DROPS / 180 / 21

Nova Scotia Cardigan by DROPS Design

Peysa með hringlaga berustykki, marglitu mynstri og A-formi, prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Karisma.

DROPS Design: Mynstur u-814
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS KARISMA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
250-300-300-350-400-400 g litur 72 ljós perlugrár
150-150-200-200-200-250 g litur 45, ljós ólífa
150-150-150-150-200-200 g litur 50, grænn

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 og 80 cm) NR 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 20 lykkjur og 26 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40, 60 eða 80 cm) NR 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 22 lykkjur og 30 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 4 fyrir kant með garðaprjóni neðst á fram- og bakstykki – eða þá stærð sem þarf til að 21 lykkja og 28 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS TALA, Hornatala (köntuð) NR 537: 5-5-5-6-6-6 st.

-------------------------------------------------------
Samsetning lita sem sýndar eru:
A) DROPS Karisma 72, 45, 50
B) DROPS Karisma 72, 21, 16
C) DROPS Karisma 71, 40, 64
D) DROPS Karisma 77, 55, 54
E) DROPS Karisma 55, 11, 56
F) DROPS Karisma 55, 52, 54

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (5)

100% Ull
frá 528.00 kr /50g
DROPS Karisma uni colour DROPS Karisma uni colour 528.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Karisma mix DROPS Karisma mix 528.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 5808kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Allt mynstrið er prjónað með sléttprjóni. Veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð.

ÚTAUKNING-1 (á við um útaukningu jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 98 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 12 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 11) = 7,8. í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca 8. hverja lykkju (ekki er aukið út yfir kanta að framan). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat.

UPPHÆKKUN:
Setjið 1 prjónamerki í miðju lykkjuna í umferð (= miðja að aftan). Byrjið frá réttu með ljós perlugráum og prjónið sléttar lykkjur þar til prjónaðar hafa verið 11-11-12-13-13-14 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið, herðið á bandi og prjónið 22-22-24-26-26-28 lykkjur brugðnar. Snúið, herðið á bandi og prjónið 33-33-36-39-39-42 lykkjur slétt, snúið, herðið á bandi og prjónið 44-44-48-52-52-56 lykkjur brugðnar. Snúið, herðið á bandi og prjónið 55-55-60-65-65-70 lykkjur slétt, snúið, herðið á bandi og prjónið brugðnar lykkjur út umferðina (kantur að framan er prjónaður slétt).

LEIÐBEININGAR-1 (á við um kanta að framan):
Í umferðum þar sem annað hvort eru renndur eða mynsturborðar er prjónað með lit í rönd eða grunnlit í mynsturborða einnig yfir 6 kantlykkjur að framan á hvorri hlið.

LEIÐBEININGAR-2 (á við um prjónfestu):
Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á böndum aftan á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það strekkist á því.

ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki):
Allar útaukningar eru gerðar frá réttu!
Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum 4 lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðinn svo að ekki myndist gat.

ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi):
Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri).

HNAPPAGAT:
Fellið af fyrir hnappagötum á hægri kant að framan (þegar flíkin er mátuð). Prjónið frá réttu þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman og endið með 1 lykkju slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að ekki myndist gat.
Fellt er fyrir fyrsta hnappagatinu þegar kantur í hálsi mælist ca 1½-2 cm, fellið síðan af fyrir 4-4-4-5-5-5 næstu með ca 8-9 cm millibili.
----------------------------------------------------------

PEYSA:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Ermarnar eru prjónaðar í hring á stutta hringprjóna ofan frá og niður, skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf.

KANTUR Í HÁLSI:
Fitjið upp 94-98-102-102-110-114 lykkjur (meðtaldar 6 kantlykkjur við miðju að framan á hvorri hlið) á hringprjón 3,5 með ljós perlugráum. Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 6 kantlykkjur að framan með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt,2 lykkjur brugðnar *, endurtakið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 6 kantlykkjum að framan með garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff – munið eftir HNAPPAGAT á hægri kant að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar kantur í hálsi mælist 3 cm er prjónuð 1 umferð slétt frá réttu þar sem auknar eru út 9-11-13-13-11-13 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING-1 = 103-109-115-115-121-127 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5.

BERUSTYKKI:
Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu með 6 lykkjum með garðaprjóni á hvorri hlið með ljós perlugráum. Til að flíkin passi betur er prjónuð UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan.
Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 6 kantlykkjur að framan með garðaprjóni, prjónið A.1A (veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð og endið á umferð merktri með ör í réttri stærð), þar til 7 lykkjur eru eftir á prjóni (= 15-16-17-17-18-19 mynstureiningar 6 lykkjur), prjónið A.1B (= 1 lykkja) og endið með 6 kantlykkjum að framan með garðaprjóni. Lesið LEIÐBEININGAR-1 og 2. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka eru 283-301-319-353-373-393 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 14-16-17-20-21-24 cm frá uppfitjunarkanti og niður, mælt við miðju að framan.
Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig (lesið mynsturteikningu frá vinstri að hægri frá röngu): 6 kantlykkjur með garðaprjóni, prjónið A.2A þar til 7 lykkjur eru eftir á prjóni (= 15-16-17-19-20-22 mynstureiningar 18 lykkjur) og aukið jafnframt út 0-0-0-2-0-16 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið A.2B (= 1 lykkja) og endið með 6 kantlykkjum að framan með garðaprjóni = 283-301-319-355-373-409 lykkjur í umferð.
Haldið áfram með mynstur. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka eru prjónaðar 0-0-2-0-2-0 umferðir sléttprjón með ljós perlugráum. Stykkið mælist 23-25-27-29-31-33 cm frá uppfitjunarkanti mælt við miðju að framan.
Skiptið nú lykkjunum upp fyrir fram- og bakstykki og ermum og næsta umferð er prjónuð frá réttu með ljós perlugráum þannig: Prjónið 44-46-48-55-58-66 lykkjur slétt og aukið út um 0-1-2-0-2-0 lykkjur jafnt yfir (= framstykki), setjið næstu 60-64-70-74-76-78 lykkjur á band fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóni (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 75-81-83-97-105-121 lykkjur slétt og aukið út um 2-2-6-2-4-0 lykkjur jafnt yfir (= bakstykki), setjið næstu 60-64-70-74-76-78 lykkjur á band fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóni (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 44-46-48-55-58-66 lykkjur slétt og aukið út 0-1-2-0-2-0 lykkjur jafnt yfir (= framstykki). Fram- og bakstykki og ermar eru prjónaðar síðan hvort fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!

FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 181-193-209-229-253-281 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu með 6 sléttum kantlykkjum að framan á hvorri hlið með ljós perlugráum. Setjið 1 prjónamerki 48-51-55-60-66-73 lykkjur inn frá hvorri hlið (= framstykki, þ.e.a.s. mitt í 8-8-10-10-12-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermum á hvorri hlið = 85-91-99-109-121-135 lykkjur á bakstykki) – látið prjónamerki fylgja með í stykkinu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 6 kantlykkjur að framan með garðaprjóni, prjónið A.3A þar til 7 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið A.3B (= 1 lykkja) og endið með 6 kantlykkjum að framan með garðaprjóni.
PRJÓNIÐ NÚ MYNSTUR OG AUKIÐ JAFNFRAMT ÚT. LESIÐ ALLT MYNSTRIÐ OG ÚTAUKNINGU ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM:
ÚTAUKNING.
Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri). Útauknu lykkjurnar eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. Aukið svona út með 4½-3½-3-3-2½-3 cm millibili alls 6-7-8-8-9-8 sinnum = 205-221-241-261-289-313 lykkjur.
MYNSTUR:
Prjónið A.3 alls 5 sinnum á hæðina. Prjónið síðan með ljós perlugráum til loka. Prjónið síðan sléttprjón með 6 kantlykkjum að framan með garðaprjóni á hvorri hlið þar til stykkið mælist 33 cm frá skiptingu. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið 8 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Fellið laust af með sléttum lykkjum með hringprjón 4,5 frá réttu. Öll peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður.

ERMI:
Setjið 60-64-70-74-76-78 lykkjur af bandi á annarri hlið á stykki á stutta hringprjóna 4,5 og prjónið að auki upp 1 nýja lykkju í hverja og eina af 8-8-10-10-12-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi með ljós perlugráum = 68-72-80-84-88-92 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt með ljós perlugráum.
PRJÓNIÐ NÚ MYNSTUR OG JAFNFRAMT FÆKKIÐ LYKKJUM. LESIÐ ALLT MYNSTRIÐ OG ÚRTÖKU ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM:
MYNSTUR:
Prjónið A.3A hringinn. Þegar A.3A hefur verið prjónað alls 3 sinnum á hæðina er stykkið prjónað áfram með ljós perlugráum til loka.
ÚRTAKA:
Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2½-2-1½-1½-1½-1 cm millibili alls 13-14-17-18-19-20 sinnum = 42-44-46-48-50-52 lykkjur.
Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 37-36-34-33-31-30 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 10-12-10-12-10-12 lykkjur jafnt yfir = 52-56-56-60-60-64 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3,5. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar). Þegar stroffið mælist 5 cm (öll ermin mælist 42-41-39-38-36-35 cm frá skiptingu) felli laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur með sokkaprjón 4,5. Prjónið hina ermina alveg eins.

FRÁGANGUR:
Saumið tölur í vinstri kant að framan.

Mynstur

= ljós perlugrár
= grænn
= ljós ólífu
= Á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat
Hanne Jensen 25.09.2018 - 08:57:

Hvordan laver jeg 6 kantmasker. Står ved halskanten

DROPS Design 25.09.2018 kl. 10:09:

Hei Hanne. Du legger opp masker som vanlig (masketallet inkluderer disse kantmaskene), så strikker du en omgang vrang. Videre strikkes mønsteret som forklart, men de ytterste 6 maskene i hver side strikkes i riller hele veien (altså de strikkes rett fra både retten og vrangen). Slik får du 1 stolpe i riller i hver side = åpningen på jakken. God fornøyelse

Marianne 16.02.2018 - 14:39:

Fantastisk idé med forskellige farvekombinationer! Bare der var det på flere modeller!

Jannie De Fondaumiere 08.01.2018 - 18:19:

Garnforbruget er fuldstændig fejlberegnet. Jeg måtte købe 2 ekstra nøgler af grundfarven (og det blev så ikke samme indfarvning), mens der blev hhv 2og 1 nøgler tilovers af de øvrige farver..... Herudover blev bærestykket uforholdsmæssigt langt ift resten af trøjen Min strikkefasthed passede hele vejen.

Malin Strömberg 26.12.2017 - 14:59:

Min svärmor har stickat denna fina modell (fast o andra färger) men garnåtgången verkar varit helt felberäknad. Det fattades minst två nystan av grundfärgen och det blev över av de färgerna som utgör ränder och stjärnor. På vår kofta blev det lite egen design av ärmarna utifrån vad som fanns kvar av garnerna. Så ska man göra denna kofta rekommendera att ha fler nystan av grundfärgen o färre av randfärgerna. Mvh

DROPS Design 27.09.2017 - 10:21:

Colour combinations shown are: A) DROPS Karisma 72, 45, 50 B) DROPS Karisma 72, 21, 16 C) DROPS Karisma 71, 40, 64 D) DROPS Karisma 77, 55, 54 E) DROPS Karisma 55, 11, 56 F) DROPS Karisma 55, 52, 54

Skrifaðu athugasemd um DROPS 180-21

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.