DROPS Extra / 0-1343

Joyous Break by DROPS Design

Prjónuð og þæfð flöskuhulstur úr DROPS Eskimo. Þema: Jól

DROPS Design: Mynstur nr ee-580
Garnflokkur E eða C + C
----------------------------------------------------------
Mál:
Húfa fyrir þæfingu: Ummál að neðan: 38 cm. Hæð ca 30 cm.
Húfa eftir þæfingu: Ummál: ca 30 cm. Hæð ca 19 cm.
Efni:
DROPS ESKIMO frá Garnstudio
100 g nr 56, jólarauður
100 g nr 46, milligrár
50 g nr 53, ljós grár
50 g nr 01, natur

Efnið dugar í 2 húfur, eina í hvorum lit og skegg fyrir báðar húfurnar.

DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 8 – eða þá stærð sem þarf til að 11 l x 15 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
Eftir þæfingu: 14 l x 24 umf.
DROPS HEKLUNÁL NR 5 – fyrir ll-boga til að festa skeggið.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (1)

100% Ull
frá 484.00 kr /50g
DROPS Eskimo uni colour DROPS Eskimo uni colour 484.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Eskimo mix DROPS Eskimo mix 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Eskimo print DROPS Eskimo print 594.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2904kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

RENDUR:
Prjónið * 1 umf milligrár, 2 umf jólarauður *, endurtakið frá *-* til loka.
----------------------------------------------------------

JÓLASVEINAHÚFA:
Stykkið er prjónað í hring.
Fitjið upp 42 l á sokkaprjóna nr 8 með jólarauðum. Prjónið 1 umf br. Prjónið 2 umf slétt. Prjónið nú sléttprjón og RENDUR – sjá skýringu að ofan, JAFNFRAMT þegar prjónaðar hafa verið 4 umf með röngum, prjónið næstu umf með jólarauðum þannig: * Prjónið 2 l slétt saman, sláið uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* umf hringinn – Í næstu umf eru allar l og uppslátturinn prjónaður slétt með jólarauðum þannig að það myndist gat! ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið síðan áfram með rendur, JAFNFRAMT í næstu umf með jólarauðum er fækkað um 3 l jafnt yfir = 39 l. Endurtakið úrtöku í 3. hverri umf þar til 6 l eru eftir í umf. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær l sem eftir eru og festið vel. Húfan mælist ca 30 cm.

LYKKJUR:
Heklið lykkjur til að festa skeggið með jólarauðum með heklunál nr 5. Snúið húfunni þannig að heklaðir séu ll-bogar frá innan verðri húfunni þannig: * Heklið 1 fl um fyrstu/næstu 2 l sem prjónaðar voru slétt saman í gataumferðina, heklið 8 ll *, endurtakið frá *-* hringinn um hekluðu umf og endið með 1 kl í fyrstu fl = 21 lykkja. Klippið frá og festið enda.

Prjónið aðra jólasveinahúfu, en í gagnstæðum litum (milligrár með rauðum röndum).

ÞÆFING:
Þræðið plastpoka í gegnum alla ll-bogana að innanverðu á húfunni, þannig að ll-bogarnir þæfist ekki saman. Þræðið einnig lítinn poka í gegnum toppinn á húfunni (þar sem l eru dregnar saman) og hnýtið einn hnút – þá er einfaldara að festa dúskinn efst á húfuna eftir þæfingu. Setjið húfuna í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna saman með handklæði. Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu án forþvottar. Eftir þvott er húfan formuð til á meðan hún er enn rök. Síðar er stykkið þvegið eins og venjuleg ullarflík.

SKEGG:
Festið kögur í ll-bogana að innanverðu á húfunni eftir þæfingu. 1 kögur = klippið 4 þræði ca 18 cm með natur. Leggið þræðina saman tvöfalda og þræðið lykkjunni í gegnum ll-bogann. Þræðið endana í gegnum lykkjuna. Festið 1 kögur í annan hvern ll-boga yfir 5 ll-boga. Klippið síðan skeggið að óskaðri lengd og form. Til að skeggið verði fallegra, bleytið það, klemmið vatnið úr og látið þorna.

DÚSKAR:
Gerið einn þéttan dúsk ca 5 cm að þvermáli með natur fyrir rauðu jólasveinahúfuna með milligráu röndunum og einn dúsk með jólarauðum fyrir milligráu jólasveinahúfuna með rauðu röndunum. Festið dúskana efst á jólasveinahúfurnar.
Gerið 2 litla og þétta dúska ca 4 cm með ljós gráum og festið einn dúsk við uppfitjunarkantinn á hvora húfu fyrir nef.

Marilyn Couch 27.08.2018 - 19:52:

The pattern incorrectly calls for 6 skeins of yarn. 1 red, 1 gray, and 1 white is enough to make 2 hats.

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1343

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.