DROPS Extra / 0-1261

Mariela by DROPS Design

Prjónuð DROPS ermalaus peysa úr Merino Extra Fine með gatamynstri og klauf á hlið. Stærð S - XXXL.

DROPS Design: Mynstur nr me-091
Garnflokkur B
----------------------------------------------------------
Stærð: S/M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS MERINO EXTRA FINE frá Garnstudio
400-450-500-550-600 g nr 26, pistasía

DROPS HRINGPRJÓNAR (60 eða 80 cm) NR 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 18 l x 24 umf með gatamynstri eftir A.1 verði 10 x 10 cm.
DROPS HRINGPRJÓNAR (40 eða 60 cm) NR 4 – fyrir kant með garðaprjóni.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (4)

100% Ull
frá 486.00 kr /50g
DROPS Merino Extra Fine uni colour DROPS Merino Extra Fine uni colour 486.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Merino Extra Fine mix DROPS Merino Extra Fine mix 486.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3888kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.

MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1. Teikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu.

ÚRTAKA/ÚTAUKNING:
Til þess að reikna út hversu oft eigi að fella af/auka út í umf, er fjöldi lykkja talinn í umf (t.d. 90 l) og l deilt með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 13) = 6,9. Þ.e.a.s. í þessu dæmi þá er prjónuð ca 6. og 7. hver l saman (þegar fellt er af) eða aukið út á eftir ca 7. hverri l.
----------------------------------------------------------

PEYSA:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna í hlutum.

BAKSTYKKI:
Fitjið upp 90-102-118-132-144 l á hringprjóna nr 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan. Prjónið 1 umf slétt frá réttu þegar fækkað er um 13-13-17-19-19 l jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 77-89-101-113-125 l á prjóni. Prjónið 1 umf br frá röngu, en þær 2 síðustu l á hvorri hlið eru prjónaðar slétt. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4,5 og prjónið næstu umf frá réttu þannig: 2 kantlykkjur með garðaprjóni, A.1A (= 3 l), prjónið mynstur eftir A.1B þar til 6 l eru eftir á prjóni (= 11-13-15-17-19 mynstureiningar 6 l), prjónið A.1C (= 4 l) og endið á 2 kantlykkjum með garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Þegar stykkið mælist 37-38-40-41-42 cm eru fitjaðar upp nýjar l fyrir ermar í lok hverrar umf á hvorri hlið þannig:
Fitjið upp 6 l alls 4-4-3-3-2 sinnum á hvorri hlið og 8 l 1 sinni á hvorri hlið = 141-153-153-165-165 l – ATH: Nýjar l eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur, passið uppá að mynstrið passi yfir hvert annað. Haldið áfram með mynstur eins og áður með 4 kantlykkjur með garðaprjóni á hvorri hlið (= kantur á ermum). Þegar stykkið mælist 56-58-60-62-64 cm fellið af miðju 31 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram með mynstur eins og áður með 4 kantlykkjur með garðaprjóni á hlið og 1 kantlykkja með garðaprjóni við hálsmál. JAFNFRAMT er felld af 1 l í byrjun á næstu umf frá hálsi = 54-60-60-66-66 l eftir á öxl. Haldið áfram með mynstur eins og áður þar til stykkið mælist 57-59-61-63-65 cm. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4, prjónið 1 umf slétt frá réttu þar sem aukið er út um 9-9-9-11-11 l jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 63-69-69-77-77 l á prjóni. Prjónið 1 umf slétt frá röngu og fellið laust af með sl frá réttu. Endurtakið á hinni öxlinni.

FRAMSTYKKI:
Fitjið upp og prjónið eins og bakstykki þar til stykkið mælist 48-50-50-52-54 cm. Setjið nú miðju 9 l á band fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónið fyrir sig – ATH: Til þess að koma í veg fyrir að þurfa að klippa frá í stykkinu eru l prjónaðar áður en þær eru settar á bandið. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umf frá hálsi þannig: Fellið af 3 l 1 sinni, 2 l 3 sinnum og 1 l 3 sinnum = 54-60-60-66-66 l eftir á prjóni. Haldið áfram með mynstur með 4 kantlykkjur með garðaprjóni á hlið og 1 kantlykkja með garðaprjóni við hálsmál þar til stykkið mælist 57-59-61-63-65 cm. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4, prjónið 1 umf slétt frá réttu þar sem aukið er út um 9-9-9-11-11 l jafnt yfir = 63-69-69-77-77 l á prjóni. Prjónið 1 umf slétt frá röngu og fellið laust af með sl frá réttu. Endurtakið á hinni öxlinni.

FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið sauma undir ermum innan við uppfitjunarkant og haldið áfram með sauminn niður meðfram hlið, en meðfram hlið er saumað í ysta lykkjubogann svo að saumurinn verði flatur – ATH: Látið vera eftir ca 10 cm neðst niðri á fram- og bakstykki á hvorri hlið fyrir klauf.

HÁLSMÁL:
Prjónið upp frá réttu ca 96 til 102 l í kringum hálsmál (meðtaldar l af bandi að framan) á stutta hringprjóna nr 4. Prjónið 1 umf br, 1 umf sl og 1 umf br. Fellið síðan laust af með sl.

Mynstur

= sl frá réttu, br frá röngu
= sláið uppá prjóninn á milli 2 l
= 2 l slétt saman
= takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir
= takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 2 l slétt saman, steypið óprjónuðu l yfir

Terri Horn 04.06.2016 - 00:52:

Are the patterns done with UK measurements or USA?

DROPS Design 06.06.2016 kl. 08:52:

Dear Mrs Horn, measurements in chart are always in cm - convert here into inches. You can always adjust language by clicking on the arrow below the picture scrolling down to the desired language and get the pattern either in UK-English or in US-English. Happy knitting!

Anne Marie 02.06.2016 - 22:45:

Correction à mon commentaire précédent. J'aurais du écrire : "Sinon, il faut compter un intervalle de plus, donc diviser PAR le nombre de mailles à rajouter/supprimer + 1". Mais ce pull est adorable, seyant, et agréable à tricoter.

Anne Marie 02.06.2016 - 22:41:

Dans les explications pour le calcul des intervalles entre deux augmentations/diminutions, j'ai noté une erreur . Il est écrit : "Pour calculer comment diminuer/augmenter, prendre le nombre total de m du rang et diviser ce nombre de mailles par le nombre de diminutions/d'augmentations à faire". Ce n'est valable que si l'on tricote en rond sur une aiguille circulaire. Sinon, il faut compter un intervalle de plus, donc diviser le nombre de mailles à rajouter/supprimer + 1.

A. Vd Berg 21.04.2016 - 20:07:

Hoeveel bollen is nodig voor maat xxxl? Alvast bedankt! met vriendelijk groet, Anja

DROPS Design 22.04.2016 kl. 10:05:

Hoi Anja. Maat: S/M - L - XL - XXL - XXXL Materiaal: DROPS MERINO EXTRA FINE van Garnstudio 400-450-500-550-600 gr kleur nr. 26, pistache

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1261

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.