DROPS / 170 / 32

Sunny Day Top by DROPS Design

Prjónaður DROPS toppur úr Paris með V-hálsmáli, gatamynstri og klauf á hlið. Stærð S - XXXL.

Leitarorð: gatamynstur, toppar, v-hálsmál,

DROPS Design: Mynstur nr w-592
Garnflokkur C eða A + A
----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS PARIS frá Garnstudio
350-400-450-450-500-550 g nr 16, hvítur

DROPS PRJÓNAR NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 l x 22 umf sléttprjón verði 10 x 10 cm.
DROPS PRJÓNAR NR 4 – fyrir kant með garðaprjóni.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (7)

100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2156kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.

MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1 og A.2. Teikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu.

ÚRTAKA (á við um hliðar á fram- og bakstykki, við handveg og háls):
Fækkið l innan við 2 kantlykkjur með garðaprjóni á fram- og bakstykki og innan við 3 kantlykkjur með garðaprjóni meðfram handveg og háls. Öll úrtaka er gerð frá réttu!
Fækkið l á eftir 2 eða 3 kantlykkjum þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi þær sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir.
Fækkið l á undan 2 eða 3 kantlykkjum þannig: Byrjið 2 l á undan kantlykkju og prjónið 2 l slétt saman.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stykkið er prjónað neðan frá og upp í tveimur hlutum.

BAKSTYKKI:
Fitjið upp 75-85-91-101-111-123 l á prjóna nr 4 með Paris. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan. Setjið 1 prjónamerki eftir fyrstu 37-42-45-50-55-61 l í umf (séð frá réttu) = 38-43-46-51-56-62 l á prjóni eftir prjónamerki, látið prjónamerki fylgja með í stykkinu. Skiptið yfir á prjóna nr 5 og prjónið sléttprjón með 2 kantlykkjum með garðaprjóni á hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 12 cm er fækkað um 1 l á hvorri hlið – LESIÐ ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku með 8-8-7-7-7-7 cm millibili alls 4-4-5-5-5-5 sinnum á hvorri hlið = 67-77-81-91-101-113 l. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 15-16-17-14-15-16 cm prjónið nú mynstur eftir A.1 yfir miðju-l – mynstur byrjar frá réttu á eftir prjónamerki mitt í stykkinu (sjá ör í mynstri) – aðrar l eru prjónaðar eins og áður. Þegar A.1 hefur verið prjónað einu sinni á hæðina er haldið áfram með mynstur út að kanti á hvorri hlið alveg eins – passið uppá að það komi eitt heilt (eða hálft hjarta – sjá A.1A og A.1B, þ.e.a.s. A.1A er prjónað hægra megin við stykki og A.1B er prjónað vinstra megin við stykki), innan við kantlykkju á hvorri hlið. Þær l sem ekki ganga jafnt upp í eitt eða hálft hjarta út að hliðum eru prjónaðar með sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 43-44-45-46-47-48 cm prjónið 4 umf garðaprjón yfir síðustu 5-7-8-9-10-11 l á hvorri hlið (aðrar l eru prjónaðar eins og áður). Fellið síðan af fyrstu 2-4-5-6-7-8 l í byrjun á 2 næstu umf fyrir handveg. Haldið áfram með mynstur með 3 kantlykkjum með garðaprjóni á hvorri hlið (þar sem ekki er pláss fyrir eitt heilt hjarta eða hálft hjarta út við handveg þá eru þær l prjónaðar með sléttprjóni). JAFNFRAMT er fellt af fyrir handveg innan við kantlykkjur í annarri hverri umf (þ.e.a.s. í hverri umf frá réttu) þannig: Fækkið um 1 l alls 1-4-4-7-10-14 sinnum – LESIÐ ÚRTAKA = 61-61-63-65-67-69 l eftir á prjóni. Þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm prjónið 4 umf garðaprjón yfir miðju 29-29-31-31-33-33 l í umf (aðrar l eru prjónaðar eins og áður). Í næstu umf frá réttu eru felldar af miðju 23-23-25-25-27-27 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram eins og áður með 3 kantlykkjum með garðaprjóni á hvorri hlið. JAFNFRAMT er fellt af fyrir hálsmáli í annarri hverri umf þannig: Fækkið um 1 l alls 3 sinnum – LESIÐ ÚRTAKA = 16-16-16-17-17-18 l eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm og fellið af. Endurtakið á hinni öxlinni.

FRAMSTYKKI:
LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM!
Fitjið upp og prjónið eins og á bakstykki þar til stykkið mælist 35-37-38-39-40-42 cm – ATH: A.1 er ekki prjónað á framstykki. Prjónið nú mynstur eftir teikningu A.2 yfir miðju l – mynstrið byrjar frá réttu eftir prjónamerki mitt í stykki (sjá ör í mynstri) – aðrar l eru prjónaðar eins og áður.
HANDVEGUR: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 43-44-45-46-47-48 cm prjónið 4 umf garðaprjón yfir síðustu 5-7-8-9-10-11 l á hvorri hlið eins og á bakstykki (aðrar l eru prjónaðar eins og áður). Fellið síðan af fyrir handveg á hvorri hlið eins og á bakstykki.
V-HÁLSMÁL: JAFNFRAMT þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru prjónaðar 4 umf garðaprjón yfir miðju 9 l fyrir miðju að framan (aðrar l eru prjónaðar eins og áður). Í næstu umf frá réttu á eftir garðaprjóni eru felldar af 3 miðju-l við miðju að framan fyrir hálsmáli og hvor hluti er prjónaður til loka fyrir sig. Haldið áfram með sléttprjón og úrtöku fyrir handveg eins og áður og fækkið JAFNFRAMT l fyrir v-hálsmáli í annarri hverri umf (þ.e.a.s. í hverri umf frá réttu) þannig: Fækkið um 1 l alls 13-13-14-14-15-15 sinnum – LESIÐ ÚRTAKA.
Eftir alla úrtöku fyrir handveg og v-hálsmáli eru 16-16-16-17-17-18 l eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm og fellið af. Endurtakið á hinni öxlinni – ATH: Fyrsta umf er prjónuð frá miðju að framan (= ranga). Byrjið á að prjóna upp 1 l í fyrstu l frá hinni hliðinni og prjónið hana saman við fyrstu l í umf. Þetta er gert svo að ekki myndist “hak” neðst niðri í opi.

FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið hliðarsauma kant í kant yst í lykkjubogann – byrjið efst við handveg og saumið saman þar til ca 10 cm eru eftir á hvorri hlið (= klauf).

Mynstur

= sl frá réttu, br frá röngu
= sláið uppá prjóninn á milli 2 l
= 2 l slétt saman
= takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir
= prjónamerkiMonica 29.03.2018 - 07:48:

Salve vorrei sapere se continuare con le 2 m. di vivagno a legaccio per tutta la lunghezza del davanti e dietro, oppure se lavorarle solo per la parte dello spacco laterale che non viene cucito. Nel caso si debba fare x tutta la lunghezza, lasciare a vista il legaccio durante la cucitura? Grazie

DROPS Design 29.03.2018 kl. 09:34:

Buongiorno Monica, è tutto spiegato nel modello, si lavora dall'alto in basso con 2 o 3 maglie di vivagno a seconda delle spiegazioni. E anche per la confezione, deve seguire le indicazioni e cucire il lato nel filo più esterno delle maglie di vivagno, quindi le maglie di vivagno rimangono a vista. Buon lavoro!

Agnes 12.05.2017 - 14:01:

Bonjour, je tricote le dos et je ai terminé le diagramme A1. VOUS dites de faire les diagraMmes A1a et A1b à droite et à gauche . Je ne comprends pas où les commencer et comment faire la suite des motifs au milieu Merci de me répondre

DROPS Design 12.05.2017 kl. 15:38:

Bonjour Agnès, Quand A.1 est terminé 1 fois en hauteur, continuez A.1 comme avant, c'est-à-dire que vous aurez 5 motifs ajourés en largeur au prochain rang et ainsi de suite (6, 7 ... ) - en fonction de votre taille, vous devrez tricoter A.1A au début du rang et A.1B à la fin du rang (si vous n'avez pas suffisamment de mailles pour faire des motifs complets en largeur). Bon tricot!

Carolin 11.09.2016 - 15:23:

Hallo habe gerade mit dem Rückenteil angefangen und eine Frage zum Mister A1: In der Anleitung steht dass das Muster nach dem Markierer beginnt...heißt also dass ich den ersten Umschlag nach dem Markierer mache oder? Irgendetwas stimmt da bei mir aber nicht da ich irgendwann mit den Löchern nicht mehr symmetrisch bin und es kein Herz mehr ergibt?! Der Markierer sollte aber doch die ganze Zeit einfach nur mitgeführt werden oder?

DROPS Design 12.09.2016 kl. 09:23:

Liebe Carolin, ja genau, der 1. Umschlag muss gerade nach dem Markierer sein, und dann wie im Diagram weiterstricken. Siehe auch das Video zum Diagram (am 3. Reihe mit Herze bekommen Sie mehr Herzen als im Video, da Sie mehr Maschen haben).

Hilda 27.04.2016 - 12:45:

Prima uitleg met fantastisch resultaat. Heel mooi ! Nu nog het zonnetje...

Sibylle 11.04.2016 - 20:07:

Soll der Armausschnitt im Vorderteil nach 44 cm und im Rückenteil nach 47 cm angefangen werden?

DROPS Design 12.04.2016 kl. 14:19:

Liebe Sybille, herzlichen Dank für Ihre Rückmeldung. Da ist uns bei der deutschen Übersetzung ein Fehler passiert, wir werden uns sofort darum kümmern.

Maria 19.12.2015 - 12:23:

Elegante y sencillo. Pero me temo que como sea para circulares o de doble punta no podré ponerlo en práctica.

Maria 19.12.2015 - 11:25:

Precioso y elegante. Si es con dos agujas normales podré intentar hacerlo ,ahora bien si es con circulares o de doble punta será para mi imposible de hacer. Pero es elegante y muy bonito.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 170-32

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.