DROPS Extra / 0-1213

Get Cracking! by DROPS Design

DROPS Jól: Heklaðar DROPS jólatrés eggjahettur úr ”Belle” með stjörnu og sólfjaðramynstri.

DROPS Design: Mynstur nr vs-005
Garnflokkur B
----------------------------------------------------------
Mál: Ummál í kant að neðan: ca 19 cm. Hæð: ca 9 cm.
Efni:
DROPS BELLE frá Garnstudio
50 g nr 10, mosagrænn
50 g nr 04, fífill

Ein dokka af mosagrænum dugar í 4 eggjahettur.

DROPS HEKLUNÁL NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 22 fl á breiddina verði 10 cm.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (4)

53% Bómull, 33% Viscose, 14% Hör
frá 550.00 kr /50g
DROPS Belle uni colour DROPS Belle uni colour 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1100kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1 og A.2. Mynstur A.1 er endurtekið alls 5 sinnum á breiddina.

HEKLLEIÐBEININGAR (á við um eggjahettur):
Í byrjun á hverri umf með fl, er fyrstu fl skipt út fyrir 1 ll. Umf endar á 1 kl í ll í byrjun umf.
----------------------------------------------------------

EGGJAHETTA:
Stykkið er heklað í hring ofan frá og niður.
Heklið 4 ll með heklunál nr 3 með mosagrænum og tengið saman í hring með 1 kl í 1. ll.
UMFERÐ 1: LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið 4 fl um hringinn.
UMFERÐ 2: Heklið 2 fl í hverja fl = 8 fl.
UMFERÐ 3 (og síðan í aðra hverja umf): Heklið 1 fl í hverja fl.
UMFERÐ 4: Heklið * 1 fl í fyrstu/næstu fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 12 fl.
UMFERÐ 6: Heklið * 1 fl í hverja og eina af fyrstu/næstu 2 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 16 fl.
UMFERÐ 8: Heklið * 1 fl í hverja og eina af fyrstu/næstu 3 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 20 fl.
ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
UMFERÐ 10: Heklið * 1 fl í hverja og eina af fyrstu/næstu 4 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 24 fl.
UMFERÐ 12: Heklið * 1 fl í hverja og eina af fyrstu/næstu 5 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 28 fl.
UMFERÐ 14: Heklið * 1 fl í hverja og eina af fyrstu/næstu 6 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 32 fl.
UMFERÐ 16: Heklið * 1 fl í hverja og eina af fyrstu/næstu 7 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, heklið 1 fl í hverja og eina af síðustu 8 fl = 35 fl.
Heklið síðan sólfjaðramynstur eftir teikningu A.1 – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR – þ.e.a.s. heklið þannig:
UMFERÐ 17: Heklið * 1 fl í fyrstu/næstu fl, 2 ll, hoppið yfir 1 fl, 1 fl í næstu fl, 4 ll, hoppið yfir 2 fl, 1 fl í næstu fl, 2 ll, hoppið yfir 1 fl *, endurtakið frá *-* alls 5 sinnum = 15 fl og 15 ll-bogar.
UMFERÐ 18: Heklið * 1 kl í fyrstu/næstu fl, hoppið yfir fyrsta/næsta ll-boga, 8 st um næsta ll-boga, hoppið yfir næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* alls 5 sinnum, endið umf á 1 kl í fyrstu kl í byrjun á umf = 5 st-hópar og 5 kl.
UMFERÐ 19: Heklið * 1 fl í fyrstu/næstu kl, 4 ll, hoppið yfir 2 st, 1 st í næsta st, 3 ll, hoppið yfir 2 st, 1 st í næsta st, 4 ll, hoppið yfir 2 st *, endurtakið frá *-* alls 5 sinnum = 10 st, 15 ll-bogar og 5 fl.
UMFERÐ 20: Heklið * 4 fl um fyrsta/næsta ll-boga, 4 ll, 4 fl um næsta ll-boga, 1 ll, 4 fl um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* alls 5 sinnum = 15 fl-hópar og 10 ll. Klippið frá og festið enda.

STJARNA:
Heklið stjörnu eftir teikningu A.2, þ.e.a.s. heklið þannig:
Heklið 4 ll með heklunál nr 3 með fífil og tengið í hring með 1 kl í 1. ll.
UMFERÐ 1: Heklið 1 ll, 4 fl um hringinn, endið umf á 1 kl í fyrstu ll.
UMFERÐ 2: Heklið 1 ll, * 4 ll, 1 fl í 3. ll frá heklunálinni, 1 hst í næstu ll, 1 fl í fyrstu/næstu fl frá 1. umf *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum, heklið 4 ll, 1 fl í 3. ll frá heklunálinni, 1 hst í næstu ll, endið umf á 1 kl í kl í lok 1. umf = 5 stjörnu oddar. Klippið frá og festið enda. Stjarnan mælist ca 3 cm að þvermáli. Saumið stjörnuna niður á toppinn á eggjahettunni.

Mynstur

= ll
= fl í l
= fl um ll-boga/ll-hring (stjarna, 2. umf: fl í fyrstu/næstu fl).
= kl í l, endið umf með 1 kl í kl frá byrjun umf
= 1. umf byrjar á 1 ll, endið umf með 1 kl í fyrstu ll
= endið síðustu umf með 1 kl í kl í lok fyrstu umf
= st um ll-boga
= st í l
= hst í ll
= sýnir 16. umf, umf er nú þegar hekluð
= 4 ll, 1 kl í fyrstu ll

Ulrike 10.01.2016 - 21:26:

Hallo, am Ende der Beschreibung zur achten Runde wechselt die Beschreibung ins Schwedische. Ich bitte um eine Übersetzung. Herzlichen Dank. Liebe Grüße von Ulrike

DROPS Design 10.01.2016 kl. 22:18:

Die Stelle wurde korrigiert, danke für Ihren Hinweis!

Kathleen 09.01.2016 - 19:14:

Ik sluit me bij de vorige opmerkingen aan. Erg mooi en schattig, snel te maken voor de eindejaarsfeesten! Graag meer van dit soort spulletjes in de kerstkalender i.p.v. ingewikkelde Noorse sokken... die zijn prachtig maar niet voor iedereen weggelegd :-(

Sarah 22.12.2015 - 15:59:

Klasse Idee!!!

Alexandra 22.12.2015 - 08:25:

This is sooooo cute and the perfect idea to use leftovers!!

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1213

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.