DROPS / 183 / 4

Narvik Socks by DROPS Design

Prjónaðir sokkar með marglitu norsku mynstri. Stærð 35-46. Stykkið er prjónað úr DROPS Karisma.

Leitarorð: grafísk, norrænt, sokkar,

DROPS Design: Mynstur u-836
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------
Stærð: 35/37 - 38/40 - 41/43 - 44/46
Fótlengd: 22 - 24 - 27 - 30 cm
Hæð á stroffi: 21 - 22 - 23 - 24 cm
Efni:
DROPS KARISMA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
100-100-150-150 g litur 44, ljós grár
50 g í allar stærðir í þessum litum:
litur 01, natur
litur 48, vínrauður

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 22 lykkjur og 30 umferðir með mynsturprjóni/sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 2,5 – fyrir stroff.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (2)

100% Ull
frá 528.00 kr /50g
DROPS Karisma uni colour DROPS Karisma uni colour 528.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Karisma mix DROPS Karisma mix 528.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2112kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð. Allt mynstrið er prjónað með sléttprjóni.

ÚRTAKA-1:
Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 63 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 3) = 21. Í þessu dæmi þá eru prjónaðar 20. og 21. hver lykkja slétt saman.

LEIÐBEININGAR (á við um hæl):
Til að styrkja hælin er hægt að prjóna allan hælinn og hælúrtökuna með 2 þráðum þannig: Notið þráð bæði innan í og utan með dokkunni og prjónið 1 lykkju til skiptis með sitt hvorum þræðinum. Með þessu þá færðu aðeins þykkari hæl án þess að prjóna með tvöföldum þræði.

HÆLÚRTAKA:
UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7-7-8-8 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem prjónuð var slétt, snúið stykkinu.
UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7-7-8-8 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir brugðnu lykkjuna, snúið stykkinu.
UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6-6-7-7 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eina og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem prjónuð var slétt, snúið stykkinu.
UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6-6-7-7 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir brugðnu lykkjuna, snúið stykkinu.
Haldið áfram með úrtöku alveg eins með því að það fækki um 1 lykkju áður en 1 lykkju er steypt yfir þar til 12-14-14-14 lykkjur eru eftir á prjóni.

ÚRTAKA-2:
Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri).
----------------------------------------------------------

SOKKUR:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna.
Fitjið upp 63-63-69-69 lykkjur á sokkaprjón 2,5 með vínrauðum. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 4 cm.
Skiptið yfir á sokkaprjón 3,5 og prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 3-3-5-5 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA-1 = 60-60-64-64 lykkjur. Prjónið A.1 (= 15-15-16-16 mynstureiningar með 4 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er prjónuð 1 umferð slétt með natur og fækkað um 2 lykkjur í öllum stærðum jafnt yfir = 58-58-62-62 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið A.2A (= 5-5-7-7 lykkjur), prjónið A.2B yfir næstu 48 lykkjurnar (= 3 mynstureiningar með 16 lykkjum í öllum stærðum) og endið með A.2C (= 5-5-7-7 lykkjur). Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT í síðustu umferð í A.2 er fækkað um 4-4-2-2 lykkjur jafnt yfir = 54-54-60-60 lykkjur. Prjónið síðan A.3 (= 9-9-10-10 mynstureiningar með 6 lykkjum). Í síðustu umferð í A.3 er fækkað um 6-2-6-4 lykkjur jafnt yfir = 48-52-54-56 lykkjur. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka mælist stykkið ca 20 cm. Sokkurinn er síðan prjónaður með sléttprjóni með ljós gráum. Þegar stykkið mælist 21-22-23-24 cm haldið eftir fyrstu 12-13-14-14 lykkjurnar á prjóni fyrir hæl, setjið næstu 24-26-26-28 lykkjur á 1 band (= mitt ofan á fæti) og haldið eftir síðustu 12-13-14-14 lykkjunum á prjóni fyrir hæl. Lesið LEIÐBEININGAR og prjónið sléttprjón fram og til baka yfir 24-26-28-28 hællykkjur í 5-5½-6-6½ cm. Setjið 1 prjónamerki mitt á prjóninn – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið nú HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan. Þegar hælúrtakan hefur verið gerð þá eru prjónaðar upp 11-12-13-14 lykkjur hvoru megin við hæl og þær 24-26-26-28 lykkjur af bandi eru settar til baka á prjóninn = 58-64-66-70 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við 24-26-26-28 lykkjur ofan á fæti. Prjónið sléttprjón hringinn með ljós gráum og fækkið lykkjum hvoru megin við 24-26-26-28 lykkjurnar ofan á fæti þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjurnar á UNDAN fyrra prjónamerki ofan á fæti slétt saman og prjónið 2 fyrstu lykkjurnar á EFTIR seinna prjónamerki ofan á fæti snúnar slétt saman. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 7-8-7-7 sinnum = 44-48-52-56 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 18-20-22-25 cm frá prjónamerki á hæl (nú eru eftir ca 4-4-5-5 cm til loka, mátið e.t.v. sokkinn og prjónið að óskaðri lengd). Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á sokknum þannig að það verða 22-24-26-28 lykkjur bæði ofan á rist og undir il. Haldið áfram með sléttprjón og fellið af fyrir tá hvoru megin við þessi tvö prjónamerki – lesið ÚRTAKA-2. Fellið svona af í annarri hverri umferð alls 4-4-5-5 sinnum og síðan í hverri umferð alls 5-6-6-7 sinnum = 8 lykkjur eftir á prjóni í öllum stærðum. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á bandi og festið vel. Prjónið annan sokk alveg eins.

Mynstur

= vínrauður
= ljós grár
= natur
= úrtökuumferð

Athugasemdir (2)

Kati 02.02.2018 - 19:01:

Please erase my previous comment as it is incorrect. Sorry

Kati 15.01.2018 - 05:16:

Tere, eestikeelses õpetuses väike viga: Koo ringselt parempidises koes helehalli lõngaga ja kahanda mõlemal pool jalapeale 24-26-26-28 silmust järgmiselt: koo 2 parempidi kokku ENNE silmusemärkijat enne jalapealseid silmuseid ja 2 parempidi keerdsilmustena kokku teisel küljel, PÄRAST silmusemärkijat pärast jalapealseid silmuseid. Need kahandamise silmused peaksid olema 14-16-16-18, mitte 24-26-26-28

Skrifaðu athugasemd um DROPS 183-4

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.