DROPS / 183 / 17

Fuego de Dragon by DROPS Design

Prjónað sjal með kanti með gatamynstri. Stykkið er prjónað úr DROPS BabyAlpaca Silk.

Leitarorð: gatamynstur, sjal,

DROPS Design: Mynstur bs-131
Garnflokkur A
-----------------------------------------------------------
Mál: Ca 56 cm við miðju að aftan og ca 148 cm meðfram kant efst.
Efni:
DROPS BABYALPACA SILK frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
300 g litur 3609, rauður

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 24 lykkjur og 32 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (30)

70% Alpakka, 30% Silki
frá 1210.00 kr /50g
DROPS BabyAlpaca Silk uni colour DROPS BabyAlpaca Silk uni colour 1210.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 7260kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.
----------------------------------------------------------

SJAL:
Fitjið upp 3 lykkjur á hringprjón 3 með BabyAlpaca Silk.
Prjónið og aukið út þannig:
UMFERÐ 1: 1 kantlykkja með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 kantlykkja með garðaprjón = 5 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í miðju lykkjuna.
UMFERÐ 2 og allar umferðir frá röngu: Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið (slétt frá röngu) og prjónið allar lykkjur og uppsláttinn brugðinn.
UMFERÐ 3: 1 kantlykkja með garðaprjóni, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt og 1 kantlykkja með garðaprjóni = 7 lykkjur.
UMFERÐ 5: 1 kantlykkja með garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 kantlykkja með garðaprjóni = 11 lykkjur.
UMFERÐ 7: 1 kantlykkja með garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 kantlykkja með garðaprjóni = 15 lykkjur.
UMFERÐ 9: 1 kantlykkja með garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 lykkjur slétt og setjið eitt prjónamerki í miðju á þessum lykkjum, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 lykkjur slétt (í miðju á þessum lykkjum er nú þegar eitt prjónamerki= miðju lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 lykkjur slétt og setjið eitt prjónamerki mitt í miðju á þessum lykkjum, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 kantlykkja með garðaprjóni = 23 lykkjur.
UMFERÐ 11: 1 kantlykkja með garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur fram að miðju lykkjunni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= miðju lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið sléttar lykkjur fram að 1 kantlykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 kantlykkja með garðaprjóni = 27 lykkjur.

Prjónið eftir MYNSTUR sjá mynsturteikningu A.1 til A.5 frá réttu þannig:
Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, A.1 yfir 3 lykkjur, A.2 yfir 5 lykkjur (fyrsta prjónamerki er staðsett í miðju á A.2), A.3 yfir 4 lykkjur, 1 lykkja sléttprjón (annað prjónamerki er í þessari lykkju = miðju lykkja), A.4 yfir 4 lykkjur, A.2 yfir 5 lykkjur (þriðja prjónamerki er staðsett í miðju á A.2), A.5 yfir 3 lykkjur og 1 kantlykkja með garðaprjóni = 31 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 til A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 51 lykkjur í umferð. Endurtakið síðan útaukningu eins og útskýrt er í A.x. Aukið er út til skiptis 4 og 8 lykkjur í hverri umferð frá réttu (þ.e.a.s. 12 lykkjur í hverri endurtekningu á hæðina), útauknu lykkjurnar eru prjónaðar með sléttprjóni hvoru megin við hvert A.2. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu til þess að merkja miðju lykkju og miðju á A.2. Endurtakið eins og útskýrt er í A.x alls 24 sinnum á hæðina, það eru alls 339 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 36 cm.

KANTUR:
Prjónið nú kant í gatamynstri þannig:
1 kantlykkja með garðaprjóni, A.6 (= 48 mynstureiningar með 7 lykkjum í fyrstu umferð) þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 1 lykkja sléttprjón, 1 kantlykkja með garðaprjóni. Haldið síðan áfram með mynstur fram og til baka þar til öll mynsturteikningin hefur verið prjónuð til loka á hæðina. Nú eru 675 lykkjur í umferð. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið af. Til þess að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með grófari prjónum eða að slá einu sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverri lykkju. Uppslátturinn er síðan felldur af eins og venjuleg lykkja. Klippið frá og festið enda.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt. .

Yfirfarið á vefsvæði: 19.01.2018
Mynsturteikning hefur verið lagfærð

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður brugðinn svo að það myndist gat.
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðinn svo að ekki myndist gat
= prjónið 2 lykkjur slétt saman
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir


Marianne 22.09.2018 - 16:27:

Bonjour à toutes ! J' aurais aimé faire ce beau châle , je comprends les diagrammes mais pas la construction, il faut dire que je n' ai jamais fait de châle ajouré . Je vais donc utiliser ma laine pour faire une étole avec un point fantaisie . Merci à DROPS pour nous offrir tant de beaux modèles de pulls et autres . Moi, je continuerai à acheter vos fils même si je dois renoncer à un modèle .

DROPS Design 24.09.2018 kl. 11:09:

Bonjour Marianne, le châle se tricote de haut en bas, en augmentant comme indiqué dans les diagrammes pour obtenir l'envergure souhaitée. Suivez attentivement les explications et les diagrammes. Votre magasin DROPS pourra volontiers vous assister si besoin, même par mail ou téléphone. Bon tricot!

Guylaine Reid 22.09.2018 - 04:07:

Ce châle semble très beau, sauf que je suis déçue que vous n\\\'ayez pas fait tous les diagrammes des AX car il faut les faire et je ne comprend pas:\\\" tricoter les augmentations en jersey de chaque côté de chaque A-2\\\" comme il y est indiqué dans le patron.Pouvez-vous nous faire les diagrammes pour les 24 AX?. \\r\\nMerci, Guylaine Reid

DROPS Design 24.09.2018 kl. 11:13:

Bonjour Mme Reid, placez bien vos marqueurs comme indiqué et répétez les rangs de A.x en hauteur = vous augmentez dans A.1/A.3 et A.4/A.5, ces augmentations se tricotent en jersey. Tricotez toujours A.2 sur les mêmes mailles (délimitez ces mailles avec des marqueurs si besoin = A.2 se tricote toujours sur 5 mailles tout du long). Bon tricot!

Cat23 29.07.2018 - 21:48:

Lorsqu'on a fait une fois l'AX , que fait on? je comprend pas on repart sur la première ligne A1-A5? merci

DROPS Design 31.07.2018 kl. 09:24:

Bonjour Cat23, après avoir tricoté 1 fois A.1-A5 jusqu'au dernier rang de A.x, répétez la partie A.X en hauteur seulement (= les 4 derniers rangs des diagrammes). Bon tricot!

Amy 21.06.2018 - 13:05:

Ich verstehe nicht, wie nach der 1. Wiederholung von A.1 bis A.5 das Muster wiederholt wird. Eine Wiederholung von A.1 -A.5 benötigt 25 Maschen (24 Maschen im Muster + Mittelmasche zwischen A.3 und A.4) dann müsste 1 Masche folgen (Mittelmasche zwischen 1. Und 2. Musterwiederholung) dann noch einmal 25 Maschen =51. Allerdings fehlen zu diesem Zeitpunkt die Randmaschen? Werden diese also einfach weggelassen oder liegt mein Fehler an anderer Stelle?

DROPS Design 21.06.2018 kl. 15:39:

Liebe Amy, nach dem Sie A.1 bis A.5 gestrickt haben, haben Sie 24 M. zugenommen = 27+24=51 M. Dann wiederholen Sie A.1-A.5 aber nur die 4 letzten Reihen = A.x Die Zunahmen werden auf beiden Seiten von A.2 glatt rechts gestrickt. Viel Spaß beim stricken!

Sari 16.04.2018 - 09:43:

Mihin on hävinnyt kaaviokuvat tästä ohjeesta?

RAVASSAT 27.02.2018 - 12:22:

MERCI beaucoup pour la photo zoomée de la bordure.

RAVASSAT 25.02.2018 - 15:07:

Serait il possible d'avoir une photo en gros plan de la bordure comme pour le modèle 171-47 SVP ? car sur les photos actuelles, les détails ne sont pas visivbles ça aiderait beaucoup Merci

DROPS Design 26.02.2018 kl. 10:36:

Bonjour Mme Ravassat, nous avons ajouté une photo zoomé de la bordure. Bon tricot!

RAVASSAT 23.02.2018 - 13:03:

Bravo à Zaza ! Vraiment chapeau quelle galère ce modèle ! Mal expliqué et des photos qui n'aident pas pour le dessin de la bordure...

Zaza 10.02.2018 - 11:37:

Bonjour, Je viens vous informer que j'ai enfin terminé le modele. Cela n'a pas été facile, mais j'ai réussi Cordialement zaza

Christa Roggensack 04.01.2018 - 09:49:

Danke. Mein Fehler war eindeutig nur die Mustersätze einzeln zu betrachten. Dadurch sind mir die 2 Zunahmen im Mustersatz A.2 vollständig entgangen. Also Reihe 3: A.1 2 Umschläge, A.2 2 umschläge, A.3 1 Umschlag - 1 Abnahme -> 4 Zunahmen insgesamt in der Reihe. (Mustersatz A.4 - A.2 - A.5 genauso spiegelverkehrt, Reihe 7 dasselbe Prinzip mit mehr Maschen)

Skrifaðu athugasemd um DROPS 183-17

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.