DROPS / 175 / 15

Astoria by DROPS Design

Heklaður toppur með hringlaga berustykki og gatamynstri, heklaður ofan frá og niður úr DROPS Paris. Stærð S - XXXL.

DROPS Design: Mynstur w-623
Garnflokkur C eða A + A
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS PARIS frá Garnstudio
450-500-550-600-650-700 g litur 38, kóral

DROPS HEKLUNÁL NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 14 stuðlar og 8,5 umferðir eða 14 tvíbrugðnir stuðlar og 5,5 umferðir verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (29)

100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2772kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

HEKLLEIÐBEININGAR:
Í byrjun hverrar umferðar með stuðlum er fyrsta stuðli skipt út fyrir 3 loftlykkjur. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju.
Í byrjun hverrar umferðar með tvíbrugðnum stuðlum er fyrsta tvíbrugðna stuðli skipt út fyrir 4 loftlykkjur. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju.
Í byrjun á hverri umferð með þríbrugðnum stuðlum er fyrsta þríbrugðna stuðli skipt út fyrir 5 loftlykkjur. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 5. loftlykkju.

ÚTAUKNING (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 84 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 24) = 3,5. í þessu dæmi þá er aukið út til skiptis á eftir ca 3. og 4. hverja lykkju.

ÚRTAKA:
Fækkið um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla saman þannig: * Bregðið bandinu 1 sinni uppá prjóninn, stingið heklunálinni í gegnum næsta stuðul, sækið bandið, bregðið bandinu 1 sinni um heklunálina og dragið bandið í gegnum 2 fyrstu lykkjurnar á heklunálinni *, endurtakið frá *-* einu sinni til viðbótar, bregðið bandinu 1 sinni um heklunálina og dragið bandið í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 stuðull færri).

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2 (A.1a og A.2a sýna hvernig umferðin byrjar og endar). Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Toppurinn er heklaður í hring ofan frá og niður.

BERUSTYKKI:
Byrjið með heklunál 5 og Paris, heklið 100-103-109-115-121-124 loftlykkjur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð = miðja að aftan. Heklið 4 loftlykkjur (= 1 tvíbrugðinn stuðull) – LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja og eina af næstu 3-0-0-0-0-3 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja og eina af næstu 5 loftlykkjum *, endurtakið frá *-* 15-16-17-18-19-19 sinnum til viðbótar = 84-86-91-96-101-104 tvíbrugðnir stuðlar. Heklið 1 umferð með tvíbrugðnum stuðlum og aukið út um 24-30-29-32-31-40 tvíbrugðnum stuðlum jafnt yfir – LESIÐ ÚTAUKNING (jafnt yfir) = 108-116-120-128-132-144 tvíbrugðnir stuðlar.
ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
Setjið 4 prjónamerki í stykkið án þess að hekla þannig:
Setjið 1. prjónamerki eftir 8-9-10-11-11-13 nýja tvíbrugðna stuðla. Setjið 2. prjónamerki eftir 38-40-40-42- 44-46 nýja tvíbrugðna stuðla, 3. prjónamerki eftir 16-18-20-22-22-26 nýja tvíbrugðna stuðla og 4. prjónamerki eftir 38-40-40-42-44-46 nýja tvíbrugðna stuðla. Nú eru 8-9-10-11-11-13 tvíbrugðnir stuðlar eftir við miðju að aftan.

Heklið mynstur A.1b (veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. A.1 sýnir hvernig umferðin byrjar og endar). JAFNFRAMT er aukið út um tvíbrugðna stuðla jafnt yfir 38-40-40-42-44-46 lykkjurnar á hvorri hlið. Lykkjufjöldinn á milli 2 prjónamerkja fyrir miðju að framan og við miðju að aftan við háls er stöðugur (= 16-18-20-22-22-26 lykkjur). Aukið út eftir mismunandi stærðum þannig:

Stærð S og M:
Aukið út 14-17 lykkjur hvoru megin við 2. og 5. umferð í A.1b, síðan er aukið út um 16-18 lykkjur í 6.-8. hverri umferð = 196-220 lykkjur. ATH: Sjá umferð merkta með ör þegar berustykki er lokið í mismunandi stærðum.

Stærð L, XL, XXL og XXXL:
Aukið út 14-16-18-19 lykkjur hvoru megin við 2., 5. og 8. hverri umferð í A.1b, síðan er aukið út um 16-16-20-21 lykkjur hvoru megin við 9.-9.-11.-11. umferð í A.1b = 236-256-280-300 lykkjur.
ATH: Sjá umferð merkta með ör þegar berustykki er lokið í mismunandi stærðum.

Heklið næstu umferð í öllum stærðum þannig:
ATH: Í stærð S og XL er heklað um loftlykkjurnar í stað í loftlykkjurnar.
Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja og eina af fyrstu 27-30-32-35-39-43 lykkjum, heklið 4-4-6-6-6-8 loftlykkjur undir ermi, hoppið yfir 44-50-54-58-62-64 lykkjur fyrir ermi, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja og eina af næstu 54-60-64-70-78-86 lykkjum, heklið 4-4-6-6-6-8 loftlykkjur undir ermi, hoppið yfir 44-50-54-58-62-64 lykkjur fyrir ermi, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja og eina af næstu 27-30-32-35-39-43 lykkjum sem eftir eru í umferð. Stykkið mælist ca 17-18-20-21-23-25 cm mælt frá kanti í hálsi og niður á hæðina.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 116-128-140-152-168-188 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Heklið 1 þríbrugðinn stuðul í hverja lykkju. Þegar stykkið mælist 5 cm er aukið út um 4-12-0-8-12-12 þríbrugðna stuðla jafnt yfir = 120-140-140-160-180-200 þríbrugðnir stuðlar. Klippið frá. Til að mynstrið verði staðsett samhverft við miðju að framan og við miðju að aftan á toppnum er byrjunin á umferðinni færð til þannig: Hoppið yfir fyrstu 15-5-5-15-5-15 þríbrugðnu stuðlana í umferð og festið endann með 1 fastalykkju í næsta þríbrugðna stuðul. Byrjið á 2. umferð í mynsturteikningu og heklið A.2a (sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), heklið A.2b (= 6-7-7-8-9-10 mynstureiningar).
Í síðustu umferð í mynsturteikningu er aukið út um stuðla. Til að mynstrið verði samhverft við miðju framan og aftan á stykkinu, verður að auka út um jafn marga stuðla á hvorri hlið. Aukið út um 20 stuðla á hvorri hlið jafnt yfir á milli miðju að aftan og sólfjöður í mynstri við miðju framan á toppnum. Aukið út um 40 stuðla jafnt yfir í öllum stærðum = 160-180-180-200-220-240 stuðlar. Heklið síðan 2. umferð í A.2a og A.2b (= 8-9-9-10-11-12 mynstureiningar í umferð). Þegar mynsturteikningin hefur verið hekluð til loka á hæðina er hekluð 2. og 3. umferð 1 sinni til viðbótar. Stykkið mælist ca 62-63-65-66-68-69 cm frá kanti í hálsi við miðju að framan og niður. Klippið frá og festið enda.

KANTUR Í HÁLSI:
Byrjið við miðju að aftan í hnakka og festið enda með 1 fastalykkju.
Heklið 1 fastalykkju í hverja loftlykkju, en heklið bara í loftlykkjur sem þar sem stuðlar eru heklaðir í = 84-86-91-96-101-104 fastalykkjur. Klippið frá og festið enda.

KANTUR Á ERMUM:
Byrjið við miðju undir ermi og heklið 4 loftlykkjur (= tvíbrugðinn stuðull). Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja lykkju og heklið 3 tvíbrugðna stuðla um ystu lykkju í skiptingunni á milli berustykkis og fram- og bakstykkis JAFNFRAMT er fækkað um 13-15-16-14-12-11 tvíbrugðna stuðlar jafnt yfir í umferð – LESIÐ ÚRTAKA = 41-45-50-56-62-67 tvíbrugðnir stuðlar. Klippið frá og festið enda.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt. .

Yfirfarið á vefsvæði: 09.04.2018
Þessi uppskrift hefur verið skrifuð aftur að öllu leiti, einnig er ný mynsturteikning og mál.
Yfirfarið á vefsvæði: 03.04.2019
Leiðrétting: BERUSTYKKI:..Stærð S og M: Aukið út 14-17 lykkjur hvoru megin við 2. og 5. umferð í A.1b, síðan er aukið út um 16-18 lykkjur í 6.-8. hverri umferð = 196-220 lykkjur. ATH: Sjá umferð merkta með ör þegar berustykki er lokið í mismunandi stærðum. Stærð L, XL, XXL og XXXL:
Aukið út 14-16-18-19 lykkjur hvoru megin við 2., 5. og 8. hverri umferð í A.1b, síðan er aukið út um 16-16-20-21 lykkjur hvoru megin við 9.-9.-11.-11. umferð í A.1b = 236-256-280-300 lykkjur.

Mynstur

= 1 loftlykkja
= 1 fastalykkja um loftlykkjuboga
= 1 fastalykkja í lykkju
= 1 stuðull í lykkju
= 1 tvíbrugðinn stuðull í lykkju
= 1 stuðull um loftlykkju
= 1 picot: 3 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju
= 6 loftlykkjur
= umferðin byrjar með 3 loftlykkjum og endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju
= umferðin byrjar með 4 loftlykkjum og endar með 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju
= umferðin byrjar með 1 loftlykkju og endar með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju, heklið eftir það keðjulykkjur fram að fyrsta loftlykkjuboga
= umferðin byrjar með 1 loftlykkju og endar með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju
= þessi umferð hefur nú þegar verið hekluð, byrjið í næstu umferð
= í þessari umferð er aukið út jafnt yfir - sjá útskýringu í uppskrift
= 1 tvíbrugðinn stuðull um loftlykkjuZara Pemberton 07.04.2019 - 19:10:

How many balls of wool does this require?

DROPS Design 07.04.2019 kl. 19:42:

Dear Zara, depending on the size you want to make, this piece needs between 9-14 piece of 50 gramms balls of DROPS Paris yarn. Happy Crafting!

Joyce Pierik 03.04.2019 - 16:49:

Ik de beschrijving staat in de 2de toer haak 1 dubbel stokje in elk van de volgende 3-0-0-0-0-3 lossen, * sla 1 losse over, haak 1 dubbel stokje in elk van de volgende 5 lossen *, wat wordt er bedoeld met 3-0-0-0-0-3? Graag uw hulpm

DROPS Design 04.04.2019 kl. 08:08:

Dag Joyce,

De reeks getallen met streepjes ertussen slaan op de maten; dus 3 is voor maat S, 0 is voor maat M, enzovoort.

Amy 03.04.2019 - 03:09:

I am confused about the "double double" crochet stitch as listed in the yoke section. Can you please describe how to do this stitch?

DROPS Design 05.04.2019 kl. 19:00:

Dear Amy! I think you mean 'double treble crochet'. Please see the video: HERE. Happy crocheting!

Theres 29.03.2019 - 10:10:

Diagram och skiss saknas på svenska

Monica 27.03.2019 - 13:18:

Hei. Jeg får ikke maskeantallet til å stemme med økningene på bærestykket. Det står at jeg, i str. M skal ha 220 masker når jeg er ferdig med økningene men jeg har bare 216. Det står at jeg skal øke over de 40 maskene i hver side, på 2. og 5. omg 34 masker og 36 masker på 6.-8. omg. 40+34+34+36+36+36 er 216 masker. Jeg vil da få for lite masker da jeg skal dele inn i bol og ermer. Hva er det jeg ikke har fått med meg?

DROPS Design 03.04.2019 kl. 09:32:

Hei Monica. Her var det en feil i maskeantallet: Du øker 17 masker i hver side (totalt 34 masker) på omgang 2 og 5, og du øker 18 masker i hver side (totalt 36 masker) på omgang 8. Dette er nå blitt rettet i oppskriften. Du vil da ha de 116 maskene fra før + 34 + 34 + 36 = 220. God fornøyelse

Nadja Brolin 14.03.2019 - 19:30:

Hej Var finns diagrammet till detta mönster? Hälsningar Nadja Brolin

DROPS Design 18.03.2019 kl. 10:32:

Hej. Du hittar det längst ner på sidan, precis över måttskissen. Lycka till!

Trinidad Madera Méndez 15.02.2019 - 23:34:

Como puedo saber cual es mi talla?? El tema de las tallas es complicado ya que no todas las prendan no coinciden en la talla y medidas Muchas gracias

DROPS Design 16.02.2019 kl. 19:32:

Hola Trinidad. Bajo cada patrón tienes un diagrama con las medidas de la prenda. Allí puedes consultar qué talla deberías trabajar. Si estás entre dos tallas, elige siempre la talla más grande.

Ida Christine 11.07.2018 - 22:35:

Hei! Jeg undrer litt på maskeantallet. Jeg har kommet til starten av bolen. Der står det i M at det skal være 128 masker. Jeg har nå 156 masker etter å ha fulgt økningen til størrelsen M. Får ikke dette helt til å stemme. Har delt opp til armene, og hvis jeg trekker i fra de 18 maskene foran og bak, er det kun 120 masker. Hva er det jeg har gjort feil ?

DROPS Design 16.07.2018 kl. 15:18:

Hei Ida Christine. Du har heklet dobbbelstaver i 30 masker, lagt opp 4 lm under ermet, heklet 60 dobbelstaver, og lagt opp 4lm under det andre ermet, heklet 30 dobbelstaver. Altså, det er 60 masker mellom hver gang du legger opp masker under ermet: 30 + 4 + 60 + 4 + 30 = 128 masker. God fornøyelse.

Seauve 09.07.2018 - 23:47:

Je suis perplexe avec ce patron. Cela ne correspond pas du tout avec l'image. L'empiècement (selon diagramme 1) indique alternance DB + ajouré en B. Puis le dos et devant 5cm en B. L'image montre l'empiècement alternance B + ajouré en B et le dos/avant en DB... C'est normal ?

DROPS Design 10.07.2018 kl. 08:46:

Bonjour Mme Seauve, les explications correspondent au modèle avec la tension indiquée, pensez à bien faire votre échantillon au préalable et n'hésitez pas à ajuster la taille du crochet et/ou le modèle selon votre goût si vous le souhaitez. Bon crochet!

Ingrid 11.05.2018 - 08:45:

Hittar inte diagrammet.....

Skrifaðu athugasemd um DROPS 175-15

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.