DROPS / 176 / 8

Beach Day by DROPS Design

Toppur með gatamynstri, prjónaður neðan frá og upp úr DROPS Paris. Stærð S - XXXL.

Leitarorð: gatamynstur, peysur, toppar,

DROPS Design: Mynstur w-634
Garnflokkur C eða A + A
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
500-550-600-650-750-800 g litur 19, ljós gulur

DROPS HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur og 22 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á hæð.
DROPS HEKLUNÁL NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 14 stuðlar og 8,5 umferðir verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.

100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3080kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

PERLUPRJÓN:
UMFERÐ 1: Prjónið *1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðna *, endurtakið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, 1 lykkja slétt.
UMFERÐ 2: Prjónið sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur.
Endurtakið umferð 2.

ÚTAUKNING:
Aukið út um 1 lykkju með því að slá uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðinn svo að ekki myndist gat. Útauknu lykkjurnar eru prjónaðar með sléttprjóni.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stykkið er prjónað í 2 stykkjum og saumað saman í lokin.

BAKSTYKKI:
Fitjið upp 71-77-83-93-103-113 lykkjur á hringprjóna 5 með Paris. Prjónið 4 umferðir PERLUPRJÓN – sjá skýringu að ofan.
Prjónið nú mynstur frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju með GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan, prjónið 23-26-29-34-39-44 lykkjur sléttprjón, byrjið á 13.-9.-7.-3.-1.-29. umferð í mynsturteikningu og prjónið A.1 (= 23 lykkjur), prjónið 23-26-29-34-39-44 lykkjur sléttprjón, 1 kantlykkja með garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka, í næstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING. Aukið svona út í 4. hverri umferð 0-0-0-8-12-14 sinnum og í annarri hverri umferð 23-23-24-10-3-0 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í lok næstu 2 umferða eru fitjaðar upp 10-9-7-9-9-7 nýjar lykkjur fyrir ermar = 137-141-145-147-151-155 lykkjur.
Prjónið nú mynstur frá réttu þannig:
Prjónið 2 kantlykkjur með perluprjóni, prjónið A.2 (= 7 lykkjur), prjónið sléttprjón og A.1 eins og áður þar til 9 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið A.2 og endið með 2 kantlykkjum með perluprjóni. Þegar stykkið mælist 40-42-43-45-46-48 cm og ein heil mynstureining A.1 hefur verið prjónuð til loka á hæðina á að fækka lykkjum fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Prjónið mynsturteikningu A.3 yfir mynstur A.1, prjónið eins og áður yfir hinar lykkjurnar, JAFNFRAMT á að fella af miðju lykkjuna fyrir hálsmáli eins og útskýrt er í mynsturteikningu (A.3 skiptist nú og sýnir mynstur hvoru megin við hálsmál, gatamynstur A.3 er prjónað 1 sinni, prjónið síðan sléttprjón). Fellið lykkjurnar af í hverri umferð frá hálsi þannig: Fellið af 2 lykkjur 8 sinnum í öllum stærðum og 1 lykkja 2-3-3-4-4-5 sinnum = 50-51-53-53-55-56 lykkjur fyrir öxl. Prjónið hina öxlina alveg eins.

FRAMSTYKKI:
Fitjið upp og prjónið eins og bakstykki.

FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma með lykkjuspori. Saumið ermasauma. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. Endurtakið á hinni hliðina.

HÁLSMÁL:
Heklið með heklunál 5 kant í kringum hálsmál þannig: Heklið 1 fastalykkja ofan á öxl, * heklið 1 loftlykkju, hoppið yfir ca 1 cm, 1 fastalykkja *, endurtakið frá *-* í kringum allan kantinn, endið með 1 loftlykkju og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun umferðar. Klippið frá og festið enda.

Mynstur

= Rétt lykkja frá réttu, brugðin lykkja frá röngu
= Sláið 1 sinni uppá prjóninn á milli 2 lykkja. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður brugðinn svo að það myndist gat
= Prjónið 2 lykkjur slétt saman
= Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjuna yfir lykkjuna sem var prjónuðUlrike 22.06.2019 - 10:07:

Liebes team ich verstehe die anleitung zur zunahme nicht, ich striche den pilli für größe L, es ist leider sehr unverständlich beschriben, bitte helft mir , vielen lieben dank

DROPS Design 24.06.2019 kl. 07:26:

Liebe Ulrike, in Größe L nehmen Sie 1 Masche beidseitig (= 2 Zunahmen pro Reihe) insgesamt 24 Mal in jeder 2. Reihe = 48 Maschen zugenommen + 83 M = 131 Maschen. Dann schlagen Sie am Ende jeder der nächsten 2 Reihe (=Hin + Rückreihe) 7 Masche 1 Mal = 131 + 14 = 145 M. Viel Spaß beim stricken!

Adejong 25.03.2019 - 17:35:

L.S., Ik stelde de vraag verkeerd, ik moet maat M breien maar ze is langer dan 1.70 m... De totaal lengte van de trui moet worden 60 cm. maar wel maat M... kan ik het patroon dan gewoon aanpassen of langer maken... vrgr

DROPS Design 28.03.2019 kl. 13:56:

Dag Adejong,

Als je het lijf hoger wilt hebben vanaf de boord tot waar de armsgaten beginnen dan zou je even een herberekening kunnen maken m.b.v. je proeflapje. Als je weet hoeveel naalden er in 10 cm gaan, dan kun je uitrekenen om de hoeveel naalden je zou moeten meerderen om op jouw gewenste hoogte te komen. Op die manier blijft de diagonale lijn in de zijnaden behouden. Je kan er ook voor kiezen om nog een aantal naalden tricotsteek te breien, maar dan komt er een knik in die diagonale lijn.

A De Jong 24.03.2019 - 11:13:

L.S., Na de boord en de 46 naalden is mijn rugpand pas 20 cm hoog... Maar ik zou nu moeten gaan meerderen voor de mouw. Kan ik nog even tricotsteek (patroonsteek) blijven breien tot aan ca 25-27 cm zodat ik voor de lengte beter uitkom en daarna meerderen voor de mouw? De maat is M maar het lijf moet langer Volgens mij is de hals van het voorpand lager dan voor het rugpand, maar dit blijkt niet uit het patroon. Heel graag hoor ik van u.

DROPS Design 25.03.2019 kl. 08:58:

Dag A De Jong,

Als je nog niet op de juiste hoogte bent dan klopt waarschijnlijk de stekenverhouding in de hoogte niet. Je kan nog een stukje doorbreien, maar als je dat zonder meerderingen doet, dan krijg je wel een beetje een andere lijn in de zijnaad (wat op zich geen probleem is, maar even iets om rekening me te houden, mocht je dit niet willen).

Verder is het voorpand hetzelfde als het achterpand bij de hals. (De tkening komt helaas niet altijd 100% overeen.)

Mercedes 19.06.2017 - 09:42:

La espalda y el delantero son iguales? En el dibujo no lo parece y el delantero una vez tricotado parece muy escotado, espero que después con el ganchillos se embeba.

DROPS Design 24.06.2017 kl. 12:41:

Hola Mercedes. La espalda y el delantero se trabajan de la misma manera. Comprueba la tensión del tejido y las medidas del escote según el patrón. Te recomiendo controlar la tensión de los puntos más externos hacia al escote para que no queden muy flojos.

Regina 03.05.2017 - 13:52:

Er staat: Meerder zo elke 4e naald 0-0-0-8-12-14 keer en elke 2e naald 23-23-24-10-3-0 keer. Wordt daarmee bedoelt dat gewoon elke naald op de goede kant gemeerdert wordt of dat elke 2e naald op de goede kant (dus eigenlijk elke 4 naalden) gemeerdert moet worden. En dan wordt het aantal steken tussen de kantsteek en het patroon A.1 ook steeds 1 meer? Klopt dit of maak ik nu een fout? Alvast bedankt.

DROPS Design 03.05.2017 kl. 14:35:

Hallo Regina, Als er staat elke 4e naald, dan wordt met die 4 naalden alle naalden bedoeld, dus zowel de heengaande als de teruggaande naald. Hopelijk is het zo duidelijk en kun je nu weer verder.

Bernari 31.03.2017 - 13:35:

Bonjour, sur le croquis du modèle l'encolure devant et dos est différente ; mais dans les explications, seule l'encolure dos est expliquée et encore je pense que c l'encolure devant. Merci de me répondre

DROPS Design 31.03.2017 kl. 15:04:

Bonjour Mme Bernari, le schéma est un standard, l'encolure est la même pour le devant et pour le dos. Bon tricot!

Agnès 23.03.2017 - 17:05:

Bonjour, je voudrais que vous me confirmiez que les rangs pairs du diagramme A1 sont bien les rangs tricotés à l'envers et que l'on voit à l'endroit sur celui-ci. merci pour votre réponse

DROPS Design 23.03.2017 kl. 17:23:

Bonjour Agnès, 1 case blanche du diagramme = 1 m jersey end, soit à l'end sur l'end et à l'env sur l'env. Aux rangs envers, on va ainsi tricoter les mailles du diagramme à l'envers. Bon tricot!

Rosalie Warner 17.01.2017 - 18:05:

LOVE!

Anne Sørensen 14.01.2017 - 10:49:

Selv om det er en gammel model, syntes jeg fortsat at den er super. Har den i flere farver 👍

Claudia 06.01.2017 - 21:22:

Sueños de verano

Skrifaðu athugasemd um DROPS 176-8

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.