DROPS / 168 / 11

Elvira by DROPS Design

Heklaður DROPS toppur með hekluðum ferning úr ”Belle”. Stærð S - XXL.

Leitarorð: ferningur, gatamynstur, toppar,

DROPS Design: Mynstur nr vs-025
Garnflokkur B
----------------------------------------------------------
Stærð: XS/S – M/L – XL/XXL
Efni:
DROPS BELLE frá Garnstudio
300-350-400 g nr 02, natur

DROPS HEKLUNÁL NR 4 – eða sú stærð sem þarf til að 18 st x 9 umf verði 10 x 10 cm.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (41)

53% Bómull, 33% Viscose, 14% Hör
frá 550.00 kr /50g
DROPS Belle uni colour DROPS Belle uni colour 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3300kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GALDRALYKKJA:
Til þess að koma í veg fyrir göt í miðju er heklað með þessari aðferð.
Haldið í endann með vinstri hendi og gerið lykkju utan um vinstri vísifingur (frá vinstri að hægri). Haldið í lykkjuna með vinstri þumli og vísifingri. Stingið heklunálinni í gegnum lykkjuna, sækið bandið frá dokkunni, dragið þráðinn til baka í gegnum lykkjuna, bregðið bandinu um heklunálina og dragið það í gegnum l á heklunálinni = 1 fl , heklið 3 ll, heklið síðan 11 st um lykkjuna, endið með 1 kl í þriðju ll. Heklið síðan eins og skýrt er frá í uppskrift – JAFNFRAMT er dregið í endann á bandinu þannig að lykkjan dragist saman og gatið hverfi.

HEKLLEIÐBEININGAR:
Fyrsta fl í umf er skipt út fyrir 1 ll. Endið umf með einni kl í fyrstu ll.
Fyrsta st í umf er skipt út fyrir 3 ll. Endið umf með einni kl í þriðju ll.
Fyrsta tbst í umf er skipt út fyrir 4 ll. Endið umf með einni kl í fjórðu ll.

MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1 til A.3.

4-TBST:
Bregðið bandinu um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum fyrsta st í umf og dragið bandið í gegnum fyrsta st, * bregðið bandinu um heklunálina, dragið bandið í gegnum 2 næstu l á heklunálinni *, endurtakið frá *-* 4 sinnum til viðbótar = 1 l á heklunálinni.
----------------------------------------------------------

HEKLAÐUR TOPPUR:
Toppurinn er heklaður í 2 stykkjum sem saumuð eru saman á hliðum og á öxlum, síðan er heklaður kantur neðst niðri.

FRAMSTYKKI.
Framstykkið er heklað í hring, síðan í ferhyrning frá miðju að framan. Gerið GALDRALYKKJA með heklunál nr 4 með Belle- sjá skýringu að ofan = 12 st um hringinn. Heklið síðan A.1, A.1 er heklað 3 sinnum utan um galdralykkjuna.
ATH! Kl sem sýnt er í byrjun á A.1 er hekluð í lok umf. LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina eru 147 st í hringnum. Heklið síðan þannig:
UMFERÐ 1: Heklið 1 st í hvern st, JAFNFRAMT er aukið út um 1 st = 148 st.
UMFERÐ 2: Heklið * 1 fl í hvern og einn af 8 fyrstu st, 1 hst í hvern og einn af 2 næstu st, 1 st í hvern og einn af 2 næstu st, 1 tbst í hvern og einn af 3 næstu st, 1 3-tbst í hvern og einn af 3 næstu st, 1 4-tbst – SJÁ SKÝRINGU AÐ OFAN, í næsta st, 5 ll, 1 4-tbst í næsta st, 1 3-tbst í hvern og einn af 3 næstu st, 1 tbst í hvern og einn af 3 næstu st, 1 st í hvern og einn af 2 næstu st, 1 hst í hvern og einn af 2 næstu st, 1 fl í hvern og einn af 7 næstu st *, endurtakið frá *-* 3 sinnum til viðbótar.
UMFERÐ 3: Heklið 1 st í hverja l, um ll-bogann í hvert horn er hekla 3 st + 3 ll + 3 st = 172 st (= 43 st á hvorri hlið). Stærð S/M: Endið ferhyrning hér.
UMFERÐ 4: Heklið 1 st í hverja l, um ll-bogann í hverju horni er heklað 3 st + 3 ll + 3 st = 196 st (= 49 st á hvorri hlið). Stærð L/XL: Endið ferhyrning hér.
UMFERÐ 5: Heklið 1 st í hverja l, um ll-bogann í hverju horni er heklað 3 st + 3 ll + 3 st = 220 st (= 55 st á hvorri hlið). Stærð XL/XXL: Endið ferhyrning hér. Ferhyrningurinn mælist ca 28-30-32 cm. Klippið frá.

Heklið nú meðfram hlið 2, 3 og 4 frá heklaða ferhyrningi (sjá teikningu): Byrjið í öðru horninu á ferningnum, heklið 3 st um ll-bogann, heklið 1 st í hvern st fram að næsta horni, heklið 3 st + 3 ll + 3 st, heklið 1 st í hvern st fram að næsta horni, heklið 3 st + 3 ll + 3 st, heklið 1 st í hvern st fram að síðasta horni, heklið 3 st um ll-bogann. Nú eru 49-55-61 st í hverja og eina af 3 hliðunum. Heklið fram og til baka, heklið nú eftir A.2, endið á 1 st í síðasta st á undan horni, í hvort horn af þessum tveimur er heklað 3 st + 3 ll + 3 st, nýjar l eru heklaðar jafnóðum inn í A.2.
Haldið svona áfram í ca 7-10-15 cm, stykkið mælist nú 42-50-62 cm frá hlið 2 að hlið 4, stillið af eftir óskuðu yfirmáli. Heklið síðan klauf hvoru megin á toppnum þannig: Byrjið meðfram hlið 2 þannig (frá réttu): Heklið 1 fl í hvern st þar til 52 st eru eftir, heklið 1 hst í hvern og einn af 8 næstu st, 1 st í hvern og einn af 8 næstu st, 1 tbst í hvern og einn af 12 næstu st, 1 3-tbst í hvern og einn af 12 næstu st, 1 4-tbst í hvern og einn af 12 síðustu st. Klippið frá í stærð XS/S og M/L.
STÆRÐ XL/XXL: Snúið við og heklið 1 4-tbst í hvern 4-tbst, 1 3-tbst í hvern 3-tbst, 1 tbst í hvern tbst, 1 st í hvern st, 1 hst í hvern hst og 1 fl í hverja fl. Klippið frá .
Allar stærðir: Heklið klauf alveg eins meðfram hlið (heklið frá efri kanti og niður = frá röngu). Klippið frá.

Heklið síðan fram og til baka frá hlið 1 á ferhyrning þannig – frá réttu:
Byrjið einni umf á undan ferhyrning (þ.e.a.s. í fyrstu umf sem hekluð var yfir 3 hinar hliðarnar), heklið 3 st um ysta st í umf, heklið 3 st um hornið á ferhyrning, 1 st í hvern st, 3 st um hornið á ferhyrning og 3 st um ysta st í næstu umf = 55-61-67 st. Heklið síðan fram og til baka eftir A.2 (endið á 1 st).
Þegar stykkið mælist 7-9-11 cm heklið einungis yfir fyrstu 13 st í umf (= vinstri öxl). Heklið A.2 (endið með 1 st við háls) eins og áður yfir þessar l þar til stykkið mælist 17-19-21 cm, klippið frá og festið enda. Heklið nú yfir síðustu 13 st í umf (= hægri öxl), heklið alveg eins og vinstri öxl. Þær 29-35-41 st fyrir miðju = háls.

BAKSTYKKI:
Heklið alveg eins og framstykki. Þegar stykkið mælist 15-17-19 cm er einungis heklað yfir fyrstu 13 st í umf (= hægri öxl). Heklið A.2 eins og áður yfir þessar l þar til stykkið mælist 17-19-21 cm, klippið frá og festið enda. Heklið nú yfir síðustu 13 st í umf (= vinstri öxl), heklið alveg eins og hægri öxl. Nú eru 29-35-41 st fyrir miðju = háls.

FRÁGAGNGUR:
Saumið axlasauma og hliðarsauma.

HEKLAÐUR KANTUR NEÐST NIÐRI Á TOPPNUM:
Heklið eina kl í annað hornið neðst á toppnum, heklið 1 st í hvern st meðfram neðrikanti á toppnum, um 4 tbst á hliðum eru heklaðir 4 st, JAFNFRAMT er lykkjufjöldinn jafnaður til þannig að hann verði deilanlegur með 48. Heklið nú þannig: Heklið A.3A, endurtakið A.3B þar til 12 st eru eftir, heklið A.3C. Klippið frá og festið enda.

HEKLAÐUR KANTUR Í KRINGUM HANDVEG:
Byrjið á milli handvegs og fram- og bakstykki. Heklið 1 fl, * hoppið fram ca 2 cm, heklið 7 st um næsta st, hoppið fram ca 2 cm, heklið 1 fl um næsta st *, endurtakið frá *-* og endið með einni kl í byrjun umf. Endurtakið í kringum hinn handveginn.

HEKLIÐ KANT Í KRINGUM HÁLSMÁL:
Byrjið á hlið á hálsi á bakstykki. Heklið 1 fl, * 3 ll, hoppið fram ca 1 cm, heklið 1 fl *, endurtakið frá *-* og endið á 1 kl í byrjun umf.

Mynstur

= gerið GALDRALYKKJA - sjá í uppskrift
= ll
= kl
= fl í st
= fl um ll-boga
= hst
= st í st
= st um ll-boga
= tbst í st/um ll-boga
= 7 st heklaðir í sama st
= þessi umf hefur nú þegar verið hekluð
= picot: Heklið 3 ll, 1 st í fyrstu llAthugasemdir (41)

Skrifa athugasemd!

Gwen Decloux 13.01.2019 - 22:55:

Toujours sur les gousets, doit on considérer les 3 ml de l'arceau du rang précédent comme des brides ? Merci

DROPS Design 14.01.2019 kl. 12:42:

Bonjour Mme Decloux, je compterai 2 quadruple-brides dans l'arceau du bas: 1 dans la bride et 1 dans l'arceau de 3 ml, vous pouvez éventuellement compter 2 dans l'arceau, et/ou ajuster la bordure du bas pour qu'elle soit jolie et bien nette. Bon crochet!

Gwen Decloux 13.01.2019 - 22:40:

Pour être sûre de bien comprendre concernant les goussets : les quadruple brides sont en bas du top des 2 côtés ? Merci

DROPS Design 14.01.2019 kl. 12:38:

Bonjour Mme Decloux, tout à fait, ce rang est crocheté pour former la forme trapèze du bas du top, en commençant par des ms en haut du côté 2 (emmanchure) on termine par des quadruples brides en bas du top, et pour le côté 4, on commence sur l'envers par des quadruples brides pour terminer par des ms côté emmanchure. Bon crochet!

Rosemarijn 25.07.2018 - 11:28:

Hallo, ik ben een beginnend haker en heb een vraag over het begin van het patroon. Bij de uitleg van de symbolen staat: ‘stokje in stokje’ betekent dat dat het aangegeven symbool meteen na de magic loop bestaat uit twee toeren stokjes? Omdat er daarboven nog een keer stokje in stokje staat, betekent dat dan in totaal vier rijen stokjes? O ja, we haken helemaal rond toch? Dus je haakt de toer steeds drie keer toch op de sluitsteek na dan. Thx, het is een prachtig patroon!

DROPS Design 06.08.2018 kl. 11:15:

Dag Rosemarijn, Stokje in stokje betekent dat je het stokje haakt in het stokje van de vorige toer. De stokjes van de eerste toer haak je om de lossenring. Je haakt de toer inderdaad helemaal in de rondte. Kijk bij 'INFORMATIE VOOR HET HAKEN' hoe je de toeren begint en eindigt.

Benedetta 23.07.2018 - 16:21:

Buongiorno, ho finito il diagramma A2 e devo lavorare un bordo ai due lati del top.Non capisco come continuare cioè devo lavorare il lato 2 ,taglio il filo e ripeto sul lato 4?

DROPS Design 23.07.2018 kl. 16:59:

Buongiorno Benedetta. Sì esatto, lavora prima sul lato 2 come indicato e a seconda della taglia. Taglia il filo e ripete sul lato 4. Buon lavoro!

Rosemarijn 23.07.2018 - 12:19:

Hallo, ik ben een beginnend haker en heb een vraag over het begin van het patroon. Bij de uitleg van de symbolen staat: ‘stokje in stokje’ betekent dat dat het aangegeven symbool meteen na de magic loop bestaat uit twee toeren stokjes? Omdat er daarboven nog een keer stokje in stokje staat, betekent dat dan in totaal vier rijen stokjes? O ja, we haken helemaal rond toch? Dus je haakt de toer steeds drie keer toch op de sluitsteek na dan. Thx, het is een prachtig patroon!

DROPS Design 29.07.2018 kl. 10:55:

Dag Rozemarijn, De stokjes op de eerste toer (dus de toer nadat je de lossenring hebt gemaakt) haak je inderdaad in de lossenlus. Daarna, als er stokje in stokje, haak je het stokje in het stokje van de vorige toer. Je haakt inderdaad in de rondte, dus je sluit steeds de toer (Zie hiervoor ook bij 'INFORMATIE VOOR HET HAKEN')

Nicole 15.04.2018 - 14:54:

Goedendag. Tot mijn eigen verbazing is het mij, als beginnend haakster, gelukt om de cirkel te maken. En er daarna een vierkant van te maken. Ik ga nu beginnen aan het haken van de 3 zijde. Daarna staat er: haak heen en weer. En moet ik aan A2 beginnen. Nu ben ik de weg kwijt. Op de foto kan ik ook niet goed zien wat ik nu moet doen. Is er een foto van het voorpand waarbij het in zijn geheel te zien is? Groeten, Nicole

DROPS Design 16.04.2018 kl. 09:15:

Hallo Nicole, Nadat je de de eerste toer hebt gehaakt over de 3 zijden volgens de beschrijving, haak je volgens tepatroon A.2 over de 3 zijden (waarbij de eerste toer van A.2 dus al is gehaakt). In de beschrijving staat aangegeven hoe je de hoeken haakt. (Er is helaas geen foto van een 'los' voorpand.)

Raquel Albuquerque 13.01.2018 - 02:37:

Gostaria de saber o nome do fio, link p q posso ver a especificação do tex, composição p eu achar algo semelhante! Obrigada

DROPS Design 16.01.2018 kl. 15:31:

O nome do fio é Belle. A composição é única e não existe outro fio com a mesma composição. Bons trabalhos,

Sandra Hoffmann-klein 03.01.2018 - 08:18:

Also der Pullover ist so wunderschön, aber die Anleitung sehr widersprüchlich angegeben, so dass ich nun zum 3 Mal alles aufribbeln mußte. Widersprüchlich insofern, als man versteht, dass bei M1 insgesamt 4 Rapporte gehäkelt werden müssen anstelle 3. Daher erklärt sich auch, warum man in der letzten Reihe auf 196 Maschen anstatt 147 kommt.

Maritza 31.10.2017 - 21:37:

Hola. No entiendo la instrucción para la espalda. Donde menciona que la pieza debe medir 15 cm para comenzar a tejer los hombros?

DROPS Design 04.11.2017 kl. 13:23:

Hola Miritza. Se refiere a la parte del escote. En el delantero comenzamos a formar el escote cuando la labor mida 7-9-11 cm medidos desde la sisa, y en la espalda - 15-17-19 cm. A partir de aquí trabajamos solamente sobre los puntos que forman el hombro a cada lado.

REBEYROL 28.07.2017 - 14:42:

J'ai terminé le diagramme A3C A3B A3A sauf .... le dernier rang ..... 4 B dans la même B ... 2 ml .... MAIS entre ces B, il y a des CERCLES ..... MERCI INFINIMENT .

DROPS Design 28.07.2017 kl. 15:31:

Bonjour Rebeyrol, le petit rond correspond à un picot (=12ème symbole de la légende), soit 3 ml, puis 1 B dans la 1ère de ces 3 ml. Bon crochet!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 168-11

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.