DROPS / 181 / 26

Fairy Glass by DROPS Design

Hekluð hringpeysa með sólfjaðramynstri. Stærð S - XXXL. Stykkið er heklað úr DROPS BabyMerino.

DROPS Design: Mynstur bm-040
Garnflokkur A
-----------------------------------------------------------
Stærð: S/M – L/XL – XXL/XXXL
Efni:
DROPS BABY MERINO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
650-750-800 g litur 37, ljós fjólublár

Einnig er hægt að hekla stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HEKLUNÁL NR 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 22 tvíbrugðnir stuðlar og 8 umferðir verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð. 1 mynstureining A.1 á að mælast 4,5 cm á breidd.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (23)

100% Ull
frá 748.00 kr /50g
DROPS Baby Merino uni colour DROPS Baby Merino uni colour 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Baby Merino mix DROPS Baby Merino mix 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 9724kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GALDRALYKKJA:
Til þess að koma í veg fyrir göt í miðju er heklað með þessari aðferð:
Haldið í endann með vinstri hendi og gerið lykkju utan um vinstri vísifingur (frá vinstri að hægri). Haldið í lykkjuna með vinstri þumli og vísifingri. * Stingið heklunálinni í gegnum lykkjuna, sækið bandið frá dokkunni, dragið þráðinn til baka í gegnum lykkjuna, bregðið bandinu um heklunálina og dragið það í gegnum l á heklunálinni = 1 fastalykkja, heklið 4 loftlykkjur (= 1 tvíbrugðinn stuðull), síðan eru heklaðir 15 tvíbrugðnir stuðlar um lykkjuna, endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju = 16 tvíbrugðnir stuðlar. Dragið í endann þannig að lykkjan dragist saman og gatið hverfi. Heklið síðan eins og útskýrt er í uppskrift.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6.

SÓLFJÖÐUR:
1 sólfjöður = 2 tvíbrugðnir stuðlar, 2 loftlykkjur og 2 tvíbrugðnir stuðlar heklaðir í eina loftlykkju.

HEKLAÐ SAMAN:
Sjá mynsturteikningu A.6. Fækkið um 1 mynstureiningu þannig:
Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í fyrsta loftlykkjuboga, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin. Heklið næsta tvíbrugðna stuðul í næsta loftlykkjuboga, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin. Heklið næsta tvíbrugðna stuðul í síðasta loftlykkjubogann og dragið bandið í gegnum allar 4 lykkjur á heklunálinni. Í næstu umferð er hoppað yfir tvíbrugðnu stuðlana sem eru heklaðir saman.
----------------------------------------------------------

HRINGPEYSA:
Stykkið er heklað í hring frá miðju aftan á baki. Ermarnar eru heklaðar í lokin.

Heklið GALDRALYKKJA – sjá útskýringu að ofan, með heklunál 3,5 með Baby Merino. Haldið síðan áfram eftir A.1 – ATH! Fyrsta umferðin í A.1 er útskýrð í galdralykkju. Heklið 4 mynstureiningar af A.1b hringinn í hverri umferð. A.1a sýnir hvernig umferðin byrjar og endar. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið heklað til loka eru 28 einingar með tvíbrugðnum stuðlum / 56 tvíbrugðnir stuðlar í umferð.

Heklið frá 2. Umferð í A.2 þannig: Heklið A.2a (sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), haldið áfram með A.2b umferðina hringinn (= 14 mynstureiningar). Heklið A.2 1 sinni á hæðina = 84 stuðlar/loftlykkjubogar.

Heklið frá 2. Umferð í A.3 þannig: Heklið A.3a (sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), haldið áfram með A.3b umferðina hringinn (= 42 sólfjaðrir/tvíbrugðnir stuðlar). Heklið síðan frá A.2: 3. umferð 1 sinni og 4. umferð 4-5-6 sinnum (= alls 6-7-8 umferðir með sólfjöðrum og tvíbrugðnum stuðlum).

HANDVEGUR:
Heklið næstu umferð eins og 4. umferð í A.2 (sólfjaðrir og tvíbrugðna stuðla), jafnframt er heklað þannig: Heklið fyrstu 5 mynstureiningarnar eins og áður (1 mynstureining = 1 tvíbrugðinn stuðull, 1 loftlykkjubogi, 1 sólfjöður, 1 loftlykkjubogi), heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næsta tvíbrugðna stuðul, heklið 40-44-48 nýjar loftlykkjur, hoppið yfir næstu sólfjöður og næstu 5-6-7 mynstureiningar, (hoppið yfir alls 6-7-8 sólfjaðrir og 5-6-7 tvíbrugðnir stuðlar = handvegur), heklið eins og áður í næstu 20-18-16 mynstureiningar, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul, heklið 40-44-48 nýjar loftlykkjur, hoppið yfir næstu sólfjaðrir og næstu 5-6-7 mynstureiningar, (hoppið yfir alls 6-7-8 sólfjaðrir og 5-6-7 tvíbrugðna stuðla = handvegur), heklið eins og áður í síðustu 5 mynstureiningum.

Næsta umferð er hekluð þannig:
Heklið 5. Umferð í A.2, um loftlykkjubogana fyrir handveg eru heklaðar 6-7-8 mynstureiningar af A.2 (= 36-42-48 stuðlar með 5 loftlykkjum á milli hverra) = alls 42 mynstureiningar af A.2 (= alls 252 stuðlar með 5 loftlykkjum á milli hverra).

Heklið frá 2. umferð í A.4 þannig: Heklið A.4a, haldið áfram með A.4b, en 10 sinnum jafnt yfir í umferð (= ca í 4. hverri endurtekningu er heklað A.5b í stað A.4b)= 52 mynstureiningar af A.4.

Heklið frá 2. umferð í A.2 þannig: Heklið A.2a, haldið áfram með A.2b umferðina hringinn = 52 mynstureiningar af A.2. Í næstu umferð er heklað áfram frá 3. umferð í A.2a og A.2b. Þegar 4. umferð hefur verið hekluð til loka á hæðina eru þessar umferðir endurteknar 3-4-5 sinnum til viðbótar = 6-7-8 umferðir með sólfjöðrum/tvíbrugðnum stuðlum.

Næsta umferð er hekluð þannig:
Heklið 5. umferð í A.2 (= 312 stuðlar með 5 loftlykkjur á milli hverra).

Heklið frá 2. umferð í A:4 þannig: Heklið A.4a, haldið áfram með A.4b, en 10 sinnum jafnt yfir í umferð (= ca 5. hver endurtekning er hekluð í A.5b í stað A.4b til að auka út) = 62 mynstureiningar af A.4.

Heklið frá 2. Umferð í A.2 þannig: Heklið A.2a, haldið áfram með A.2b umferðina hringinn = 62 mynstureiningar af A.2. Í næstu umferð er heklað áfram frá 3. umferð í A.2a og A.2b. Þegar 4. umferð hefur verið hekluð til loka á hæðina eru þessar umferðir endurteknar 3-4-5 sinnum til viðbótar = 6-7-8 umferðir með sólfjöðrum/tvíbrugðnum stuðlum.

Næsta umferð er hekluð þannig:
Heklið 5. umferð í A.2 (= 372 stuðlar með 5 loftlykkjum á milli hverra).

Heklið frá 2. umferð í A.4 þannig: Heklið A.4a, haldið áfram með A.4b, en 10 sinnum jafnt yfir í umferð (= ca 6. hver endurtekning er hekluð í A.5b í stað A.4b til að auka út) = 72 mynstureiningar af A.4.

Heklið frá 2. umferð í A.2 þannig: Heklið A.2a, haldið áfram með A.2b umferðina hringinn = 72 mynstureiningar af A.2. Í næstu umferð er heklað áfram frá 3. umferð í A.2a og A.2b. Þegar 4. umferð hefur verið hekluð til loka á hæðina eru þessar umferðir heklaðar 3-4-5 sinnum til viðbótar = 6-7-8 umferðir með sólfjöðrum/tvíbrugðnum stuðlum.

Næsta umferð er hekluð þannig:
Heklið 5. umferð í A.2 (= 432 stuðlar með 5 loftlykkjur á milli hverra).

Heklið frá 2. umferð í A.4 þannig: Heklið A.4a, haldið áfram með A.4b, en 20 sinnum jafnt yfir í umferð (= ca 3. hver endurtekning er hekluð í A.5b í stað A.4b til að auka út) = 92 mynstureiningar af A.4.

Heklið frá 2. umferð í A.2 þannig: Hekli A.2a, haldið áfram með A.2b umferðina hringinn = 92 mynstureiningar af A.2. Í næstu umferð er heklað áfram frá 3. umferð í A.2a og A.2b. Þegar 4. umferð hefur verið hekluð til loka á hæðina eru þessar umferðir endurteknar 3-4-5 sinum til viðbótar = 6-7-8 umferðir með sólfjöðrum/tvíbrugðnum stuðlum.

Næsta umferð er hekluð þannig:
Heklið síðustu umferð í A.2 (= 552 stuðlar með 5 loftlykkjum á milli hverra). Klippið frá og festið enda. Stykkið mælist ca 120-130-140 cm að þvermáli.

ERMAR:
Ermarnar eru heklaðar í hring frá handveg og niður. Byrjið mitt undir ermi: Í þeirri hlið þar sem hoppað var yfir sólfjaðrir: Heklið eins og síðasta umferð í A.2 EN einungis með 1 loftlykkju á milli stuðla, heklið síðan 36-42-48 stuðla með 1 loftlykkju á milli hverra frá annarri hlið á handveg = 72-84-96 stuðlar/loftlykkjur.

Heklið 2. umferð í A.4 = 12-14-16 mynstureiningar í kringum handveg. Heklið síðan 2. umferð í A.2. Haldið áfram með sólfjaðrir og tvíbrugðna stuðla eins og í 3. og 4. umferð í A.2. Þegar stykkið mælist 3 cm frá handveg er fækkað um 1 mynstureiningu undir ermi. Sjá mynsturteikningu A.6 og lesið HEKLAÐ SAMAN. Fækkið lykkjum til skiptis á undan og á eftir miðju undir ermi með 8 cm millibili, alls 6 sinnum = 6-7-8 mynstureiningar eftir í umferð. Klippið frá og festið enda þegar stykkið mælist 54-54-54 cm. Heklið hina ermina alveg eins, en byrjið á gagnstæðri hlið þannig að umferðin byrji mitt undir ermi.

Mynstur

= 1 loftlykkja
= 5 loftlykkjur
= 1 stuðull í lykkju
= 1 stuðull í loftlykkjuboga
= 1 tvíbrugðinn stuðull um loftlykkjuboga
= 1 tvíbrugðinn stuðull í lykkju
= Heklið 3 loftlykkjur. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar.
= Heklið 4 loftlykkjur. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju í byrjun umferðar.
= Heklið 4 loftlykkjur. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju í byrjun umferðar.
= Þessi umferð hefur nú þegar verið hekluð
Athugasemdir (23)

Skrifa athugasemd!

Ewonne 17.06.2018 - 23:14:

Har en fråga angående beskrivningen. Det står fortsätt med A1a och A1b. Men där står inget om det. Där står bara om A1. Att man ska göra dubbelstolpar 16stycken totalt. Ska man repetera dem 4gånger? Jag får inte till det till 28 eller 56.

DROPS Design 19.06.2018 kl. 09:06:

Hej Ewonne, A.1a visar hur varvet börjar och slutar. A.1b virkar du 4 ggr runt på varje varv. Jo du ser på sista varvet i A.1b här har du 7 grupper med dubbelst enligt diagrammet 7x4=28 grupper med dubbelst (= 56 dubbelstolpar). Lycka till :)

Dori 07.06.2018 - 07:37:

Hallo ich hänge fest. Nach der Runde wo ich insgesamt 252 Stäbchen mit fünf Luftmaschen haben soll. Das geht bei mir nicht auf. Ich brauche für A4b 6 stäbchen und soll am Ende 52 Rapporte haben. Das wären 312 stäbchen. Mach ich was falsch? Über ihre Hilfe würde ich mich sehr freuen Lg Dori

DROPS Design 07.06.2018 kl. 09:37:

Liebe Dori, ich zähle 42 Rapporte von A.4b (inckl A.5b), unser Designteam wird noch mal schauen. Danke im voraus für Ihren Geduld.

FAYE GILLIES 09.05.2018 - 14:30:

Love all your designs...up-to-date funky and fashionable

Kyllan 25.04.2018 - 09:34:

Hej. Jag har gjort till 1:a varvet efter ärmen. Och skall börja på: andra varvet påmönsterrad 4b. Men jag förstår inte mönstret. Ska jag hoppa över 1 st 5 lm 1 st 5 lm? De blir inte alls bra de drar ju ihopa sig jättemycket. Jag förstår inte vad jag gör för fel. Hoppas kan hjälpa mig för koftan är så himla fin.\r\nMvh kyllan

Willekens 28.03.2018 - 09:47:

Bonjour, J'ai adoré et vos explications et l'avancement de mon ouvrage que j'ai fini lundi. Je l'ai mis pour la première fois hier

Sabrina Richter 12.03.2018 - 13:53:

Danke für die schnelle Antwort. Ich versteh es leider immer noch nicht :-/ wird die 2. Runde wie die 3. gehäkelt? Ich versteh das Diagramm so: ein Stäbchen um den Luftmaschenbogen, 2 Luftmaschen, 2 Stäbchen + 2 Luftmaschen + 2 Stäbchen in den nächsten Luftmaschenbogen, 2 Luftmaschen und das wiederholen. Was aber doof aussieht, da in A.4/A.5 bereits Fächer/Stäbchengruppen gehäkelt wurden. Vielen Dank und liebe Grüße

DROPS Design 12.03.2018 kl. 16:09:

Liebe Frau Richter, der 2. Reihe in A.2b wird so über A.4/A.5 gehäkelt: (1 Stb in die nächste Masche/in der Mitte der nächsten Stb-Gruppe, 2 Lm, 2 Stb,2Lm,2Stb in die nächte Masche/in der Mitte der nächste Stb-Gruppe, 2 Lm) von (bis) bis Ende der Runde wiederholen. Es wird entweder in einem Stb oder in einem Stb-Gruppe gehäkelt. Viel Spaß beim häkeln!

Sabrina Richter 12.03.2018 - 12:02:

Hallo, \r\nerstmal danke für die tollen Anleitungen. \r\nIch versteh nicht, wie ich die 2. Runde von A.2 häkeln soll, nachdem ich die A.4 mit Zunahme A.5 gehäkelt habe. \r\nMit freundlichen Grüßen Sabrina

DROPS Design 12.03.2018 kl. 13:22:

Liebe Frau Richter, die 2. Reihe in A.2 häkeln Sie wie im Diagram gezeigt: *1 Stb im nächsten Stb/in mitte der nächsten Stb-Gruppe, 2 Lm, 2 Stb,2Lm, 2 Stb in der nächsten Stb/Stb-Gruppe, 2 Lm*, von *-* wiederholen. Viel Spaß beim häkeln!

Jan 24.02.2018 - 06:44:

Do you have a written pattern, not using symbols? Thank you.

DROPS Design 24.02.2018 kl. 23:56:

Dear Jan, sorry but there are no written out instruction for the pattern, only the diagram with the symbols. But don't forget, that you can always get help with making sense of a diagram in person, in the store you bought your Drops yarn from. Happy crafting!

Hetty 23.01.2018 - 14:20:

Ik heb eenzelfde probleem als Margeret op 9-9-2017: Haak vanaf A.2: de 3e toer 1 keer en de 4e toer 4-5-6 keer (= 6-7-8 toeren in totaal met waaiers en dubbele stokjes). Uit het antwoord bij Margeret maak ik op dat er meerderingen in de 3e en/of 4e toer van A2 moeten zijn. Als ik de tekening goed bekijk zie ik geen enkele meerderingen en kan de cirkel na (in mijn geval) 6 toeren niet plat liggen. Ook in de verdere tekst lees ik hier niets over. Klopt dit?

Hanna Schmuki 30.12.2017 - 12:15: https://www.garnstud ...

Sehr geehrte Dame, Die Grössen zu ermitteln ist mir nicht klar. Welchen Durchmesser hat die Kreisjacke bei den beiden Grössen XXL und XXXL. Die angegebenen Zahlen auf der Skizze unten sind nichtssagend. Freundliche Grüsse Hanna Schmuki

DROPS Design 02.01.2018 kl. 10:50:

Liebe Frau Schmuki, die Kreisjacke hat eine Durchmesse von 140 cm im Total (= 70 cm von der mitte bis zur ausser Kante). Viel Spaß beim häkeln!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 181-26

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.