DROPS Extra / 0-1062

Dinner At The Kringles by DROPS Design

DROPS Jól: Prjónað DROPS hnífaparahulstur úr ”Paris” með köðlum.

DROPS Design: Mynstur nr w-535
Garnflokkur C eða A + A
-----------------------------------------------------------
Mál: Lengd: 16 cm án dúsks. Ummál efst: 22 cm.
Efni:
DROPS PARIS frá Garnstudio
50 gr litur nr 12, skær rauður
50 gr litur nr 16, hvítur

1 dokka með rauðu dugar fyrir 2 hnífaparahulstur.

DROPS PRJÓNAR NR 3,5 – eða sú stærð sem þarf til að 20 l og 27 umf með sléttprjóni eða 20 l og 40 umf með garðaprjóni verði 10 x 10 cm.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!


100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 616kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.

ÚTAUKNING:
Aukið út um 1 l með því að slá uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann í stað framan) til þess að koma í veg fyrir göt.

MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1. Teikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu.
----------------------------------------------------------

HNÍFAPARAHULSTUR:
Stykkið er prjónað fram og til baka og er saumað saman í lokin.

Fitjið upp 14 l (meðtalin 1 kantlykkja með garðaprjóni á hvorri hlið) á prjóni nr 3,5 með rauðu.
UMFERÐ 1 (frá réttu): 1 kantlykkja með GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan, 2 l sléttprjón, 1 l garðaprjón, * 3 l sléttprjón, 1 l garðaprjón *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar, 1 l sléttprjón, 1 kantlykkja með garðaprjón.
Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 2 cm er aukið út í næstu umf frá réttu þannig – lesið ÚTAUKNING:
1 kantlykkja með garðaprjón, sláið uppá prjóninn, 1 l sléttprjón, sláið uppá prjóninn, 1 l sléttprjón, * 1 l garðaprjón, 1 l sléttprjón, sláið uppá prjóninn, 1 l sléttprjón, sláið uppá prjóninn, 1 l sléttprjón *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar, 1 l garðaprjón, 1 l sléttprjón, 1 kantlykkja með garðaprjón = 20 l.
ATH! Uppslátturinn er prjónaður með sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 5 cm er aukið út um 3 l jafnt yfir í hverja og eina af 3 fyrstu mynstureiningunum með sléttprjóni (þ.e.a.s. 9 l fleiri) = 29 l. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Prjónið nú mynstur frá réttu þannig: 1 kantlykkja með garðaprjóni, * A.1 (= 6 l), 3 l garðaprjón *, endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar, 1 kantlykkja með garðaprjóni. Haldið svona áfram, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 2 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við hverja mynstureiningu með garðaprjóni (þ.e.a.s. 6 l í umf) = 35 l. ATH: Uppslátturinn er prjónaður með garðaprjóni! Endurtakið útaukningu í öðrum hverjum cm 3 sinnum til viðbótar = 53 l. Þegar stykkið mælist alls 15 cm, er skipt yfir í hvítt og prjónaðar eru 2 umf garðaprjón áður en fellt er af.

FRÁGANGUR:
Byrjið efst við hvíta kantinn á hnífaparahulstrinu og saumið sauminn innan við 1 kantlykkju með garðaprjóni með rauðu. Klippið frá og látið hann vera ca 20 cm langan. Þræðið bandi í gegnum l eina og eina í uppfitjunarkantinn, herðið að og festið vel.

DÚSKUR:
Gerið einn dúsk ca 3 cm að þvermáli með hvítu. Festið hann við uppfitjunarkantinn.

Mynstur

= sl frá réttu, br frá röngu
= setjið 3 l á hjálparprjón fyrir framan stykkið, 3 l sl, 3 l sl af hjálparprjóni

Mamie 16.12.2014 - 10:00:

Joli bonnet, belle idée, bravo

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1062

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.