DROPS Extra / 0-1053

Brunch with Santa by DROPS Design

DROPS Jól: Hekluð DROPS jólasveina diskamotta úr ”Paris”.

DROPS Design: Mynstur nr w-536
Garnflokkur C eða A + A
-----------------------------------------------------------
Mál: 22 cm að þvermáli
Efni:
DROPS PARIS frá Garnstudio
150 gr litur nr 12, skær rauður
50 gr litur nr 61, ljós ferskju
50 gr litur nr 16, hvítur
50 gr litur nr 15, svartur

DROPS HEKLUNÁL NR 3 – eða sú stærð sem þarf til að 20 st og 11 umf verði 10 x 10 cm.
FYLGIHLUTIR: Vatt til fyllingar
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (2)

100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1848kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

HEKLLEIÐBEININGAR:
Umferð með st: Hver umf með st byrjar á 3 ll og endar á 1 kl í 3. ll frá byrjun umf (þessar ll eru ekki taldar með í st-fjölda).
Umferð með fl: Hver umf með fl byrjar á 1 ll og endar á 1 kl í ll frá byrjun umf.

FL HEKLAÐAR SAMAN:
Stingið heklunálinni í fyrstu fl, sækið bandið, stingið heklunálinni í næstu fl, sækið bandið, bregðið bandinu um heklunálina og dragið bandið í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni.

LITASKIPTI:
Til þess að fá fallega skiptingu við litaskipti er síðasta kl í umf hekluð með nýja litnum þannig: Stingið heklunálinni í síðustu ll frá byrjun umf, sækið nýja bandið, bregðið bandinu um heklunálina og dragið það í gegnum l á heklunálinni.

KRABBAHEKL:
Heklið eins og fl, nema aftur á bak. Þ.e.a.s. heklað er frá vinstri til hægri.
----------------------------------------------------------

DISKAMOTTA:
Stykkið er heklað í hring. Heklið 4 ll með heklunál nr 3 með rauðu og tengið saman í hring með 1 kl í 1. ll.
UMFERÐ 1: LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið 12 st um hringinn.
UMFERÐ 2: Heklið 2 st í hvern st = 24 st.
UMFERÐ 3: * 2 st í fyrsta st, 1 st í næsta st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 36 st.
ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
UMFERÐ 4: * 2 st í fyrsta st, 1 st í hvern og einn af næstu 2 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 48 st.
UMFERÐ 5: * 2 st í fyrsta st, 1 st í hvern og einn af næstu 3 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 60 st.
UMFERÐ 6: * 2 st í fyrsta st, 1 st í hvern og einn af næstu 4 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 72 st.
UMFERÐ 7: * 2 st í fyrsta st, 1 st í hvern og einn af næstu 5 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 84 st.
UMFERÐ 8: * 2 st í fyrsta st, 1 st í hvern og einn af næstu 6 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 96 st.
UMFERÐ 9: * 2 st í fyrsta st, 1 st í hvern og einn af næstu 7 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 108 st.
UMFERÐ 10: * 2 st í fyrsta st, 1 st í hvern og einn af næstu 8 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 120 st.
UMFERÐ 11: * 2 st í fyrsta st, 1 st í hvern og einn af næstu 9 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 132 st.
UMFERÐ 12: * 2 st í fyrsta st, 1 st í hvern og einn af næstu 10 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn JAFNFRAMT eru sett 4 prjónamerki í stykkið með 36 st millibili = 144 st. Prjónamerkin merkja fætur og hendur sem heklaðar eru síðar. ATH: Ef óskað er eftir því að hafa diskamottuna stærri er haldið áfram með útaukningar alveg eins (þ.e.a.s. það verður 1 st fleiri á milli hverra útaukninga í umf).
UMFERÐ 13: * KRABBAHEKL – sjá skýringu að ofan, í fyrsta st, 1 krabbalykkja í hverja og eina af næstu 11 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn 156 krabbalykkjur. Klippið frá og festið enda.

HÖFUÐ + HÚFA:
Stykkið er heklað í hring. Heklið 5 ll með heklunál nr 3 með ljós ferskju og tengið í hring með 1 kl í 1. ll.
UMFERÐ 1: Heklið 8 fl um ll-hringinn –
LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR!
UMFERÐ 2: Heklið 2 fl í hverja fl = 16 fl.
UMFERÐ 3: * 2 fl í fyrstu fl, 1 fl í næstu fl *,endurtakið frá *-* = 24 fl.
UMFERÐ 4: * 2 fl í fyrstu fl, 1 fl í hverja og eina af 2 næstu fl *, endurtakið frá *-* = 32 fl.
UMFERÐ 5: * 2 fl í fyrstu fl, 1 fl í hverja og eina af 3 næstu fl *, endurtakið frá *-* = 40 fl. Nú er byrjun á skeggi hekluð með hvítu (ATH: Klippið ekki frá þráðinn með ljós ferskju, það á að hekla áfram með honum síðar) þannig: * Heklið 1 fl framan í lykkjubogann í næstu l, 1 ll, hoppið yfir 1 fl *, endurtakið frá *-* 9 sinnum til viðbótar (þ.e.a.s. yfir næstu 20 fl), endið á 1 fl í næstu fl. Klippið frá og festið enda. Heklið síðan áfram með ljós ferskju. ATH: 1. Umf er hekluð þá aftan í lykkjubogann í síðustu umf með ljós ferskju yfir 20 fyrstu l.
Heklið nú 6 umf með 1 fl í hverja fl. Skiptið yfir í hvítt – LESIÐ LITASKIPTI! Til þess að fá þéttari kant neðst niðri á húfunni er hekluð 1 umf þannig (fyrsta st er skipt út fyrir 3 ll): * 1 st í fyrstu fl, en bíðið með að draga banið í gegn í lokin, heklið 1 st til viðbótar í sömu fl, en þegar draga á bandi í gegn í lokin er það dregið í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni *, endurtakið frá *-* út umf og endið umf á 1 kl í fyrstu l, skiptið um lit yfir í rautt.
HÉÐAN ER NÚ MÆLT!
Heklið nú 1 fl í hverja l þar til stykkið mælist 3 cm, troðið vatti í höfuðið áður en heklað er áfram. Næsta umf er hekluð þannig. * 7 fl, hoppið yfir 1 fl *, endurtakið frá *-* = 35 fl. Heklið 1 umf með 1 fl í hverja fl. Næsta umf er hekluð þannig: * 6 fl, hoppið yfir 1 fl *, endurtakið frá = 30 fl. Heklið 1 umf með 1 fl í hverja fl. Haldið svona áfram (það fækkar um 5 l í annarri hverri umf) þar til 5 l eru eftir. Klippið frá og herðið að efst uppi.

SKEGG:
Stykkið er heklað fram og til baka yfir þær l sem gerðar voru fyrir skegg með heklunál nr 3 með hvítu. Heklið * 1 fl í fyrstu fl, 1 fl í næstu ll *, endurtakið frá *-* þar til 1 fl er eftir, endið á 1 fl í síðustu fl = 21 fl. Heklið 1 ll, hoppið yfir 1 fl, 1 fl í hverja fl. Endurtakið þessa umf þar til skeggið er ca 2½ cm. Klippið frá og festið enda. Heklið nú eina umf í kringum skeggið með heklunál nr 3 með hvítu. Heklið hverja umf/l í kringum allt skeggið þannig: 1 krabbalykkja, 2 ll.

HANDLEGGUR:
Stykkið er heklað í hring. Heklið 3 ll með heklunál nr 3 með rauðu, tengið saman í hring með 1 kl í fyrstu ll.
UMFERÐ 1: Heklið 6 fl um hringinn – MUNIÐ EFTIR HEKLLEIÐBEININGAR!
UMFERÐ 2: Heklið 2 fl í hverja fl umf hringinn = 12 fl.
UMFERÐ 3: Heklið * 1 fl í næstu fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 18 fl.
UMFERÐ 4: Heklið 1 fl í hverja fl umf hringinn.
UMFERÐ 5: Heklið * 1 fl í hverja og eina af næstu 2 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 24 fl.
UMFERÐ 6: Heklið 1 fl í hverja fl umf hringinn.
UMFERÐ 7: LESIÐ FL HEKLAÐAR SAMAN! * 1 fl í hverja og eina af næstu 2 fl, heklið 2 fl saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn, skiptið um lit fyrir í ljós ferskju – MUNIÐ EFTIR LITASKIPTI = 18 fl.
UMFERÐ 8: Heklið 1 fl í hverja fl umf hringinn. Fyllið handlegginn með vatti.
UMFERÐ 9: Heklið * 1 fl í næstu fl, heklið 2 fl saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 12 fl.
UMFERÐ 10: Heklið 2 og 2 fl saman umf hringinn = 6 fl.
Klippið frá, saumið saman efst uppi og festið vel.
Heklið annan handlegg.

FÓTUR:
Stykkið er heklað í hring. Heklið 3 ll með heklunál nr 3 með svörtu, tengið saman í hring með 1 kl í fyrstu ll.
UMFERÐ 1: Heklið 6 fl um hringinn – MUNIÐ EFTIR HEKLLEIÐBEININGAR!
UMFERÐ 2: Heklið 2 fl í hverja fl umf hringinn = 12 fl.
UMFERÐ 3: Heklið * 1 fl í næstu fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 18 fl.
UMFERÐ 4: Heklið 1 fl í hverja fl umf hringinn.
UMFERÐ 5: Heklið * 1 fl í herja og eina af næstu 2 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 24 fl.
UMFERÐ 6: Heklið 1 fl í hverja fl umf hringinn.
UMFERÐ 7: Heklið * 1 fl í hverja og eina af næstu 2 fl, heklið 2 fl saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 18 fl.
UMFERÐ 8: Heklið 1 fl í hverja fl umf hringinn. Fyllið fótinn með vatti.
UMFERÐ 9: Heklið * 1 fl í næstu fl, heklið 2 fl saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 12 fl.
UMFERÐ 10: Heklið fl 2 og 2 saman umf hringinn = 6 fl.
Klippið frá, saumið saman efst uppi og festið vel.
Heklið annan fót.

FRÁGANGUR:
Gerið dúsk með hvítu ca 4 cm að þvermáli. Festið efst uppi á húfuna. Saumið fætur og hendur við diskamottuna við hvert prjónamerki, saumið höfuðið við diskamottuna mitt á milli handa. Gerið tvo franska hnúta með svörtu fyrir augu og festið á höfuðið. Klippið frá og festið enda.

Paola 04.12.2015 - 12:32:

Buongiorno! Nelle istruzioni si dice di usare l'uncinetto numero 3, ma il cotone suggerito indica di usare il numero 5... quale è l'indicazione corretta? Grazie :-)

DROPS Design 07.12.2015 kl. 13:12:

Buongiorno Paola. Per realizzare questo modello è corretto usare l’uncinetto n° 3: il lavoro deve risultare particolarmente sostenuto. Buon lavoro!

Lefevre Christine 25.10.2015 - 12:41:

Que signifient "tour de B" et "tour en B" pour le set de table Père Noèl en DROPS Paris? merci

DROPS Design 26.10.2015 kl. 11:22:

Bonjour Mme Lefevre, ce sont des tours crochetés en brides - voir info crochet au début du modèle et vidéo. Bon crochet!

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1053

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.