DROPS Extra / 0-1384

Breakfast Cupcakes by DROPS Design

Heklaðar glasamottur með bolla og bollaköku. Stykkið er heklað úr DROPS Paris.

DROPS Design: Mynstur w-671
Garnflokkur C eða A + A
-----------------------------------------------------------
Ein glasamotta er ca 15 g.
-----------------------------------------------------------

BOLLI:
Mál: Hæð: ca 11 cm. Breidd: ca 14 cm.
Efni:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir Garnflokki C)
50 g litur 17, natur
50 g litur 44, brúnn
50 g litur 38, kórall
50 g litur 07, fjólublár

Einnig er hægt að hekla stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur C)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HEKLUNÁL NR 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 stuðlar verði 10 cm á breidd.
-----------------------------------------------------------

BOLLAKAKA:
Mál: Hæð: ca 12 cm. Breidd: ca 11 cm.
Efni:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir Garnflokki C)
50 g litur 26, dökk beige
50 g litur 12, rauður
50 g litur 20, ljós bleikur
50 g litur 14, skærgulur
50 g litur 06, skærbleikur

Einnig er hægt að hekla stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur C)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HEKLUNÁL NR 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 stuðlar verði 10 cm á breidd.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (8)

100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2772kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

MYNSTUR:
Bolli: Sjá mynstureiningu A.1.
Bollakaka: Sjá mynstureiningu A.2.

LITIR-1 (á við um bollaköku):
UPPFITJUN + UMFERÐ 1: Ljós bleikur
1. LITASKIPTI: Skærbleikur
2. LITASKIPTI: Dökk beige

LITIR-2 (á við um bollaköku):
UPPFITJUN + UMFERÐ 1: Skærbleikur
1. LITASKIPTI: Skærgulur
2. LITASKIPTI: Dökk beige

LITIR-3 (á við um bollaköku):
UPPFITJUN + UMFERÐ 1: Rauður
1. LITASKIPTI: Ljós bleikur
2. LITASKIPTI: Dökk beige
----------------------------------------------------------

BOLLI:
Stykkið er heklað fram og til baka frá botni og upp að kanti á bolla, eftir það er hankinn heklaður og í lokin er kanturinn á bollanum heklaður og froðan ofan á.

Byrjið með heklunál 4,5 og kóral eða fjólubláan og heklið mynstur fram og til baka eftir mynsturteikningu A.1. Skiptið yfir í brúnan við fyrstu stjörnu, þ.e.a.s. eftir að eyrað sé heklað til loka. Skiptið yfir í natur við næstu stjörnu, þ.e.a.s. á eftir umferð með brúnum. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
Þegar A.1 hefur verið heklað til loka mælist bollinn ca 11 cm á hæðina og 14 cm á breidd (með eyra). Klippið frá og festið enda.
----------------------------------------------------------

BOLLAKAKA:
Stykkið byrjar á beri sem er heklað í hring, eftir það er heklað áfram fram og til baka að botni.

Byrjið með heklunál 4,5 og heklið mynstur hringinn, síðan fram og til baka eftir mynsturteikningu A.2 – lesið LITIR að ofan. Skiptið um lit við fyrstu stjörnu (þ.e.a.s. á eftir fyrstu umferð). Síðan er heklað fram og til baka og skipt er um lit við næstu stjörnu. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar A.1 er lokið mælist bollakakan ca 12 cm á hæði (með beri) og 11 cm á breidd. Klippið frá og festið enda.

Mynstur

= keðjulykkja
= loftlykkja
= fastalykkja í lykkju
= hálfur stuðull í lykkju
= stuðull um loftlykkjuhring
= stuðull í lykkju
= 2 STUÐLAR HEKLAÐIR SAMAN: Heklið 1 stuðul í hverja og eina af næstu 2 lykkjum, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin á báðum þessum stuðlum, bregðið bandi um heklunálina og dragið það í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni
= 2 stuðlar í sömu lykkju
= 3 stuðlar í sömu lykkju
= 4 stuðlar í sömu lykkju
= 5 stuðlar í sömu lykkju
= 4 loftlykkju, tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju i fyrstu loftlykkju – sjá punkt í hring, umferðin byrjar og endar hér
= Festið loftlykkjuumferð með 1 fastalykkju um ystu fastalykkju í 4. umferð, snúið og heklið í þessa fastalykkju
= klippið frá, skiptið um lit
= byrjið hér


Lia 09.03.2019 - 16:50:

Bedankt voor het gratis patroon! Was super leuk om te maken, en snel klaar. Ziet er leuk uit als geheel.

Jane 26.11.2018 - 14:27:

Amei o padrão e o video, lindo trabalho . Obrigada

Mel 28.05.2018 - 20:32:

What a lovely pattern, and so easy!! I made some of these cupcakes in a DK weight wool and strung them together to make bunting. It looks really cute!!

Anneke 07.12.2017 - 19:56:

Wat zijn ze leuk ! 😀 snel en makkelijk

Adrian 14.09.2017 - 18:52:

On your coaster video how do you hide your loose thread after you finish? Also, are there written instructions on coasters ? Thank You

DROPS Design 15.09.2017 kl. 08:41:

Dear Adrian, this video shows how to weave in tails in cotton yarn - you can also crochet around loose threads as shown in this video. Happy crocheting!

DROPS Design 30.08.2017 - 08:54:

There are now videos showing how to make these both coasters. Happy crocheting!

Stephanie 29.08.2017 - 05:20:

Can you please send the written pattern for 0-1384, 1385,1386,1383. I really want to make these but I have a hard time with diagrams.

DROPS Design 29.08.2017 kl. 08:42:

Dear Stephanie, there are only diagrams to these patterns. You can have a look on our videos to see how to read diagrams, just above diagrams you will find the symbols used in diagrams with the sts they are matching. Read diagrams from the bottom corner on the right side towards the left when working in the round or from RS and from the left towards the right from WS. For any further assistance you are welcome to contact your DROPS store. Happy crocheting!

Diane Malfitana 24.08.2017 - 16:17:

PLEASE!!! WRITTEN PATTERNS TOO!!!! I HATE DIAGRAMS!!!! PLEASE PLEASE PLEASE!

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1384

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.