DROPS Extra / 0-995

Pour on the Charm! by DROPS Design

Prjónuð flöskuhulstur úr DROPS Nepal. Þema: Jól.

DROPS Design: Mynstur nr ne-132
Garnflokkur C
-----------------------------------------------------------
Stærð: Passar á 0,75 l flösku.
Efni: DROPS NEPAL frá Garnstudio
100 gr litur nr 0100, natur
50 gr litur nr 3608, djúprauður

DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 5 – eða sú stærð sem þarf til að 17 l og 22 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (4)

65% Ull, 35% Alpakka
frá 550.00 kr /50g
DROPS Nepal uni colour DROPS Nepal uni colour 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Nepal mix DROPS Nepal mix 572.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1650kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á hringprjóna):
*1 umf slétt og 1 umf brugðið *, endurtakið frá *-*.

MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1 til A.2.
----------------------------------------------------------

FLÖSKUHULSTUR 1 (djúprautt):
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 36 l á sokkaprjóna nr 5 með djúprauðum. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan. Prjónið nú síðan A.1 2 sinnum á breiddina. Þegar A.1 hefur verið prjónað 5 sinnum á hæðina eru prjónaðar 4 umf garðaprjón. Stykkið mælist ca 20 cm. Fellið af.

FLÖSKUHULSTUR (natur):
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 48 l á sokkaprjóna nr 5 með natur. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan. Prjónið nú A.2 2 sinnum á breiddina. Þegar stykkið mælist ca 22 cm (stillið af eftir 4. umf í A.2) prjónið nú 1 umf br yfir allar l. Næsta umf er prjónuð þannig: * Prjónið 2 l slétt saman, sláið uppá prjóninn *, endurtakið frá *-*. Næsta umf er prjónuð br. Prjónið nú stroff 2 l sl, 2 l br. Þegar stykkið mælist 32 cm fellið af með sl yfir sl og br yfir br.

BAND:
Klippið 2 þræði ca 1,5 metra með natur. Tvinnið bandið saman þar til það tekur í, leggið bandið saman tvöfalt og þá tvinnar það sig aftur saman. Hnýtið hnút á hvorn enda. Þræðið bandið upp og niður í gataumferðina á hulstrinu og hnýtið slaufu yfir einn kaðalinn.

Mynstur

= sl
= br
= 2 l slétt saman
= takið 1 l óprjónaða, prjónið 1 l, steypið óprjónuðu l yfir
= sláið uppá prjóninn á milli 2 l
= setjið 3 l á hjálparprjón fyrir aftan stykkið, 3 l sl, 3 l sl af hjálparprjóni
= setjið 3 l á hjálparprjón fyrir framan stykkið, 3 l sl, 3 l sl af hjálparprjóni

Marianne Holmberg 22.11.2014 - 14:06:

Hur läser jag diagrammet? från höger till vänster,är första varvet från höger och varv 2 från vänster eller är alla varv från höger sida

DROPS Design 28.11.2014 kl. 15:31:

Hej Marianne, diagrammen läses alltid nederst från första varvet från höger mot vänster. Du stickar runt, så alla varv är från rätsiden. Lycka till.

Josephine 11.01.2014 - 08:43:

Hallo Alainta, das mit der Bodenplatte finde ich eine gute Idee, wie haben Sie die gemacht?

Alainta 20.12.2013 - 08:27:

Ich habe mit einer Bodenplatte angefangen, sonst rutscht die Flasche beim Anheben dauernd aus ihrem "Pullover!

Tara 14.12.2013 - 16:35:

Deze zijn ook mooi vorig jaar met de kerstster gemaakt en staat nu weer op tafel iedereen roept erover

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-995

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.