DROPS Extra / 0-1383

Breakfast Doughnuts by DROPS Design

Heklaðar glasamottur með bolla og kleinuhring. Stykkið er heklað úr DROPS Paris.

DROPS Design: Mynstur w-670
Garnflokkur C eða A + A
-----------------------------------------------------------
Ein glasamotta er ca 15 g.
-----------------------------------------------------------

BOLLI:
Mál: Hæð: ca 11 cm. Breidd: ca 14 cm.
Efni:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir Garnflokki C)
50 g litur 25, mosagrænn
50 g litur 30, gráblár
Afgangur, litur 44, brúnn

Einnig er hægt að hekla stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur C)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HEKLUNÁL NR 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 stuðlar verði 10 cm á breidd.
-----------------------------------------------------------

KLEINUHRINGUR:
Mál: ca 12 cm að þvermáli
Efni:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir Garnflokki C)
50 g litur 33, millibleikur
50 g litur 06, skærbleikur
50 g litur 26, dökk beige
50 g litur 44, brúnn

Einnig er hægt að hekla stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur C)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HEKLUNÁL NR 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 stuðlar verði 10 cm á breidd.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!


100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1848kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

MYNSTUR:
Bolli: Sjá mynsturteikningu A.1.
Kleinuhringur: Sjá mynsturteikningu A.2.

FRÁGANGUR:
Hægt er að sauma út í glasamottuna þannig að mottan verði alveg eins á báðum hliðum, undir og að ofan. Saumið inn bandið í umferð jafnóðum. Þetta á einnig við þegar endar eru festir.
----------------------------------------------------------

BOLLI:
Stykkið er heklað fram og til baka frá botni á bolla og upp að kanti á bolla. Eftir það er handfangið heklað og síðan brúni toppurinn.
Stykkið endar með smá kanti frá handfangi og yfir brúna toppinn.

Byrjið með heklunál 4,5 og mosagrænan eða grábláum og heklið mynstur fram og til baka eftir mynsturteikningu A.1. Skipt er um lit við stjörnu og skipt er til baka yfir í mosagrænan eða grábláan eftir þessa umferð. Heklið síðustu umferð frá hægri að vinstri hlið. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar A.1 er lokið mælist bollinn ca 11 cm á hæð og 14 cm á breidd (með eyra). Klippið frá og festið enda.
----------------------------------------------------------

KLEINUHRINGUR:
Stykkið er heklað í hring frá miðju og út. Síðan eru saumuð nokkur spor sem skraut á kleinuhringinn.

Heklið 14 loftlykkjur með heklunál 4,5 með millibleikum, skærbleikum eða brúnum og tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið síðan mynstur í hring eftir mynsturteikningu A.2b alls 2 sinnum í umferð – mynsturteikning A.2a sýnir hvernig umferðin byrjar og endar og eru heklaðar saman við A.2b. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
Þegar öll mynsturteikning A.2a og A.2b er lokið mælist mottan ca 12 cm að þvermáli. Klippið frá og festið endar – lesið FRÁGANGUR að ofan.
Saumið út smá skraut – saumið 1 spor um 1 fastalykkju. Saumið spor að eigin vali og lit í kringum fastalykkjur í 3. og 5. umferð. Hér er saumað með millibleikum á brúnan kleinuhring, skærbleikum á millibleikan kleinuhring og bæði með millibleikum og brúnum á skærbleikan kleinuhring.

Mynstur

= keðjulykkja
= loftlykkja
= 1 fastalykkja um loftlykkjuhring/loftlykkju
= 1 fastalykkja í lykkju
= 2 fastalykkjur í sömu lykkju
= 1 hálfur stuðull í lykkju
= 2 hálfir stuðlar í sömu lykkju
= stuðull í lykkju
= 2 stuðlar í sömu lykkju
= tvíbrugðinn stuðull í lykkju
= 2 tvíbrugðnir stuðlar í sömu lykkju
= Festið lofltykkjuumferð með 1 keðjulykkju um síðustu fastalykkju í 4. umferð, snúið og heklið í loftlykkjuumferð
= Heklið 2 fastalykkjur í fyrstu fastalykkju – klippið ekki frá, heklið áfram með þessum enda síðar. Skiptið yfir í brúnan, heklið síðan með brúnu
= Heklið 1 keðjulykkju, klippið síðan frá og festið enda. Takið upp enda frá fyrri stjörnu og heklið síðan héðan
= 1 keðjulykkja
= 2 fastalykkjur í síðustu fastalykkju frá fyrri umferð með fastalykkjum
= Skiptið yfir í dökk beige og heklið í aftari lykkjuboga á hverri lykkju í þessari umferð
= byrjið hér
= 14 loftlykkjur, tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju – sjá punkt í hring, umferðin byrjar og endar hér


Charlotte 17.07.2019 - 00:01:

I opskriften mangler I vist at skrive den mørke beige kant der er om alle de forskellige farvede dougnuts.

Satsuki 22.08.2017 - 12:34:

So pretty

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1383

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.