DROPS Extra / 0-1215

Wrap It Up! by DROPS Design

DROPS Jól: DROPS dúskar úr ”Karisma”.

Leitarorð: jól, jólaskraut,

DROPS Design: Mynstur nr u-780
Garnflokkur B
----------------------------------------------------------
Mál: Þvermál: ca 5 cm.
Efni:
DROPS KARISMA frá Garnstudio
50 g nr 01, natur
50 g nr 18, rauður

1 dúskur er ca 5 g.

FYLGIHLUTIR: Pappír og gjafapappírs band.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (1)

100% Ull
frá 528.00 kr /50g
DROPS Karisma uni colour DROPS Karisma uni colour 528.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Karisma mix DROPS Karisma mix 528.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1056kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

DÚSKAR:
Þetta eru 2 dúskar í rauðu, 2 dúskar í natur, og 1 dúskur í rauðu og natur.

1 dúskur er gerður þannig:
Klippið út tvær hringlaga pappírsskífur ca 5 cm að þvermáli (eða að óskuðu máli). Klippið stórt gat í miðju. Leggið hringina saman á móti hvorum öðrum og vefjið garni utan um báða hringina. Því meira garn því þéttari verður dúskurinn. Klippið að lokum þræðina í miðju á milli pappírs skífanna. Passið uppá að draga þræðina ekki út. Notið band til þess að binda í kringum miðju á öllum þráðunum á milli skífanna. Herðið á bandi og hnýtið fast, gerið einn hnút ca 1 cm frá fyrsta hnút þannig að það verður lítil lykkja til þess að þræða gjafapappírs bandið í gegn. Ef þræðirnir á dúsknum eru aðeins ójafnir, þá er hægt að klippa þá til svo að þeir verði jafnir og fallegir.

TVINNUÐ SNÚRA:
Ef ykkur langar til að gera gjafapappírs bandið sjálf, gerið þá 1 tvinnaða snúru þannig: Klippið 2 þræði ca 6 metra, eða að óskaðri lengd (6 metrar verða 2 metrar af snúru). Tvinnið þræðina saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman. Hnýtið hnút á hvorn enda.

Apikin 24.12.2015 - 18:33:

Bonne idée ces pompons à rajouter aux paquets pour les personnaliser ! Et puis, le soir de Noël on ne peut tout de même pas se mettre à faire des décorations trop longues ! Où alors ....on s'y est pris trop tard ...et ce n'est en rien la faute des stylistes de Drops ! Merci à vous équipe de Drops et ...Joyeux Noël !!!!!

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1215

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.