DROPS Extra / 0-1222

Little Hearts by DROPS Design

DROPS Valentínusar: Heklað DROPS hjarta úr ”Nepal”.

DROPS Design: Mynstur nr ne-209
Garnflokkur C eða A + A
----------------------------------------------------------
HJARTA:
Mál: Hæð: ca 7 cm. Breidd efst: ca 6,5 cm.
Efni:
DROPS NEPAL frá Garnstudio
50 g nr 8909, kóral
50 g nr 3608, djúprauður
50 g nr 0100, natur

1 hjarta er ca 8 g.

DROPS HEKLUNÁL NR 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 16 fl x 18 umf verði 10 x 10 cm.
FYLGHLUTIR: Vatt til fyllingar.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (1)

65% Ull, 35% Alpakka
frá 550.00 kr /50g
DROPS Nepal uni colour DROPS Nepal uni colour 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Nepal mix DROPS Nepal mix 572.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1650kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GALDRALYKKJA:
Til þess að koma í veg fyrir göt í miðju er heklað með þessari aðferð. Haldið í endann með vinstri hendi og gerið lykkju utan um vinstri vísifingur (frá vinstri að hægri). Haldið í lykkjuna með vinstri þumli og vísifingri. * Stingið heklunálinni inn í lykkjuna, sækið bandið frá dokkunni, dragið bandið til baka í gegnum lykkjuna, bregðið bandi um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum l á heklunálinni = 1 fl *, endurtakið frá *-* þar til 6 fl eru um lykkjuna, endið á 1 kl í 2. Fl = 5 fl. Heklið síðan eins og skýrt er frá í útskýringu – JAFNFRAMT er dregið í garnendann svo að lykkjan dragist saman og gatið hverfi.

HEKLLEIÐBEININGAR:
Í byrjun á hverri umf er hekluð 1 ll (kemur ekki í stað fyrstu fl), umf endar á 1 kl í fyrstu fl.

2 FL SAMAN:
2 fl eru heklaðar saman í 1 fl þannig: Stingið inn heklunálinni í fyrstu/næstu l, sækið bandið, stingið heklunálinni í næstu l, sækið bandið, bregðið bandinu um heklunálina og dragið bandið í gegnum allar 3 l á heklunálinni.
----------------------------------------------------------

HJARTA:
Heklið 1 HJARTA með heklunál nr 4,5 með Nepal. Heklið 2 hjörtu með kórall, 2 hjörtu með djúprauðum og 1 hjarta með natur. Hjörtun eru fyllt með smá vatti í vinnsluferlinu.
Hjartað er heklað í hring ofan frá og niður. Heklið fyrst 2 kúlur, síðan er heklað áfram utan um 2 kúlurnar.

Kúla:
UMFERÐ 1: Byrjið á GALDRALYKKJA – sjá skýringu að ofan.
UMFERÐ 2: Lesið HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið 2 fl í hverja fl = 10 fl.
UMFERÐ 3-4: Hekli 1 fl í hverja fl. Klippið frá og festið enda – skiljið eftir smá af bandinu í síðustu um, það er notað við frágang í lokin. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
Heklið 1 kúlu alveg eins, nema án þess að klippa frá. Festið þræðina frá báðum kúlunum. Tengið saman 2 kúlurnar með því að hekla 1 kl í fyrstu fl í fyrstu kúluna.
Heklið síðan utan um 10 fl frá hvorri kúlu þannig:
UMFERÐ 5: Heklið 1 fl í hverja fl = 20 fl.
UMFERÐ 6: Heklið * 1 fl í hverja og eina af fyrstu/næstu 3 fl, heklið 2 FL SAMAN – sjá skýringu að ofan *, endurtakið frá *-* út umf = 16 fl.
UMFERÐ 7: Heklið 1 fl í hverja fl.
UMFERÐ 8: Heklið * 1 fl í hverja og eina af fyrstu/næstu 2 fl, heklið 2 fl saman *, endurtakið frá *-* út umf = 12 fl.
UMFERÐ 9: Heklið 1 fl í hverja fl.
UMFERÐ 10: Heklið * 1 fl í fyrstu/næstu fl, heklið 2 fl saman *, endurtakið frá *-* út umf = 8 fl.
UMFERÐ 11: Heklið 2 og 2 fl saman út umf = 4 fl. Klippið frá og þræðið nokkur spor upp og niður í gegnum síðustu fl, festið enda.

FRÁGANGUR:
Notið endann frá fyrstu kúlunni og saumið í gegnum gatið á milli kúlna. Festið endann.

Athugasemdir (1)

Nathalie 12.02.2016 - 22:53:

Je ne comprends pas les directives apres avoir joint les deux boulettes ,merci de m'aider

DROPS Design 15.02.2016 kl. 10:08:

Bonjour Nathalie, la vidéo ci-dessous montre comment réaliser le coeur. Bon crochet!

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1222

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.