/M (höfuðmál 54/56) er hægt að prjóna stærð XS/S með 1/2 númeri grófari prjónum.

Fitjið upp 128-152 lykkjur á hringprjón 2 með svörtum og prjónið 1 umferð slétt. Í næstu umferð er prjónað stroff með 2 lykkjum slétt og 2 lykkjum brugðnum þar til stykkið mælist ca 4 cm.
Skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 8 lykkjur jafnt yfir í umferð = 120-144 lykkjur. Prjónið mynsturteikningu A.1 (mynstur í mynsturteikningu er deilanlegur með 8, en þar sem mynsturteikning á að passa yfir hverja aðra verður að byrja mismunandi með mismunandi hluta mynsturs eftir stærð. A.1 er prjónað 3-6 sinnum á breidd. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Endurtakið mynsturteikningu 3 sinnum á hæðina, stykkið mælist ca 17 cm. Prjónið síðan mynsturteikningu A.2 yfir A.1. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka á hæðina eru 12 lykkjur eftir í umferð. Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman = 6 lykkjur. Klippið frá. Dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru nokkrum sinnum, herðið að og festið vel.
----------------------------------------------------------

VETTLINGAR:
Vettlingurinn er prjónaður í hring á sokkaprjóna. Höndin er prjónuð frá fingrum og upp að opi fyrir þumal. Þumallinn er prjónaður í hring frá toppi áður en lykkjum er fækkað fyrir opi á þumli og tengt saman við afgang af vettling. Síðan er stykkið prjónað áfram í hring.

VETTLINGUR HLUTI 1:
Byrjið með svörtum og GALDRALYKKJA – sjá útskýringu að ofan = 8 lykkjur deilt á 4 sokkaprjóna 2,5 – ATH: Ef maður vill ekki byrja með galdralykkju eru fitjaðar upp 8 lykkjur með svörtum (þegar vettlingurinn hefur verið prjónaður til loka er þráður þræddur upp og niður í gegnum lykkjurnar í kringum opið á toppnum og lykkjurnar dregnar saman).
Prjónið síðan mynstur í hring á eftir mynsturteikningu A.3 fyrir vinstri vettling og A.4 fyrir hægri vettling. Þegar útaukningar í mynsturteikninu er lokið eru 56 lykkjur í umverð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið síðan að umferð merktri með ör í mynsturteikningu (stykkið mælist ca 12 frá toppi), í þessari umferð eru felldar af 3 lykkjur fyrir op á þumli (svörtu rúðurnar í mynsturteikningu sýnir hvar fellt er af). Geymið vettlinginn og prjónið þumal.

ÞUMALL:
Byrjið með svörtum og GALDRALYKKJA = 8 lykkjur skipt yfir á sokkaprjón 2,5. Prjónið í hring eftir mynsturteikningu A.5. Þegar útaukningar í mynsturteikningu er lokið eru 20 lykkjur í umferð. Í síðustu umferð í mynsturteikningu eru felldar af 3 lykkjur fyrir op á þumli í umferð (svörtu rúðurnar í mynsturteikningu sýna hvar fellt er af). Nú eru 17 lykkjur eftir á þumli. Þumallinn er nú tilbúinn.

VETTLINGUR HLUTI 2:
Nú á að prjóna þumalinn saman við vettling, staðsetjið þumalinn á prjóninn þar sem lykkjur voru felldar af fyrir op á þumli á vettlingi. Prjónið síðan hringinn eftir mynsturteikningu A.3/A.4 yfir lykkjur á vettling eins og áður, hoppið yfir svörtu rúðurnar, hér er prjónuð mynsturteikning A.6 (= op á þumli). Stjarna í A.6 á að passa við stjörnu í A.5 þannig að mynstrið haldi áfram. Þegar mynsturteikning A.6 er lokið eru 56 lykkjur í umferð.
Haldið áfram að prjóna eftir A.3/A.4. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka er skipt yfir á sokkaprjón 2 og prjónuð 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff með 2 lykkjum slétt og 2 lykkjum brugðnum í 5 umferðir. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Saumið saman op á milli þumals og vettlings. Klippið frá og festið enda.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt. .

Yfirfarið á vefsvæði: 27.10.2017
Leiðrétting í byrjun á húfu. Prjónuð með hringprjónum. Búið að leggja til að sauma eigi saman op á milli þumals og vettlings.
Yfirfarið á vefsvæði: 06.12.2018
Leiðrétting: tákni fyrir uppslátt hefur verði bætt í mynsturteikningu
Yfirfarið á vefsvæði: 10.12.2018
Leiðrétting: Vegna mynstur þá er húfan gefin upp í stærð XS/S og M/L. Ef óskað er eftir stærð S/M (höfuðmál 54/56) er hægt að prjóna stærð XS/S með 1/2 númeri grófari prjónum.

Mynstur

= svartur
= grand canyon
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat
= prjónið 2 lykkjur slétt saman með svörtum
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt með svörtum og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman
= lykkjur sem felldar eru af í A.3, A.4 og A.5. Hoppið yfir þessa lykkju




Ingamay Granberg 14.03.2019 - 14:12:

Ska man verkligen sticka vanten uppå ned och hur kan man börja jag fattar noll

Pirjo Ylikarjula 09.02.2019 - 08:20:

Min mössa blev så liten. Största storleken passar inta vuxen.Vad ska man ändra på?

Line 09.12.2018 - 01:03:

Der må altså være et eller andet helt glat med maskeantallet, som Malin og Rebecka også nævner. Min hue kommer i hvert fald kun til at passe et barn! Men altså 120m/26m*10cm giver jo heller ikke 56 cm som står som hovedmål.

DROPS Design 10.12.2018 kl. 10:03:

Hej Line, vælg den største størrelse, så skal vi se på den mindste størrelse en gang til :)

Line 05.12.2018 - 23:45:

I diagrammet er angivet, hvad jeg antager er en udtagning, men hvordan skal denne strikkes, for det står ikke nævnt i symbolforklaringen.

DROPS Design 06.12.2018 kl. 08:21:

Hei Line. Her manglet symbolforklaringen for kastene som strikkes annenhver omgang (de hvite ovalene). Denne er nå blitt lagt til, og du lager altså 1 kast mellom 2 masker. På neste omgang strikkes kastet vridd rett for å unngå hull. Takk for beskjed og god fornøyelse

Anne Blundell 28.08.2018 - 15:18:

Thanks so much for taking the time to answer my quaestion, much appreciated.

Anne Blundell 25.08.2018 - 14:07:

Can the hat pattern be adapted to knit straight on two needles? Since I find this much easier than a cisrcular needle

DROPS Design 27.08.2018 kl. 18:52:

Hello Anne. Yes, you can work with straight needles. Just cast on 2 sts more, one each side for the edges. You then follow the instructions as given. The diagram is worked in stocking st. Happy knitting!

Rebecka 28.01.2018 - 19:34:

Jag har precis som Malin stickat en halv vante med fabel på angivna stickor. När jag skickat de första fem raderna med hjärtan så är vanten bara 10 cm istället för 12 och alldeles för smal för en vuxen. Något måste vara fel i mönstret. Har stickat flera olika vantar och sockar efter era mönster men aldrig med det här resultatet.

Malin Bolmhagen 07.01.2018 - 09:04:

Jag har köpt samma garn och samma storlek på stickorna som i beskrivningen. Jag följde mönster för mössa S/M som passade till ett barn 4/5 år och vanten blev oxå i barnstorlek!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 183-23

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.