DROPS Extra / 0-1348

Jolly Good Mates by DROPS Design

Heklaður jólasveinn og hreindýr fyrir jólin úr DROPS Cotton Light.

Leitarorð: jól, jólaskraut, Jólasveinn,

DROPS Design: Mynstur nr cl-069
Garnflokkur B
----------------------------------------------------------
JÓLASVEINN:
Mál (ofan frá á húfu og niður að skeggi): ca 9 cm.
Efni:
DROPS COTTON LIGHT frá Garnstudio
50 g nr 21, ljós beige
50 g nr 01, natur
50 g nr 32, rauður
+ afgangur af svörtu fyrir augu

HREINDÝR:

Mál (þvermál á höfði): ca 4½ cm.
Efni:
DROPS COTTON LIGHT frá Garnstudio
50 g nr 21, ljós beige
50 g nr 22, brúnn
+ afgangur af svötu fyrir augu
+ afgangur af rauðu fyrir nef

DROPS HEKLUNÁL NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 22 fl x 2 umf verði 10 x 10 cm.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (0)

50% Bómull, 50% Polyester
frá 330.00 kr /50g
DROPS Cotton Light uni colour DROPS Cotton Light uni colour 330.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 990kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

LITASKIPTI:
Þegar skipt er um lit er heklað þannig: Heklið síðustu l með fyrri litnum, bíðið með að draga bandið í gegn, skiptið yfir í næsta lit og heklið dragið bandið í gegn í lokin, heklið síðan næstu l.
----------------------------------------------------------

JÓLASVEINN:
Stykkið er heklað fyrst í hring, síðan er húfan hekluð fram og til baka.

Byrjið með heklunál nr 3 og natur, heklið 5 ll og tengið daman í hring með 1 kl.
UMFERÐ 1: Heklið 2 ll, skiptið yfir í ljós beige og heklið 1 ll, haldið áfram með 6 st um ll-hringinn, en látið natur þráðinn liggja yfir lykkjurnar í ll-hringnum þannig að það er heklaður st með ljós beige um ll-hringinn og natur litinn. Skiptið yfir í natur – LESIÐ LITASKIPTI, klippið ljós beige þráðinn frá og haldið áfram þannig: Heklið 2 st um ll-hringinn, 1 ll, 4 tbst um ll-hringinn, 1 ll, 2 st um ll-hringinn. Endið umf með 1 kl í 3. ll í byrjun umf.
ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
Klippið frá. Heklið 1 hluta til viðbótar alveg eins án þess að klippa frá.
Saumið nokkur spor fyrir augu á annarri hliðinni (= framhlið) – saumið með svörtum þræði í stykkið með ljós beige (= andlit) – sjá mynd. Heklið nú stykkin 2 saman: Leggið stykkin saman með bakhlið að bakhlið og haldið síðan áfram með 2. umf natur með því að hekla í gegnum bæði stykkin þannig:
UMFERÐ 2: Heklið 1 ll, heklið 2 fl í næstu l, 1 fl í hverja og eina af næstu 4 l, 2 fl í næstu l. Heklið nú skeggið þannig: Heklið 1 fl í næstu l, * 3 ll, 1 kl í fyrstu ll (af 3 ll), 1 kl í næstu l *, endurtakið frá *-* 7 sinnum til viðbótar, heklið 3 ll, 1 kl í fyrstu ll (af 3 ll), 1 fl í næstu l, endið umf með 1 kl í 1. ll í umf og heklið 1 kl í næstu fl.

Skiptið yfir í rautt. Heklið síðan húfuna fram og til baka:
UMFERÐ 1: Heklið 2 ll, 1 hst í sömu l eins og síðasta kl, 1 fl í hverja og eina af næstu 6 fl, 1 hst í næstu l, snúið stykkinu.
UMFERÐ 2: Heklið 1 ll, hoppið yfir næstu fl, 1 fl í hverja og eina af næstu 5 l, 1 hst í næstu l, snúið stykkinu.
UMFERÐ 3: Heklið 2 ll, hoppið yfir 1 fl, 1 fl í hverja og eina af næstu 4 fl, 1 hst í næstu l, snúið stykkinu.
UMFERÐ 4: Heklið 2 ll, hoppið yfir 1 fl, 1 fl í hverja og eina af næstu 3 fl, 1 hst í næstu l, snúið stykkinu.
UMFERÐ 5: Heklið 2 ll, hoppið yfir 1 fl, heklið 1 fl í næstu l, en bíðið með að draga bandið í gegn, heklið eina fl í næstu l, en þegar draga á bandið í gegn í lokin er það dregið í gegnum allar l á heklunálinni, 1 hst í næstu l, snúið stykkinu.
UMFERÐ 6: Heklið 2 ll, hoppið yfir 1 fl, heklið 1 fl í síðustu l í umf, snúið stykkinu.
UMFERÐ 7: Skiptið yfir í natur. Heklið 3 ll, heklið 1 st í næstu fl, en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin, heklið 1 st til viðbótar í sömu l, en þegar draga á bandið í gegn í lokin er það dregið í gegnum allar l á heklunálinni, heklið 1 ll og herðið á bandinu, klippið frá en látið vera eftir ca 15 cm fyrir lykkju. Festið enda og gerið síðan lykkju ca 5 cm. Klippið frá og festið enda.

HREINDÝR:
Stykkið er heklað í hring.
Byrjið með heklunál nr 3 og ljós beige, heklið 4 ll og tengið í hring með 1 kl.
UMFERÐ 1: Heklið 3 ll, heklið 12 st um ll-hringinn og endið með 1 kl í 3. Ll í byrjun umf.
UMFERÐ 2: Heklið 1 ll, * heklið 1 fl í hverja og eina af næstu 2 st, 2 fl í næsta st *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar, heklið 1 hst í næsta st, 2 st í næsta st, 2 tbst í næsta st, 2 st í næst st, 1 hst í næsta st, 2 fl í næsta st, endið umf með 1 kl í fyrstu ll. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Klippið frá og heklið 1 stykki til viðbótar alveg eins.
Saumið nokkur spor fyrir augu á aðra hliðina (= framhlið) – saumið með svörtu – og saumið nokkur spor með rauðu fyrir nef. Heklið stykkin 2 saman: Leggið stykkin saman með röngu inn og haldið síðan áfram með umf 3 með því að hekla í gegnum bæði stykkin þannig:
UMFERÐ 3: Heklið 1 ll, 2 fl í næstu l, 1 fl í hverja og eina af næstu 4 fl, 2 fl í næstu l, heklið 3 ll, 1 st í fyrstu ll (af þeim 3 ll), 1 kl í sömu l (= eyra), heklið * 1 fl í næstu l, 2 fl í næstu l *, endurtakið frá *-* 5 sinnum til viðbótar, heklið 3 ll, 1 st í fyrstu ll (af 3 ll), 1 kl í sömu l (= eyra), endið umf með 1 kl í fyrstu ll í byrjun umf.
Klippið frá og festið enda.
Heklið nú horn þannig:
Byrjið frá réttu með brúnu og í 2. fl frá síðustu kl sem hekluð var í umf 3. Heklið 5 ll og 1 tbst í sömu fl, snúið stykkinu og heklið 3 ll, 1 st í tbst frá fyrri umf, 3 ll og 1 kl í sama tbst, heklið 2 ll, 1 hst í 5. ll í byrjun fyrri umf. Klippið nú frá og festið enda. Heklið annað horn alveg eins, en nú er byrjað frá röngu í 2. fl frá hinu eyranu.
Lykkja:
Klippið þráð ca 20 cm. Festið enda á toppinn á höfðinu á hreindýrinu þannig að lykkjan verði ca 7 cm löng. Klippið frá og festið alla enda.

There are no comments to this pattern yet! Leave yours below.

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1348

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.