DROPS / 183 / 3

Narvik Set by DROPS Design

Settið samanstendur af: Prjónaðri húfu, kraga og vettlingum með marglitu norsku mynstri. Settið er prjónað úr DROPS Karisma.

DROPS Design: Mynstur u-833
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------
Í allt settið þarf ca 200 g litur 44, ljós grár, 100 g litur 01, natur og 50 g litur 48, vínrauður (í allar stærðir).
-----------------------------------------------------------

HÚFA:
Stærð: S/M - M/L - L/XL
Höfuðmál: ca 54/56 - 56/58 - 58/60 cm
Efni:
DROPS KARISMA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
50 g í allar stærðir í þessum litum:
litur 44, ljós grár
litur 01, natur
litur 48, vínrauður

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 22 lykkjur og 30 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 3 – fyrir stroff.
-----------------------------------------------------------

KRAGI:
Stærð: S/M - M/L - L/XL
Mál: Ummál að ofan: 50-53-57 cm. Hæð: 26-28-30 cm.
Efni:
DROPS KARISMA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
100 g í allar stærðir litur 44, ljós grár
50 g í allar stærðir litur 01, natur

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 21 lykkja og 28 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 3 – fyrir stroff.
-----------------------------------------------------------

VETTLINGAR:
Stærð: S/M - M/L - L/XL
Mál: Lengd: 25-26-27 cm.
Efni:
DROPS KARISMA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
50-100-100 g litur 44, ljós grár
50 g í allar stærðir í þessum litum:
litur 01, natur
litur 48, vínrauður

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 22 lykkjur og 30 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3 – fyrir stroff.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (3)

100% Ull
frá 528.00 kr /50g
DROPS Karisma uni colour DROPS Karisma uni colour 528.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Karisma mix DROPS Karisma mix 528.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3696kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

ÚRTAKA/ÚTAUKNING:
Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 111 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 7) = 15,9.
Í þessu dæmi er prjónuð ca 15. og 16. hver lykkja slétt saman þegar lykkjum er fækkað. Ef fjölga á lykkjum er slegið 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 16. hverja lykkju, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat.

MYNSTUR:
Húfa: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2.
Kragi: Sjá mynsturteikningu A.2 og A.3.
Vettlingar: Sjá mynsturteikningu A.4 og A.5.
Allt mynstrið er prjónað með sléttprjóni.

ÚTAUKNING (á við um op fyrir þumal á vettling):
Prjónið fram að lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Næsta skipt sem aukið er út er það gert þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan lykkju með prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 3 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Haldið svona áfram með útaukningu í annarri hverri umferð, þ.e.a.s. alltaf er aukið út að utanverðu við útauknu lykkjurnar.

ÚRTAKA (á við um vettlinga):
Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri).
----------------------------------------------------------

HÚFA:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp. Skiptið yfir á sokkaprjón eftir þörf.
Fitjið upp 111-117-123 lykkjur á hringprjón 3 með vínrauðum. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 3-4-4 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 3-5-7 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 108-112-116 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið A.1 (= 27-28-29 mynstureiningar með 4 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í síðustu umferð í A.1 er fækkað um 0-4-2 lykkjur jafnt yfir = 108-108-114 lykkjur. Prjónið síðan A.2 hringinn (= 18-18-19 mynstureiningar með 6 lykkjum). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka mælist stykkið ca 16-17-17 cm. Haldið áfram með sléttprjón og ljós gráan. Þegar stykkið mælist 18-19-20 cm setjið 6 prjónamerki í stykkið með 18-18-19 lykkjur á milli prjónamerkja. Í næstu um ferð er fækkað um 1 lykkju á eftir hverju prjónamerki með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman (= 6 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 6-6-7 sinnum og síðan í hverri umferð alls 10 sinnum í öllum stærðum = 12 lykkjur eftir í öllum stærðum. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á bandi og festið vel. Húfan mælist ca 25-26-28 cm ofan frá og niður.

DÚSKUR:
Gerið einn dúsk ca 8 cm að þvermáli með natur. Saumið dúskinn niður efst á húfuna.
----------------------------------------------------------

KRAGI:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjón ofan frá og niður þar til efsti hluti á kraga er lokið. Nú skiptist stykkið upp í hliðum og fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón hvort fyrir sig.
Fitjið upp 111-117-126 lykkjur á hringprjón 3 með ljós gráum. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 7-5-6 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 104-112-120 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið A.3 (= 26-28-30 mynstureiningar með 4 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í síðustu umferð í A.3 er aukið út um 4-2-0 lykkjur jafnt yfir = 108-114-120 lykkjur. Prjónið síðan A.2 hringinn (= 18-19-20 mynstureiningar með 6 lykkjum). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er haldið áfram með ljós gráum til loka. Þegar stykkið mælist 10-11-12 cm er sett 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 54-57-60 lykkjur (= 1 prjónamerki í hvora hlið). Prjónið nú 6 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, yfir 8 lykkjur á hvorri hlið (prjónamerki er staðsett mitt í þessum 8 lykkjum – aðrar lykkjur eru prjónaðar með sléttprjóni). Þegar prjónaðar hafa verið 6 umferðir garðaprjón á hæðina á hvorri hlið skiptist stykkið við bæði prjónamerkin og fram- og bakstykki er prjónað til loka hvort fyrir sig.
HÉÐAN ER NÚ MÆLT!

BAKSTYKKI:
= 54-57-60 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 4 kantlykkjum með GARÐAPRJÓN – sá útskýringu að ofan, á hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 12-13-14 cm frá skiptingu er prjónuð 1 umferð brugðin frá röngu þar sem aukið er út um 12 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum (4 kantlykkjur á hvorri hlið halda áfram með garðaprjóni og ekki er aukið út yfir þessar 4 lykkjur) = 66-69-72 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 4 kantlykkjur með garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðnar *, endurtakið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 4 kantlykkjum með garðaprjóni (uppslátturinn frá fyrri umferð er prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat). Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið síðan af með garðaprjóni yfir garðaprjón, sléttprjóni yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði ekki stífur er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir 6. hverri lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Kraginn mælist ca 26-28-30 cm frá uppfitjunarkanti og niður.

FRAMSTYKKI:
= 54-57-60 lykkjur. Prjónið alveg eins og bakstykki.
----------------------------------------------------------

HÆGRI VETTLINGUR:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna.
Fitjið upp 42-45-51 lykkjur á sokkaprjón 3 með vínrauðum. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 6-5-3 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 36-40-48 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3,5 og prjónið A.4 (= 9-10-12 mynstureiningar með 4 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í síðustu umferð í A.4 er aukið út um 0-2-0 lykkjur jafnt yfir = 36-42-48 lykkjur. Prjónið síðan A.5 (= 6-7-8 mynstureiningar með 6 lykkjum). Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka mælist stykkið ca 8 cm. Haldið áfram með ljós gráum til loka. JAFNFRAMT í fyrstu umferð eftir A.5 er sett 1 prjónamerki í fyrstu lykkju í umferð. Nú er aukið út fyrir op fyrir þumal með því að auka út um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með prjónamerki í - lesið ÚTAUKNING! Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 6-7-8 sinnum = 48-56-64 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 12-13-14 cm. Í næstu umferð er 13-15-17 lykkjur fyrir op á þumli settar á band, haldið áfram hringinn með ljós gráum og fitjið jafnframt upp 1 nýja lykkju á prjóninn yfir lykkjur á band = 36-42-48 lykkjur. Prjónið áfram þar til vettlingurinn mælist 21-22-23 cm (nú eru eftir ca 4 cm til loka lengdar, mátið e.t.v. vettlinginn og prjónið að óskaðri lengd). Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar og 1 prjónamerki eftir 18-21-24 lykkjur. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið ÚTAUKNING (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 5-4-3 sinnum og síðan í hverri umferð alls 3-5-7 sinnum = 4-6-8 lykkjur eftir í umferð. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á bandi og festið vel.

ÞUMALL:
Setjið til baka 13-15-17 lykkjur fyrir op á þumal af bandi á sokkaprjón 3,5 og prjónið upp 2 lykkjur aftan við þumal með ljós gráum = 15-17-19 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til þumallinn sjálfur mælist ca 5-5½-6 cm (mátið e.t.v. vettlinginn, nú eru eftir ca ½ cm til loka lengdar). Prjónið 2 umferðir slétt þar sem lykkjurnar eru prjónaðar slétt saman tvær og tvær í báðum umferðum = 4-5-5 lykkjur eftir á prjóni. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á bandi og festið vel.

VINSTRI VETTLINGUR:
Fitjið upp og prjónið eins og hægri vettlingur, en þegar útaukning fyrir op á þumli byrjar er prjónað þannig: Aukið út fyrir op á þumli með því að auka út um 1 lykkju hvoru megin við síðustu lykkju í umferð. Afgangur af vettling er prjónaður alveg eins og hægri vettlingur.

Mynstur

= vínrauður
= ljós grár
= natur
= úrtökuumferð/útaukningsumferð

Sue Mellgren 11.08.2018 - 20:04:

Neck warmer. After back piece is 5\" and I end on a P row, do my first row of 4 K, *K1P2* until last 5, then K5. what do I do when I flip to the wrong side? Exact same stitches? I tried that and it doesn\'t seem to make any sort of a pattern after the 1\".

DROPS Design 12.08.2018 kl. 17:22:

Dear Sue, when the piece measures 5", you have to work a purl row in which you increase 12 sts inside the 4 edge sts at each side. Then, you have to change needle and work: 4 edge stitches in garter stitch, * knit 1, purl 2 *, repeat from *-* until there are 5 stitches left on the row, knit 1 and finish with 4 edge stitches in garter stitch. Then, continue like this for 1". Happy knitting!

Carole 17.10.2017 - 03:15:

Bonjour J'ai un problème avec les augmentations pour les mitaines. Je fais les jetés tel que décrit mais les trous sont encore trop apparent. Est-ce que je peux faire d'autres sortes d'augmentations pour être certaine de ne plus avoir ces trous? Merci beaucoup de votre aide.

DROPS Design 17.10.2017 kl. 09:32:

Bonjour Carole, vous pouvez tout à fait utiliser la technique que vous souhaitez pour augmenter. Bon tricot!

Ann-Mari Lageholm 26.09.2017 - 20:16:

Hittar inte själva stickbeskrivningen, endast garnåtgång och diagram???

DROPS Design 27.09.2017 kl. 09:12:

Hei Ann-Mari. Her var det lagt dobbelt, men det er nå ordnet og oppskriften ligger nå under bildet. Takk for at du gjorde oss oppmerksom på dette. God Fornøyelse med å strikke dette flotte settet.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 183-3

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.