DROPS Baby / 29 / 17

Giggles in Pink by DROPS Design

Barna smekkur með köðlum, garðaprjóni og gatamynstri. Stykkið er prjónað úr DROPS BabyMerino.

Leitarorð: gatamynstur, kaðall,

DROPS Design: Mynstur bm-068-by
Garnflokkur A
-----------------------------------------------------------
Stærð: 1/9 - 9/18 mán
Mál: Lengd við miðju (mælt meðfram miðjulykkju): ca 16-19 cm
Efni:
DROPS BABY MERINO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
50 g litur 44, púður

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS PRJÓNAR NR 2,5 – eða þá stærð sem þarf til að 26 lykkjur og 34 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
DROPS KAÐLAPRJÓNN – fyrir kaðal.
DROPS PERLUTALA, bogalaga (hvít) NR 521: 1 st í báðar stærðir
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!


100% Ull
frá 524.00 kr /50g
DROPS Baby Merino uni colour DROPS Baby Merino uni colour 524.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Baby Merino mix DROPS Baby Merino mix 524.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 524kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.10. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.
----------------------------------------------------------

SMEKKUR:
Stykkið er prjónað fram og til baka ofan frá og niður.
Fitjið upp 7 lykkjur á prjóna 2,5 með Baby Merino. Setjið 1 prjónamerki í 4. lykkjuna (= miðju lykkja), látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu.
Prjónið þannig: 2 kantlykkjur með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1 (= 1 lykkja), prjónið 1 lykkju sléttprjón (= miðju lykkja), prjónið A.2 (= 1 lykkja) og endið með 2 kantlykkjum með garðaprjóni. Þegar A.1 og A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 35 lykkjur í umferð.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 2 kantlykkjur með garðaprjóni, prjónið A.3 (= 2 lykkjur), prjónið A.1A (= 12 lykkjur), prjónið A.4 (= 1 lykkja), 1 lykkja sléttprjón (= miðju lykkja), prjónið A.5 (= 1 lykkja), prjónið A.2A (= 12 lykkjur), prjónið A.6 (= 2 lykkjur), endið með 2 kantlykkjur með garðaprjóni.
Mynsturteikning A.1A og A.2A er endurtekið á hæðina til loka. Mynsturteikning A.3 og A.6 er endurtekið á hæðina innan við 2 kantlykkjur á hvorri hlið á stykki til loka. Aðrar lykkjur sem eftir eru, eru prjónaðar inn í mynstur eins og áður – sjá mynsturteikningu A.3A og A.6A.
Þegar A.4 og A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er næsta umferð prjónuð frá réttu þannig: Prjónið mynstur eins og áður þar til 9 lykkjur eru eftir á undan miðju lykkju, prjónið A.4A (= 8 lykkjur), prjónið A.7 (= 1 lykkja), 1 lykkja sléttprjón (= miðju lykkja), prjónið A.8 (= 1 lykkja, prjónið A.5A (= 8 lykkjur), prjónið mynstur eins og áður út umferðina. Mynsturteikning A.4A og A.5A er endurtekin á hæðina til loka.
Þegar A.7 og A.8 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er næsta umferð prjónuð frá réttu þannig: Prjónið mynstur eins og áður þar til 8 lykkjur eru eftir á undan miðju lykkju, prjónið A.7A (= 7 lykkjur), prjónið A.9 (= 1 lykkja), 1 lykkja sléttprjón (= miðju lykkja), prjónið A.10 (= 1 lykkja), prjónið A.8A (= 7 lykkjur), prjónið mynstur eins og áður út umferðina.
Mynsturteikning A.7A og A.8A er endurtekið á hæðina til loka.
Mynsturteikning A.9 og A.10 endurtekin á hæðina hvoru megin við miðju lykkju til loka. Aðrar lykkjur frá A.9 og A.10 eru prjónaðar eftir A.9A og A.10A til loka.
Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 15-18 cm, mælt meðfram miðju lykkju, passið uppá að síðasta umferðin sé frá röngu. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið af. Festið eina tölu á annan enda á smekknum (talan er hneppt í gegnum eitt af götunum innan við 2 kantlykkjur með garðaprjóni.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt. .

Yfirfarið á vefsvæði: 17.06.2019
Leiðrétting - Mynsturteikning A.2 hefur verið uppfærð

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= slétt frá röngu, brugðið frá réttu
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn
= Kaðall: Setjið 3 lykkjur á kaðlaprjón aftan við stykkið, 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur af slétt af kaðlaprjóni
= Kaðall: Setjið 3 lykkjur af kaðlaprjóni framan við stykkið, 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
= Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 2 lykkjur slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir
= engin lykkja, hoppið yfir þessa rúðuCaroline 18.09.2019 - 09:46:

Så fin! Kunne ønske dere laget video av fremgangsmåten her, fin måte for oss nybegynnere å lære ulike teknikker og lesing av diagram 🙏

Nina Almeland 07.06.2019 - 09:38:

Hei. Som jeg ser andre kommentere for lenge siden... skal ikke A2 speilvendes?? Og hva da med resten av på samme side??? Syns det har gått lang tid før dette er rettet...

DROPS Design 07.06.2019 kl. 10:15:

hei Nina. Ja, A.2 skal være en speilvendt versjon av A.1 (fletten i A.2 er riktig, men de rette og vrange maskene skal strikkes speilvendt av sånn de er nå). Vi har nå rettet diagrammet, og det vil bli lastet opp snarlig. Resten av diagrammene er korrekte. God fornøyelse

Anna 25.09.2018 - 12:13:

Hallo, könnten Sie bitte die Angaben der Diagramme prüfen? Ich habe A1 und A2 fertig gestrickt und wenn ich nun auf beiden Seiten von außen her li und re vergleiche, ist es unsymmetrisch. Und wenn ich nun mit A3 weiter stricke, geht es nach der Mittelmasche gar nicht auf sondern zerstört den Zopf. Gehe ich nach A5 und A2A habe ich 4 M nach der MiMa bevor der Zopf kommt. Im vorangehenden A2 sind es aber 5 Maschen. Danke

DROPS Design 25.09.2018 kl. 14:02:

Liebe Anna, Danke für den Hinweis, es sieht so aus, daß A.2 spiegelverkehr gestrickt soll, aber unser Designteam wird das mal prüfen.

Elise Taichmann 18.03.2018 - 16:47:

Das Video verlinkt hier "Abnehmen: Doppelte Abnahme mit Überzug" ist etwas irreführend, da die Maschen in dem Muster nicht zusammen gestrickt werden.

DROPS Design 19.03.2018 kl. 11:42:

Liebe Frau Taichmann, Danke für den Hinweis, dieses Video wurde gelöscht und die richtige ist jetst gelistet. Viel Spaß beim stricken!

Leena Saavalainen 29.09.2017 - 10:19:

Hei, kaaviot A1 ja A2 ovat identtiset, vaikka kaavion A2 kuuluisi olla peilikuva kaaviosta A1. Malli muuten oikein hyvä ja nopeatekoinen. T. Leena

PAULINE WONG 16.09.2017 - 16:42:

I believe there is an error in Chart A.2 I think it should be flipped over the vertical axis left /right. I did that and everything lined up after that. Beautiful pattern. Thanks.

Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 29-17

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.