DROPS Extra / 0-1347

Season's Treats by DROPS Design

Prjónaðir jólasveinar og jólatré: Flöskuhulstur á tappa með garðaprjóni og sléttprjóni úr DROPS Nepal. Þema: Jól

DROPS Design: Mynstur nr ne-237
Garnflokkur C eða A + A
----------------------------------------------------------
JÓLASVEINAR:
Mál: Hæð eftir frágang: ca 11 cm. Ummál: ca 10 cm.
Efni:
DROPS NEPAL frá Garnstudio
50 g nr 3608, djúp rauður
50 g nr 0206, ljós beige

JÓLATRÉ:
Mál:
Lítið jólatré: Hæð: ca 8 cm. Ummál: ca 10 cm.
Stórt jólatré: Hæð: ca 10 cm. Ummál: ca 10 cm.
Efni:
DROPS NEPAL frá Garnstudio
50 g nr 8906, skógur
Afgangur frá jólasveini, litur nr 0206, ljós beige

DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 20 l x 27 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
Fylgihlutir: 5 vínflösku korktappar og 2 tréperlur ca 1 cm fyrir nef.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (2)

65% Ull, 35% Alpakka
frá 550.00 kr /50g
DROPS Nepal uni colour DROPS Nepal uni colour 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Nepal mix DROPS Nepal mix 572.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1100kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*.

RENDUR-1 (lítið jólatré):
Allar umf sem prjónaðar eru sl eru prjónaðar með ljós beige.
Allar umf sem prjónaðar eru br eru prjónaðar með skógarlit

RENDUR-2 (stórt jólatré):
Allar umf sem prjónaðar eru sl eru prjónaðar með skógarlit.
Allar umf sem prjónaðar eru br eru prjónaðar með ljós beige.
----------------------------------------------------------

JÓLASVEINAR:
Prjónið 2 alveg eins jólasveina, nema í mismunandi litasamsetningum. Skegg er sett á jólasveina pabba í lokin.

JÓLASVEINA MAMMA:

BÚKUR:
Prjónað er í hring á sokkaprjóna.
Fitjið upp 20 l á sokkaprjóna nr 3,5 með djúp rauðum, skiptið l jafnt á 4 sokkaprjóna. Prjónið 1 umf br, 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið síðan þannig:
Prjónið * 2 umf slétt með ljós beige, 1 umf sl með djúp rauðum *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar og prjónið 2 umf slétt með ljós beige. Prjónið síðan 4 umf garðaprjón með djúp rauðum. Haldið síðan áfram með húfuna.

HÚFA:
Skiptið yfir í ljós beige og prjónið 1 umf slétt. Næsta umf er prjónuð þannig: 8 l br, 5 l sl, snúið við (ATH! Herðið á bandi þegar snúið er við svo að ekki myndist gat) og prjónið 5 l br til baka, snúið við og prjónið br yfir síðustu 12 l í umf. Prjónið 2 umf garðaprjón. Skiptið yfir í djúp rauðan og prjónið 1 umf slétt. Í næstu umf er fækkað um 1 l í byrjun á hverjum sokkaprjóni með því að prjóna 2 fyrstu l slétt saman (4 l færri) = 16 l. Endurtakið úrtöku í 8. Hverri umf þar til 4 l eru eftir. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær l sem eftir eru og festið vel.

DÚSKUR OG NEF:
Gerið 1 lítinn dúsk þannig: Vefjið einn þráð beige ca 7 sinnum utan um 3 fingur, hnýtið enda fast um miðjuna. Klippið lykkjurnar á hvorri hlið þannig að dúskurinn mælist ca 1½ cm að þvermáli. Festið dúskinn efst á húfuna og saumið hann niður í aðra hlið á húfunni með litlu spori. Saumið eina trékúlu fyrir nef undir kant á húfu, þar sem prjónað er fram og til baka. Fyllið toppinn á húfunni með smá afgangs garni og dragið jólasveininn yfir vínflösku korktappa.

JÓLASVEINA PABBI:
Prjónið alveg eins og jólasveina mamma, nema skiptið um lit á búknum. Öll húfan er prjónuð með djúp rauðum.
Skegg: Klippið einn þráð ljós beige ca 7 cm og dragið utan um eina lykkju í neðrikanti á ljós beige kanti undir nefi – látið bandið hanga laust niður á hvorri hlið á lykkju. Festið 2 þræði til viðbótar alveg eins. Deilið upp endana þannig að það myndist kögur og klippið skeggið í óskaða lengd.
----------------------------------------------------------

JÓLATRÉ:
Prjónið 1 lítið jólatré með röndum úr skógarlit, 1 stórt jólatré með röndum úr ljós beige og 1 einlitt jólatré með skógarlit.

LÍTIÐ JÓLATRÉ MEÐ RÖNDUM:
Prjónið í hring á sokkaprjóna.
Fitjið upp 20 l á sokkaprjóna nr 3,5 með ljós beige, skiptið l jafnt á 4 sokkaprjóna – LESIÐ RENDUR-1! Prjónið 1 umf br, 3 umf sl, 1 umf br. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið síðan þannig: Prjónið * 1 umf slétt þar sem fækkað er um 1 l í byrjun á hverjum sokkaprjóni með því að prjóna fyrstu 2 l slétt saman (= 4 l færri), 2 umf sl, 1 umf br, 3 umf sl, 1 umf br *, endurtakið frá *-* þar til 4 l eru eftir. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær l sem eftir eru og festið vel. Fyllið toppinn á jólatrénu með smá afgangs garni og dragið jólatréð yfir vínflösku korktappa.

STÓRT JÓLATRÉ MEÐ RÖNDUM:
Prjónið í hring á sokkaprjóna.
Fitjið upp 20 l á sokkaprjóna nr 3,5 með skógarlit, skiptið l jafnt á 4 sokkaprjóna – LESIÐ RENDUR-2! Prjónið 1 umf br, * 3 umf sl, 1 umf br *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar. ATHUGIÐ PRJÓNFESTU! Prjónið síðan þannig: Prjónið * 1 umf sl þar sem fækkað er um 1 l í byrjun á hverjum sokkaprjóni með því að prjóna fyrstu 2 l slétt saman (= 4 l færri), 2 umf sl, 1 umf br, 3 umf sl, 1 umf br *, endurtakið frá *-* þar til 4 l eru eftir. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær l sem eftir eru og festið vel. Fyllið toppinn á jólatrénu með smá afgangs garni og dragið jólatréð yfir vínflösku korktappa.

STÓRT JÓLATRÉ, EINLITT:
Prjónið eins og stórt jólatré með röndum, nema án þess að skipta um lit.

Gisele 02.11.2018 - 13:23:

Such a fun pattern! Thank you for sharing!

Teresa 19.11.2017 - 01:58:

Salve, con le quantità di filato indicate, quanti babbo e alberi di natale riuscirei a fare?grazie '

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1347

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.