DROPS Extra / 0-1287

Warm Apricot by DROPS Design

Heklaður DROPS topp úr Safran með gatamynstri og laskalínu. Heklaður ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.

DROPS Design: Mynstur nr e-243
Garnflokkur A
----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS SAFRAN frá Garnstudio
350-350-400-450-500-550 g nr 13, kóral

DROPS HEKLUNÁL NR 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 22 st x 12 umf verði 10 x 10 cm.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (43)

100% Bómull
frá 374.00 kr /50g
DROPS Safran uni colour DROPS Safran uni colour 374.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2618kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1.

HEKLLEIÐBEININGAR:
Í hverri umf með st er fyrsta st skipt út fyrir 3 ll, umf endar með 1 kl í 3. ll frá byrjun umf.
Í hverri umf með fl er fyrstu fl skipt út fyrir 1 ll, umf endar með 1 kl í 1. ll frá byrjun umf.

ÚTAUKNING-1:
Aukið út um 1 st með því að hekla 2 st í sama st.

ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki):
Heklið þar til 3 st eru eftir á undan prjónamerki, heklið 2 st í næsta st (= 1 st fleiri), heklið 1 st í hvern og einn af næstu 4 st (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa l), heklið 2 st í næsta st (= 1 st fleiri).

LASKALÍNA:
Aukið er út fyrir laskalínu hvoru megin við A.1.
Aukið út um 2 st á UNDAN A.1 þannig: Heklið þar til 2 st eru eftir á undan A.1, heklið 2 st í hvern og einn af næstu 2 st (= 2 l fleiri).
Aukið út um 2 s á EFTIR A.1 þannig: Heklið 2 st í hverja og eina af fyrstu 2 st á eftir A.1 (= 2 st fleiri).

Aukið út um 1 st á UNDAN A.1þannig: Heklið þar til 1 st er eftir á undan A.1, heklið 2 st í næsta st (= 1 st fleiri).
Aukið út um 1 st á EFTIR A.1 þannig: Heklið 2 st í fyrsta st á eftir A.1 (= 1 st fleiri).
Aukið er mismunandi út á fram- og bakstykki og ermar eins og skýrt er frá í mynstri.

ÚRTAKA:
Heklið þar til 4 st eru eftir á undan prjónamerki, heklið næstu 2 st saman þannig: Heklið 1 st í næsta st, en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin (= 2 l á heklunálinni), heklið 1 st í næsta st, en þegar draga á bandið í gegn í lokin er það dregið í gegnum allar l á heklunálinni – nú hefur fækkað um 1 st, heklið 1 st í hvern og einn af 4 næstu st (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa l), heklið næstu 2 st saman (= 1 st færri).
----------------------------------------------------------

BERUSTYKKI:
Stykkið er heklað í hring, ofan frá og niður. Heklið 161-166-171-176-181-186 ll með heklunál nr 3,5 með Safran. Heklið næstu umf þannig: Heklið 1 st í 4. ll frá heklunálinni (= 2 st) – LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 1 st í hverja og eina af næstu 2 ll, * hoppið yfir 1 ll, 1 st í hverja og eina af næstu 4 ll *, endurtakið frá *-* = 128-132-136-140-144-148 st.

Heklið nú næstu umf þannig: Heklið 1 st í hvern og einn af fyrstu 18-19-20-21-22-23 st JAFNFRAMT er aukið út um 4-5-5-6-7-8 st jafnt yfir – LESIÐ ÚTAUKNING-1 – (= hálft bakstykki), A.1 yfir næstu 11 st, 2 st í næsta st, 1 st í hvern og einn af næstu 4 st, 2 st í næsta st, A.1 yfir næstu 11 st (= ermi), 1 st í hvern og einn af næstu 36-38-40-42-44-46 st JAFNFRAMT er aukið út um 8-10-10-12-14-16 st jafnt yfir (= framstykki), A.1 yfir næstu 11 st, 2 st í næsta st, 1 st í hvern og einn af næstu 4 st, 2 st í næsta st, A.1 yfir næstu 11 st (= ermi), 1 st í hvern og einn af síðustu 18-19-20-21-22-23 st JAFNFRAMT er aukið út um 4-5-5-6-7-8 st jafnt yfir. Á framstykki og á bakstykki eru nú 44-48-50-54-58-62 st og á ermi eru A.1, 8 st og A.1. Í næstu umf er aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá skýringu að ofan.

AUKIÐ ÚT Á FRAMSTYKKI OG Á BAKSTYKKI ÞANNIG: Aukið út um 2 st í hverri umf alls 3-4-7-9-13-16 sinnum, síðan 1 st í hverri umf alls 12-12-10-9-6-5 sinnum.
AUKIÐ ÚT Á ERMUM ÞANNIG: Aukið út um 2 st í hverri umf alls 0-0-1-3-4-4 sinnum, síðan 1 st í hverri umf alls 15-16-16-15-15-17 sinnum. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!

Þegar A.1 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina, endurtakið A.1a yfir A.1. Eftir allar útaukningar eru 80-88-98-108-122-136 st á framstykki og á bakstykki, á ermi er A.1, 38-40-44-50-54-58 st og A.1. Stykkið mælist ca 14-15-16-17-18-19 cm.
Næsta umf er hekluð þannig: Heklið 1 st í hvern og einn af fyrstu 40-44-49-54-61-68 st, heklið 8 ll (= undir ermi), setjið 1 prjónamerki mitt á milli nýju ll, hoppið yfir: A.1a og 38-40-44-50-54-58 st og A.1a (= ermi), heklið 1 st í hvern og einn af næstu 80-88-98-108-122-136 st, 8 ll (= undir ermi), setjið 1 prjónamerki mitt á milli nýju ll, hoppið yfir: A.1a og 38-40-44-50-54-58 st og A.1a (= ermi), heklið 1 st í hvern og einn af næstu 40-44-49-54-61-68 st = 160-176-196-216-244-272 st og 16 ll. Setjið 1 prjónamerki í stykkið, HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Látið þetta prjónamerki verða eftir í stykkinu, hin prjónamerkin fylgja með stykkinu.
Haldið áfram með 1 st í hvern st þar til stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm (mælt frá prjónamerki. Stykkið mælist alls ca 46-48-50-52-54-56 cm frá kanti í hálsi. Heklið 1 kant í kringum toppinn þannig: Heklið * 1 fl í fyrsta/næsta st, 4 ll, hoppið yfir ca 1 cm *, endurtakið frá *-* í kringum allan toppinn. Klippið frá og festið enda.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Heklið 1 st í hvern st, 1 st í hvera ll og A.1a eins og áður. Nú eru 88-96-106-116-130-144 st á milli prjónamerkja á bakstykki. Þegar stykkið mælist 3 cm (mælt frá prjónamerki) fækkið um 1 st hvoru megin við hvert prjónamerki á hæð (= 4 l færri) – LESIÐ ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu með 4-4-3½-4½-4½-4½ cm millibili 3-3-4-3-3-4 sinnum til viðbótar = alls 160-176-192-216-244-268 st. Þegar stykkið mælist 17-18-19-20-21-22 cm (mælt frá prjónamerki) aukið út um 1 st hvoru megin við hvert prjónamerki (= 4 st fleiri) – LESIÐ ÚTAUKNING-2. Endurtakið útaukningu með 1½ cm millibili 6-6-7-6-6-7 sinnum til viðbótar = 188-204-224-244-272-300 st. Haldið áfram með 1 st í hvern st þar til stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm (mælt frá prjónamerki). Stykkið mælist alls ca 46-48-50-52-54-56 cm frá kanti í hálsi. Heklið 1 kant í kringum toppinn þannig: Heklið * 1 fl í fyrsta/næsta st, 4 ll, hoppið yfir ca 1 cm * , endurtakið frá *-* endurtakið í kringum allan toppinn. Klippið frá og festið enda.

KANTUR Á ERMI:
Ermin er hekluð í hring, ofan frá og niður. Byrjið á að hekla mitt undir ermi þannig: Heklið 1 fl í 5. ll af 8 ll sem heklaðar voru í handveg á fram- og bakstykki. Heklið 3 ll (= 1 st). Heklið síðan með 1 st í hverja og eina af næstu 3 ll, A.1a eins og áður, 1 st í hverja og eina af næstu 38-40-44-50-54-58 st, A.1a eins og áður, 1 st í hverja og eina af 4 ll undir ermi, endið með 1 kl í 3. ll í byrjun umf. Heklið 1 st í hvern st og A.1a þar til hekluð hefur verið 1 heil mynstureining af A.1a til loka. Heklið síðan 1 st í hvern st, heklið A.1b yfir A.1a = 68-70-74-80-84-88 st. Í næstu umf er heklaður 1 st í hvern st JAFNFRAMT er fækkað um 12 st jafnt yfir = 56-58-62-68-72-76 st. Heklið 1 st í hvern st þar til kantur á ermi mælist ca 4 cm. Heklið * 1 fl í fyrsta/næsta st, 4 ll, hoppið yfir ca 1 cm *, endurtakið frá *-* í kringum alla ermina. Klippið frá og festið enda. Heklið kant á ermi í kringum hina ermina.

HÁLSMÁL:
Byrjið við miðju að framan. Heklið 1 ll, * 1 fl í fyrsta/næsta st, 4 ll, hoppið yfir ca 1 cm *, endurtakið frá *-* umf í kringum allan hálsinn, endið með 1 kl í fyrstu ll, passið vel uppá að kanturinn verði ekki of stífur.

Mynstur

= ll
= fl í st
= fl um ll-boga
= st í st
= st um ll-boga
= Kúla: Heklið st-hóp með 4 st í sama st: * Heklið 1 st, en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin *, endurtakið frá *-* 3 sinnum til viðbótar í sama st, bregðið bandinu um heklunálina, dragið bandið í gegnum alla l á heklunálinni.
= fyrsta umf er útskýrð í uppskrift


Tove 06.05.2019 - 11:35:

Udtaningerne til raglan forstår jeg ikke, skal der være 2 masker på ryg og forstyk og 1 på ærme ( i hver side.

DROPS Design 06.05.2019 kl. 13:04:

Hei Tove. Du øker på hver side an A.1, og du øker enten 1 eller 2 staver. Jeg antar du strikker størrelse L - i så fall stemmer det du sier. Du hekler slik: På for og bakstykket begynner du med å øke 2 staver ved A.1, på hver omgang, dette gjør du totalt 7 ganger. Etter det går du over til å øke 1 stav, og dette gjør du hver omgang totalt 10 ganger. Samtidig som du øker på for- og bakstykket, øker du på ermene, slik: øk 2 staver 1 gang, og så går du over til å øke 1 stav og dette gjør du hver omgang totalt 16 ganger. Du har altså økt totalt 17 ganger på hver side av A.1, men du har ikke alltid økt like mange masker på hver side. God fornøyelse

Renske Bruijel 19.02.2019 - 11:32:

Graag zou ik verder met mijn haakwerk. Helaas heb ik nog geen atwoord op mijn vraag. Is het mogelijk die te beantwoorden of ben ik te ongeduldig. Dank en groet, RMB

Lainscak Annie 19.02.2019 - 10:53:

Merci beaucoup

Lainscak Annie 16.02.2019 - 21:35:

Bonsoir J'ai une petite incompréhension pour le raglan. vous ne dites pas combien de fois doit on augmenter de mailles de chaque coté du point A1 et si il faut alterner des doubles augmentations avec des simples. Merci d'avance de votre réponse

DROPS Design 18.02.2019 kl. 09:53:

Bonjour Mme Lainsack, on va augmenter différemment en fonction de la taille et des manches ainsi: devant et dos: 3-16 x 2 brides tous les tours puis 12-5 x 1 b tous les tours et sur les manches: 0-2 x 2 b tous les tours et 15-17x 1 b tous les tours. Bon crochet!

Renske Bruijel 14.02.2019 - 12:33:

Wat ik niet begrijp: gezien van patroon XL voor de mouw A1-11-A! is 20 steken. Dan meerderen: 3x 2st en 15x 1 st. Is totaal 41 st. Volgens de beschrijving heeft de mouw nu 50 steken. Ik pieker me suf waar die andere 9 st dan vandaan komen. Kunt u me uit de nood helpen? Dank en groet, RMB

DROPS Design 07.03.2019 kl. 22:35:

Dag Renske,

Op het voor- en achterpand zijn er 50 steken (niet de mouw) en op elke mouw A.1(11 st), 8 steken en A.1(11 st.). 2 keer A.1 plus 8 steken is 30 steken ipv 20 steken.

Emma 29.10.2018 - 15:37:

Hallo, ich bin bei der 3. Runde und häkel Gr. M. Ich häkel die 3. Runde nach der Anleitung die unter "RAGLANZUNAHMEN" steht 2x um die Runde zu schließen. Wenn ich dann die 4. Runde nach Anleitung häkel (Absatz "WIE FOLGT AM VORDER-...") komme ich nicht auf je 88 Stb. bzw. 40 Stb. an den Ärmeln, sondern auf insgesamt 12 Stb mehr. Warum? Muss ich beide Runden zu einer kombinieren? Viele Grüße, Emma

DROPS Design 29.10.2018 kl. 16:15:

Liebe Emma, nach der 1. Zunahme haben Sie 12 Maschen zugenommen und wenn alle Zunahmen fertig sind, dann bekommen Sie 88 Stb für Vorder- & Rückenteil und 40 M für jeden Ärmel. Viel Spaß beim häkeln!

Anna Ludlow 09.08.2018 - 20:24:

I'm struggling with the increases in the yoke. I'm making the XXL size, but if I do the increases as written I end up with 136 stitches instead of 122. I'm not sure where the extra 14 stitches are coming from. Do the increases before A1 count as the inc on the front and back pieces?

DROPS Design 10.08.2018 kl. 08:23:

Dear Mrs Ludlow, before inc for raglan, there are 58 sts on front and back piece, you increase 2 sts at the beg/end of piece x 13 (= 4 stsx13=52 sts inc) + 1 st at the beg/end of piece x 6 (=2 stsx6=12 sts inc): 58+52+16= 122 sts. Happy crocheting!

Janni 27.06.2018 - 22:29:

Jeg har svært ved at se på arbejdet. Om hvad der høre til forstykket, bagstykket og ærmer. Er det sådan at når man hækler efter bærestykket, at de yderste led høre til bastykket. Og det der er mellem de 2 A1 stykker høre til ærmet, og midten er forstykket? Og skal det sys sammen bagefter? Det er første gang at jeg har haft svært ved at forstå jeres opskrifter. Ellers en sød bluse. Håber i kan hjælpe mig.

DROPS Design 29.06.2018 kl. 09:20:

Hej Janni, Hele arbejdet strikkes rundt ovenfra og ned (og skal ikke syes sammen bagefter). Du vælger en størrelse og starter hvor der står BÆRESTYKKE: Arb hækles rundt ovenfra og ned. Hækl ....... og så er det bare at følge opskriften stykke efter stykke. God fornøjelse!

Lorraine 08.05.2018 - 19:09:

Je désirerais savoir si c'est un modèle difficile pour une débutante car j'ai déjà fait beaucoup de petites choses et j'aimerais me lancer dans de plus grand projet.

DROPS Design 09.05.2018 kl. 08:12:

Bonjour Lorraine, lisez attentivement les explications et n'hésitez pas à poser votre question ici. Pour toute assistance individuelle, vous pouvez également contacter le magasin où vous avez acheté votre fil et/ou le forum DROPS. Bon crochet!

Anneke Lensselink 09.03.2018 - 15:41:

Na de Pas staat er: Meerder als volgt op het voorpand en achterpand 2 stk elke toer 7 keer in totaal enz. Hier kom ik totaal niet uit, hoe ik het ook bereken, want ik moet op totaal 98 stokjes uitkomen zoals verderop in de beschrijving wordt aangegeven. In de 3e toer kom ik zelf uit op 53 stokjes op voorpand en achterpand, als ik dus doorga zoals ik denk dat het aangegeven is dan kom ik ver boven de 98 uit. Alles super onduidelijk. Groetjes Anneke

DROPS Design 09.03.2018 kl. 16:23:

Hallo Anneke, Als er staat dat je 2 steken moet meerderen bijvoorbeeld op de panden, betekent dat dat je naast A.1 2 steken meerdert (zie bij RAGLAN bovenin het patroon hoe je dit doet). Daardoor heb je in totaal op het voorpand 4 steken erbij en op het achterpand ook 4 steken erbij. Verder staat erbij hoe vaak je deze 2 steken meerdert en om de hoeveel naalden. Daarna meerder je nog eens een aantal keren 1 stokje aan elke kant van A.1 op de panden. TEGELIJKERTIJD meerder je ook op dezelfde manier bij de mouwen, volgens omschrijving.

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1287

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.