DROPS / 176 / 12

Amandine by DROPS Design

Prjónaður toppur með gatamynstri og gatakanti, prjónaður neðan frá og upp úr DROPS Cotton Merino. Stærð S - XXXL.

Leitarorð: gatamynstur, toppar,

DROPS Design: Mynstur cm-059
Garnflokkur B
----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS COTTON MERINO frá Garnstudio (tillheyrir garnflokki B B)
300-300-350-400-400-450 g litur 04, bleikfjólublár

DROPS HRINGPRJÓNAR (40 + 80 cm) NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 21 lykkjur og 28 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.

50% Ull, 50% Bómull
frá 570.00 kr /50g
DROPS Cotton Merino uni colour DROPS Cotton Merino uni colour 570.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3420kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

ÚRTAKA-1:
Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), prjónið 2 lykkjur slétt saman.

ÚRTAKA-2:
Fækkið lykkjum innan við A.2/A.3 á hvorri hlið. Öll úrtaka er gerð frá réttu!
Fækkið lykkjum á undan A.3 þannig: Byrjið 1 lykkju á undan A.3: Prjónið síðustu lykkjuna með sléttprjóni og fyrstu lykkjuna í A.3 slétt saman.
Fækkið lykkjum á eftir A.2 þannig: Takið síðustu lykkjuna í A.2 óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið næstu lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjuna yfir lykkjuna sem var prjónuð.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna upp að handveg, síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka hvort fyrir sig.

Fitjið upp 198-214-230-250-274-302 lykkjur á hringprjóna 4 með Cotton Merino. Prjónið mynstur A.1.
Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað með sléttprjóni. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, 1 í byrjun umferðar og 1 eftir 99-107-115-125-137-151 lykkjur (= hliðar). Þegar stykkið mælist 6 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki á hlið (= 4 lykkjur færri) – LESIÐ ÚRTAKA-1. Fækkið lykkjum með 5-5-5½-5½-6-6 cm millibili alls 7 sinnum = 170-186-202-222-246-274 lykkjur. Þegar stykkið mælist 40-41-42-43-44-45 cm prjónið GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan, yfir 12-16-16-24-28-40 lykkjur á hvorri hlið (= 6-8-8-12-14-20 lykkjur hvoru megin við hvort prjónamerki, þær lykkjur sem eftir eru halda áfram með sléttprjóni. Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir með garðaprjóni á hlið er næsta umferð prjónuð þannig: Fellið af fyrstu 2-4-4-8-10-16 lykkjurnar, prjónið 81-85-93-95-103-105 lykkjur slétt, fellið af næstu 4-8-8-16-20-32 lykkjurnar, prjónið 81-85-93-95-103-105 lykkjur slétt og fellið af síðustu 2-4-4-8-10-16 lykkjurnar. Prjónið nú fram- og bakstykki til loka fram og til baka hvort fyrir sig.

BAKSTYKKI:
= 81-85-93-95-103-105 lykkjur. Prjónið síðan þannig, fyrsta umferðin er prjónuð frá röngu: A.3, byrjið á 2. umferð í mynstri (frá vinstri hlið í mynsturtexta) (= 10 lykkjur), prjónið sléttprjón þar til eftir eru 10 lykkjur og endið með A.2, byrjið á 2. umferð í mynstri (frá vinstri hlið í mynsturtexta) (= 10 lykkjur). Í næstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju á hvorri hlið, lykkjum er fækkað innan við A.2 og A.3 – LESIÐ ÚRTAKA-2. Fækkið lykkju í annarri hverri umferð (hverri umfer frá réttu) alls 3-5-6-7-8-9 sinnum = 75-75-81-81-87-87 lykkjur. Þegar stykkið mælist 44-46-47-49-50-52 cm (úrtöku er nú lokið) prjónið áfram frá réttu þannig: A.2, A.4 þar til 11 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju sléttprjón og A.3. Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er haldið áfram frá réttu þannig: A.2, A.5 A (= 7 lykkjur), A.5 B yfir næstu 42-42-48-48-54-54 lykkjurnar, A.5 C (= 6 lykkjur), endið með A.3. Haldið áfram með þetta mynstur þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm, fellið af miðju 31-31-35-35-39-39 lykkjurnar. Hvor öxl er nú prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju frá hálsi = 21-21-22-22-23-23 lykkjur eftir á hvorri öxl. ATH: Lykkjurnar sem ekki ganga jafnt upp í mynstri við háls við úrtöku eru prjónaðar með sléttprjóni.
Fellið af þegar stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm.

FRAMSTYKKI:
= 81-85-93-95-103-105 lykkjur. Prjónið eins og bakstykki þar til stykkið mælist 52-54-56-57-59-61 cm = 75-75-81-81-87-87 lykkjur. Setjið nú miðju 25-25-29-29-33-33 lykkjurnar á band og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í byrjun hverrar umferðar frá hálsi þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkju 2 sinnum = 21-21-22-22-23-23 lykkjur eftir á öxl – ATH: Þær lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri við háls þegar fellt er af eru prjónaðar með sléttprjóni. Haldið áfram með mynstur eins og áður. Fellið af þegar stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm. Endurtakið á hinni öxlinni.

FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma, saumið kant í kant í ystu lykkjuna til að sleppa við þykkan saum.

HÁLSMÁL:
Prjónið upp 80 til 100 lykkjur í kringum háls (meðtaldar lykkjur á bandi) á stutta hringprjóna 4. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan, fellið síðan af með sléttum lykkjum.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt. .

Yfirfarið á vefsvæði: 02.06.2017
Mynsturteikning A.3 hefur verið uppfærð

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= brugðið frá réttu, slétt frá röngu
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
= 2 lykkjur slétt saman frá réttu og frá röngu
= sláið uppá prjóninn á milli 2 lykkja
= sláið 2 sinnum uppá prjóninn á milli 2 lykkja, í næstu umferð er fyrri uppslátturinn prjónaður slétt, sá seinni er látinn falla niður.
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir þær lykkjur sem prjónaðar voru slétt saman.
= fellið af eina lykkju
= prjónið 2 lykkjur slétt í 1 lykkju (frá réttu og frá röngu)


Isabelle 24.05.2019 - 08:25:

Bonjour je voudrais savoir si se modèle peux se faire au crochet merci

DROPS Design 24.05.2019 kl. 08:33:

Bonjour Isabelle, ce modèle existe uniquement en version tricot, vous trouverez ici tous nos modèles de hauts au crochet. Bon crochet!

Anastasia 05.02.2018 - 15:03:

Hallo, ich bin an der Stelle, an der man das Muster A.4 1* in der Höhe stricken soll. An den Seiten wird A.2/A.3 gestrickt. Diese haben eine Höhe von 4 Reihen aber A.4 hat eine Höhe von 6 Reihen. Wenn ich mit A4 fertig bin fange ich mit A.5 an. Dann fehlen aber 2 Reihen von A.2/A.3 für den schönen Rand. Ist das richtig? Schöne Grüße Anastasia

DROPS Design 05.02.2018 kl. 16:52:

Liebe Anastasia, wenn A.2 in der Höhe gestrickt wird, von der 1. Reihe wiederholen. Und nach A.4 stricken Sie A.5 über die Maschen von A.4 (A.2 weiter stricken und in der Höhe widerholen). Viel Spaß beim stricken!

Nagore 28.01.2018 - 21:23:

Este patron que se teje en circular no entiendo porque en el diagrama A1 se diferencia si esta en el derecho o revés del patrón. O es solo ounto derecho y puntos revés?

DROPS Design 31.01.2018 kl. 20:22:

Hola Nagore. Las abreviaturas son iguales para todos los diagramas. A.1 se teje en redondo. A partir del diagrama A.2 se trabajan de ida y vuelta. A.1 se lee de la siguiente manera: fila 1: derecho; fila 2: revés; fila 3: derecho; fila 4: revés; fila 5: derecho; fila 6: 2 puntos juntos de derecho, 1 hebra; fila 7: derecho; fila 8: revés.

Genevieve Foo 07.09.2017 - 10:05:

Thanks very much for the video help. I've also written down the instructions on paper to keep myself in check as I always lost mid way into the pattern.

Genevieve Foo 05.09.2017 - 15:51:

Thanks for getting back to me. After I've started on the 1st row of the wrong side, do I follow on the 3rd row of the pattern or start on 1st row of the pattern?

DROPS Design 06.09.2017 kl. 08:29:

Dear Mrs Foo, you will find below a video showing how to work A.3 and A.5. Happy knitting!

Genevieve Foo 05.09.2017 - 02:12:

Hi. I've just began to knit the back. Started 1st row which is the wrong side. However, I'm lost as to how to decrease on the 2nd row which is the right side. Any videos on how to do the decrease? If not, can advise the steps? Thanks.

DROPS Design 05.09.2017 kl. 08:32:

Dear Mrs Foo, you will decrease before A.3 with K2 tog: knit the last st in st st and first st in A.3 tog. And you will dec after A.2 with slip 1,k1, psso: Slip the last st in A.2, K first st in st st, psso. See DECREASE TIP-2 and videos showing how to decrease at the bottom of the pattern page. Happy knitting!

Sonja 29.07.2017 - 19:49:

Hej! Sitter här med min mamma som förtvivlat grubblar över A.2 och A.3 . Jag tycker inte heller att det är tydligt hur det går till med avmaskningen och att få rätt maskantal. Hon får alltid en maska för mycket eftersom det är så lätt att maska av två maskor och sedan sticka 4 räta efter man har lyft över andra maskan för avmaskningen - och då blir det ju en maska för mycket. Hade gärna sätt en tydligare beskrivning i diagrammet.

Cecilel 05.03.2017 - 21:18:

The instructions on the back peice is not making sense to me. the first row is a purl (wrong side) the next is A.3 for 10 stitiches stockinette the 10 stitches A.2 (right side) The next row from right side decrease 1 stitch......in reality this is NOT the right side but the wrong side row according to the instructions so I am very confused.

DROPS Design 06.03.2017 kl. 10:09:

Dear Cecilel, when working 1st row on back piece from WS, work A.3 from 2nd row in diagram (= K4, P2, K2, P2 (= 10 sts)), then A.2 from 2nd row in diagram (= P2, K2, P2, knit 2 sts in next st, K2 tog, 1 double YO, knit 2 sts in 1 st). Happy knitting!

Anne N Granum 01.03.2017 - 14:37:

Hei. Jeg strikker Amandine strikket topp m hullmønster. Har kommet frem til der man deler til bak og fremstykke. Det står at man skal starte med A3 på andre pinne i mønstret .... fra venstre, ok, men da kommer de maskene man skal felle (kryssene i diagram) utenfor arbeidet. Kan jo ikke felle innenfor A3 eller A2 ??? Hjelp meg...

DROPS Design 01.03.2017 kl. 16:13:

Hej Anna. Nej, du tager jo ud i anden pind (paa vrangen) ved at lave de ekstra masker, saa naar du kommer til fjerde pind (vrangen), saa starter du hver gentagelse af A.3 med at lukke 2 masker af og du har det samme antal m per gentagelse som i förste p.

Rita 25.01.2017 - 01:07:

Das Model Amandine wird fälschlich beschrieben als von oben nach unten gestricktes Top....

DROPS Design 25.01.2017 kl. 09:19:

Liebe Rita, Danke für den Nachricht, Korrektur wird bald gemacht. Viel Spaß beim stricken!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 176-12

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.