DROPS / 181 / 16

Winter Berries by DROPS Design

Settið samanstendur af: Peysu með hringlaga berustykki, marglitu norsku mynstri og A-formi, prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Handstúkum með marglitu norsku mynstri. Settið er prjónað úr DROPS Karisma.

DROPS Design: Mynstur u-823
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------
Í allt settið þarf ca:
400-450-500-550-600-650 g litur 44, ljós grár
50-50-50-100-100-100 g litur 48, vínrauður
50-50-50-100-100-100 g litur 72, ljós perlugrár
50-50-50-50-50-100 g litur 16, dökk grár
50-50-50-50-50-50 g litur 01, natur
50-50-50-50-50-50 g litur 13, kirsuberjarauður
-----------------------------------------------------------

PEYSA:
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS KARISMA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
350-400-450-500-550-600 g litur 44 ljós grár
50 g í allar stærðir í þessum litum:
litur 01, natur
litur 13, kirsuberjarauður
litur 16, dökk grár
litur 48, vínrauður
litur 72, ljós perlugrár

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 + 80 cm) NR 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 20 lykkjur og 26 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 4 – fyrir garðaprjón neðst niðri á fram- og bakstykki.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 3,5 – fyrir kant í hálsi og garðaprjón neðst niðri á ermum.
-----------------------------------------------------------

HANDSTÚKUR:
Stærð: S/M - M/L
Ummál: ca 18-20 cm. Lengd: ca 23 cm í báðar stærðir.
Efni:
DROPS KARISMA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
50-100 g litur 44, ljós grár
50 g í báðar stærðir i þessum litum:
litur 01, natur
litur 13, kirsuberjarauður
litur 16, dökk grár
litur 48, vínrauður
litur 72, ljós perlugrár

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 22 lykkjur og 30 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 2,5 – fyrir stroff.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (8)

100% Ull
frá 528.00 kr /50g
DROPS Karisma uni colour DROPS Karisma uni colour 528.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Karisma mix DROPS Karisma mix 528.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 6864kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

UPPHÆKKUN:
Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar = miðja að aftan. Byrjið frá réttu með ljós gráum og prjónið sléttar lykkjur þar til prjónaðar hafa verið 11-12-13-14-15-16 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið, herðið á bandi og prjónið 22-24-26-28-30-32 lykkjur brugðnar. Snúið, herðið á bandi og prjónið 33-36-39-42-45-48 lykkjur slétt, snúið, herðið á bandi og prjónið 44-48-52-56-60-64 lykkjur brugðnar. Snúið, herðið á bandi og prjónið 55-60-65-70-75-80 lykkjur slétt, snúið, herðið á bandi og prjónið 66-72-78-84-90-96 lykkjur brugðnar. Snúið, herðið á bandi og prjónið sléttar lykkjur að miðju að aftan.

ÚTAUKNING/ÚRTAKA:
Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 90 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 18) = 5.
Í þessu dæmi er aukið út á eftir 5. hverja lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist göt.
Ef fækka á lykkjum þá eru prjónaðar 4. og 5. hver lykkja slétt saman.

LEIÐBEININGAR (á við um marglitt mynstur):
Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á böndum aftan á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það strekkist á því.

MYNSTUR:
Peysa: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veljið mynstur fyrir rétta stærð.
Handstúkur: Sjá mynsturteikningu A.3.
Allt mynstrið er prjónað með sléttprjóni.
ÚTAUKNING-1 (á við um hliðar á fram- og bakstykki):
Allar útaukningar eru gerðar frá réttu!
Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðinn svo að ekki myndist gat.

ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi):
Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri).

ÚTAUKNING-2 (á við um op fyrir þumal):
Prjónið fram að lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.
Í næsta skipti sem aukið er út er prjónað þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 3 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Haldið svona áfram með útaukningu í 6. Hverri umferð, þ.e.a.s. aukið er út allan tímann að utanverðu við útauknu lykkjurnar.
----------------------------------------------------------

PEYSA:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjón ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stutta hringprjóna ofan frá og niður, skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf.

KANTUR Í HÁLSI:
Fitjið upp 90-94-98-102-106-110 lykkjur á hringprjón 3,5 með ljós gráum. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem auknar eru út 18-20-22-30-32-34 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 108-114-120-132-138-144 lykkjur í umferð. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan.

BERUSTYKKI:
Lesið LEIÐBEININGAR!
Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið 1 umferð slétt. Til að flíkin passi betur er prjónuð UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan. Þegar upphækkunin hefur verið prjónuð til loka er prjónað A.1 hringinn (= 36-38-40-44-46-48 mynstureiningar 3 lykkjur). Haldið svona áfram með mynstur og aukið jafnframt út í hverri umferð merktri með ör í A.1 eins og útskýrt er að neðan – lesið ÚTAUKNING/ÚRTAKA og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Í umferð með ör-1 er aukið út um 30-30-36-42-42-42 lykkjur jafnt yfir = 138-144-156-174-180-186 lykkjur.
Í umferð með ör-2 er aukið út um 24-27-30-33-36-36 lykkjur jafnt yfir = 162-171-186-207-216-222 lykkjur.
Í umferð með ör-3 er aukið út um 24-27-30-33-36-36 lykkjur jafnt yfir = 186-198-216-240-252-258 lykkjur.
Í umferð með ör-4 er aukið út um 20-26-28-28-30-36 lykkjur jafnt yfir = 206-224-244-268-282-294 lykkjur.
Í umferð með ör-5 er aukið út um 18-24-28-28-30-34 lykkjur jafnt yfir = 224-248-272-296-312-328 lykkjur.
Í umferð með ör-6 er aukið út um 16-16-16-16-16-24 lykkjur jafnt yfir = 240-264-288-312-328-352 lykkjur.
Í umferð með ör-7 er aukið út um 8-12-12-12-16-16 lykkjur jafnt yfir = 248-276-300-324-344-368 lykkjur.
Í umferð með ör-8 er aukið út um 8-12-12-12-16-16 lykkjur jafnt yfir = 256-288-312-336-360-384 lykkjur.
Í umferð með ör-9 er aukið út um 12-16-20-20-20-16 lykkjur jafnt yfir = 268-304-332-356-380-400 lykkjur.
Á eftir síðustu útaukningu mælist stykkið ca 24-25-26-28-30-32 cm frá uppfitjunarkanti mælt við miðju að framan.
Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina er prjónað með ljós gráum þannig: 41-44-49-52-58-62 lykkjur slétt (= ½ bakstykki), setjið næstu 52-64-68-74-74-76 lykkjur á band fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-10-14 nýjar lykkjur á prjóni (= í hlið undir ermi), prjónið 82-88-98-104-116-124 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 52-64-68-74-74-76 lykkjur á band fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-10-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið 41-44-49-52-58-62 lykkjur sem eftir eru slétt (= ½ bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað til loka hvort fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!

FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 180-192-216-228-252-276 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-10-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi á hvorri hlið. Byrjið umferð við eitt af prjónamerkjunum og prjónið A.2 hringinn (= 15-16-18-19-21-23 mynstureiningar 12 lykkjur). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónað sléttprjón með ljós gráum.
Þegar stykkið mælist 4 cm frá skiptingu er aukið út um 2 lykkjur á hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING-1 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 4 cm millibili alls 8 sinnum á hvorri hlið = 212-224-248-260-284-308 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 32-33-34-34-34-34 cm frá skiptingu. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið 8 umferðir garðaprjón. Fellið af með sléttum lykkjum, en til að affellingarkanturinn verði ekki stífur er fellt af með hringprjónum 4,5. Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður.

ERMI:
Setjið 52-64-68-74-74-76 lykkjur af bandi á annarri hlið á stykki á stutta hringprjóna 4,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 8-8-10-10-10-14 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi með ljós gráum = 60-72-78-84-84-90 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-10-14 lykkjurnar undir ermi. Byrjið umferð hér og prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan A.2A hringinn (= 5-6-6½-7-7-7½ mynstureiningar 12 lykkjur). Þegar A.2A hefur verið prjónað til loka er prjónað sléttprjón með ljós gráum. JAFNFRAMT í fyrstu umferð á eftir A.2A er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona alls 9-14-16-18-18-20 sinnum í S: Í 11. hverri umferð, í M: Til skiptis í 6. og 7. hverri umferð, í L: Til skiptis í 5. og 6. hverri umferð, í XL og XXL: Til skiptis í 4. og 5. hverri umferð og í XXXL: Til skiptis í 3. og 4. hverri umferð = 42-44-46-48-48-50 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 38-37-37-35-34-32 cm frá skiptingu. Skiptið yfir á sokkaprjón 3,5 og prjónið GARÐAPRJÓN hringinn – sjá skiptingu að ofan, í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði ekki stífur er fellt af með sokkaprjónum 4,5. Ermin mælist ca 42-41-41-39-38-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina alveg eins.
----------------------------------------------------------

HÆGRI HANDSTÚKA:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna.
Fitjið upp 52-56 lykkjur á sokkaprjón 2,5 með ljós gráum. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar). Þegar stroffið mælist 3 cm er prjónuð 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-11 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 42-45 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3,5 og prjónið A.3 hringinn (= 14-15 mynstureiningar 3 lykkjur). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Í umferð merktri með ör-10 í mynsturteikningu er aukið út um 0-3 lykkjur jafnt yfir = 42-48 lykkjur. Haldið áfram með A.3. Í umferð merktri með ör-11 er fækkað um 2-4 lykkjur jafnt yfir = 40-44 lykkjur. Haldið áfram með A.3.
JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 11-12 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við fyrstu lykkju í umferð – lesið ÚTAUKNING-2. Aukið svona út í 6. hverri umferð alls 4 sinnum (þ.e.a.s. allan tímann er aukið út utanverðu við útauknu lykkjurnar svo að það myndist gat fyrir þumal) = 48-52 lykkjur.
Á eftir síðustu útaukningu mælist stykkið ca 18-19 cm. Haldið áfram með mynstur. JAFNFRAMT í 1. Umferð á eftir síðustu útaukningu eru 9 lykkjur fyrir op á þumli settar á band, að auki eru fitjaðar upp 3 nýjar lykkjur á prjóninn yfir lykkjur á bandi = 42-46 lykkjur. Prjónið A.3 til loka. Skiptið yfir á sokkaprjón 2,5 og prjónið 1 umferð slétt þar sem auknar eru út 2 lykkjur jafnt yfir = 44-48 lykkjur. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að affellingarkanturinn verði ekki of stífur er hægt að fella af með sokkaprjón 3,5. Öll handstúkan mælist ca 23 cm í báðum stærðum.

ÞUMALL:
Setjið til baka 9 lykkjur af bandi á sokkaprjóna 3,5 og prjónið upp 7 nýjar lykkjur aftan við þumal með ljós gráum (þ.e.a.s. prjónið upp 1 lykkju í hverja af 3 lykkjum sem fitjaðar voru upp + 2 lykkjur hvoru megin við þessar 3 lykkjur) = 16 lykkjur. Prjónið 2 umferðir sléttprjón (passið uppá að prjóna þumalinn ekki of fast). Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 3-3½ cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.

VINSTRI HANDSTÚKA:
Prjónið eins og hægri handstúka, nema spegilmynd, þ.e.a.s. þegar aukið er út fyrir op fyrir þumal er aukið út hvoru megin við síðustu lykkju í umferð, í stað hvoru megin við fyrstu lykkju í umferð.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt. .

Yfirfarið á vefsvæði: 29.11.2018
Leiðrétting: BERUSTYKKI:..Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina er prjónað með ljós gráum þannig: 41-44-49-52-58-62 lykkjur slétt (= ½ bakstykki)

Mynstur

= ljós grár
= natur
= ljós perlugrár
= dökk grár
= vínrauður
= kirsuberjarauður
= útauknings/úrtökuumferð
= byrjið í þessari umferð í þinni stærðAthugasemdir (8)

Skrifa athugasemd!

Jacqueline 04.01.2019 - 16:11:

Hoe kan ik de hals van deze trui verhogen tot bijvoorbeeld de hoogte van de trui Night shades (DROPS design: Patroon u-874)?

DROPS Design 05.01.2019 kl. 13:01:

Dag Jacqueline,

Helaas is het voor ons niet mogelijk om patronen aan te passen naar persoonlijke wensen. Je kan de patronen naast elkaar leggen en kijken of je het aantal steken op kan zetten van het patroon uit Night Shades en dan kijken of je op een aantal steken voor de hals komt, zodat je op een gegeven moment verder kunt breien met dit patroon.

Renee Farquhar 25.12.2018 - 03:10:

Would it be possible to knit a rib for the cuffs and collars?

DROPS Design 02.01.2019 kl. 09:33:

Dear Mrs Farquhar, you may work rib on collar and cuffs, but make sure to adjust the number of sts so that the width will not be tighten because of the ribs. Happy knitting!

Britta 28.11.2018 - 19:02:

Pullover: Nach der letzten Zuhnahme -Pfeil 9- muss ich den MustersatzA1 doch erst zu Ende Stricken um dann mit Hellgrau und entsprechenden Maschen für die Größe fortzufahren?

DROPS Design 29.11.2018 kl. 13:06:

Liebe Britta, eine Korrektur wird hier bald gemacht, A.1 soll bis zur Ende gestrickt werden. Viel Spaß beim stricken!

Paola Bigatti 07.01.2018 - 10:17:

Eseguendo il corpo del maglione (che è bellissimo) ho notato alcuni errori. Di uno sono certa, degli altri ve lo segnalo come domanda. 1) Nella spiegazione dello sprone alla riga "sul ferro con la freccia 9" i conti non tornano...c'è scritto aumentare 6-10-14 ecc., INVECE , per ottenere il n. di maglie indicate dopo l'ultimo aumento bisogna aumentare SUL FERRO CON LA FRECCIA 9 AUMENTARE 12,16,20,20,20,16 maglie. Questo era l'errore di cui sono sicura.

DROPS Design 07.01.2018 kl. 12:35:

Buongiorno Paola, abbiamo corretto il testo, grazie per la segnalazione. Buon lavoro!

Marie Roters 20.10.2017 - 09:24:

Wie nehme ich gleichmäßig zu, wenn die Anzahl der zuzunehmenden Maschen nicht durch die Anzahl der vorhandenen Mädchen teilbar ist? Oder kann dort ein Fehler sein? Z.B. Bei der Zunahme mit dem Pfeil 2 in Größe s: 138 Maschen vorhanden 24 sollen zugenommen werden (5,75). Durch 23 wäre diese Zahl sehr schön teilbar (6). Ich habe jetzt versucht möglichst gleichmäßig abwechselnd alle 5 oder 6 Maschen zuzunehmen, aber das ist doch sehr umständlich und sieht nicht sehr gleichmäßig aus.

DROPS Design 20.10.2017 kl. 14:09:

Liebe Frau Roters, hier lesen Sie, wie man gleichmäßig verteilt ab- bzw zunimmt. Viel Spaß beim stricken!

LISE Utengen 30.07.2017 - 09:28:

Navn på plagget:Trollheimen

Jutta 25.07.2017 - 12:54:

Der Pullover sieht leger , eben locker-leicht, aus.

ANNA 08.06.2017 - 09:12:

Molto bello

Skrifaðu athugasemd um DROPS 181-16

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.