DROPS / 143 / 11

Martha by DROPS Design

Prjónuð DROPS peysa úr Karisma með berustykki, mynstri og bótum á ermum. Stærð S-XXXL

DROPS Design: Mynstur nr u-673
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS KARISMA frá Garnstudio
450-500-550-600-650-700 gr litur nr 54, beige
100 gr í allar stærðir, litur nr 39, dökk bleikvínrauður
50 gr í allar stærðir, litur nr 33, millibleikur
50 gr í allar stærðir, litur nr 47, skógargrænn
50 gr í allar stærðir, litur nr 65, gallabuxnablár

DROPS SOKKAPRJÓNAR og HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 21 l og 28 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
DROPS SOKKAPRJÓNAR og HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 3 – fyrir stroff.
DROPS TRÉTALA KÓKOSHNETU NR 516: 8 stk.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (69)

100% Ull
frá 528.00 kr /50g
DROPS Karisma uni colour DROPS Karisma uni colour 528.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Karisma mix DROPS Karisma mix 528.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 7392kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka á hringprjóna):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.

MYNSTUR:
Sjá teikningu A-1 og A-2. Mynstrið er prjónað með sléttprjóni og sýnir 1 mynstureiningu af mynstri.
----------------------------------------------------------

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan.
Fitjið upp 192-208-232-260-284-312 l á hringprjóna nr 3 með dökk bleikvínrauðu. Prjónið 1 umf stroff (1. umf = réttan) þannig: Prjónið 1 kantlykkju með GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan,* 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* þar til 3 l eru eftir, prjónið 2 l sl og 1 kantlykkju með garðaprjóni. Þegar prjónuð hefur verið 1 umf með dökk bleikvínrauðu, er skipt yfir í beige/brúnn. Haldið áfram að prjóna stroff þar til það mælist 4 cm. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4 og prjónið 1 umf slétt jafnframt er fellt af 22-26-26-30-30-34 l jafnt yfir = 170-182-206-230-254-278 l. Setjið 1 prjónamerki eftir 43-46-52-58-64-70 l inn frá hvorri hlið (= 84-90-102-114-126-138 l milli prjónamerkja á bakstykki). Haldið áfram með sléttprjón og beige/brúnn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist ca 10 cm, er fellt af 1 l hvoru megin við prjónamerki á hliðum. Endurtakið úrtöku með 4 cm millibili 2 sinnum til viðbótar = 158-170-194-218-242-266 m.
Þegar stykkið mælist 22-23-24-25-26-27 cm, er aukið út um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin. Endurtakið útaukningu með 5 cm millibili 2 sinnum til viðbótar = 170-182-206-230-254-278 l.
Þegar stykkið mælist 38-39-40-41-42-43 cm, fellið af 10 l á hvorri hlið fyrir handveg í næstu umf frá réttu (þ.e.a.s. 5 l hvoru megin við prjónamerki á hliðum)= 150-162-186-210-234-258 l. Geymið stykkið og prjónið ermar.

ERMI:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna.
Fitjið upp 52-56-56-60-64-64 l með dökk bleikvínrauðu á sokkaprjóna nr 3. Prjónið 1 umf stroff = 2 l sl, 2 l br. Skiptið yfir í beige/brúnn, haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist 6 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4, prjónið 1 umf sléttprjón jafnframt er fellt af 4-8-8-0-4-4 l jafnt yfir = 48-48-48-60-60-60 l. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf = miðja undir ermi. Haldið áfram með mynstur A-2, síðan er haldið áfram að prjóna ermi með beige/brúnn. Þegar stykkið mælist 10-10-12-10-10-12 cm, er aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki við miðju undir ermi. Endurtakið útaukningu með 3-2½-2-3-2½-2 cm millibili 11-13-15-11-13-15 sinnum til viðbótar = 72-76-80-84-88-92 l. Þegar stykkið mælist 47 cm í öllum stærðum, fellið af 10 l undir við miðju, þ.e.a.s. 5 l hvoru megin við prjónamerki =62-66-70-74-78-82 l. Geymið stykkið og prjónið 1 ermi til viðbótar.

BERUSTYKKI:
Setjið inn ermar á sama hringprjón nr 4 eins og fram- og bakstykki = 274-294-326-358-390-422 l (ekki prjóna l þegar þær eru settar á prjóninn). Prjónið 1 umf brugðið frá röngu með beige/brúnn jafnframt er fellt af 8-4-12-8-4-12 l jafnt yfir = 266-290-314-350-386-410 l. Prjónið 0-2-4-2-4-8 umf til viðbótar með sléttprjóni og beige/brúnn, áður en haldið er áfram með mynstur A-1 (1. umf = rétta) með 1 kantlykkju á hvorri hlið – sjá mynstur í þinni stærð!
Eftir úrtöku eru 90-98-106-118-130-138 l á prjóni og stykkið mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm upp að öxl. Prjónið nú upphækkun að aftan með beige/brúnn þannig: Prjónið 52-56-60-66-72-76 l sl, snúið við, prjónið 14 l br til baka, snúið við, prjónið 21 l sl, snúið við, prjónið 28 l br. Haldið áfram að prjóna yfir 7 l fleiri í hvert skipti áður en snúið er við þar til prjónað hefur verið yfir alls 70-70-84-84-98-98 l, snúið við og prjónið út umf. Nú er prjónuð 1 umf brugðið frá röngu yfir allar l jafnframt þar sem fellt er af 6-10-14-22-30-34 l jafnt yfir = 84-88-92-96-100-104 l.
Setjið l á 1 band, hálsmálið er prjónað eftir að listi að framan hefur verið prjónaður.

VINSTRI LISTI AÐ FRAMAN:
Listi að framan er prjónaður fram og til baka á hringprjóna nr 3. Prjónið upp ca 144 til 168 l (deilanlegt með 4) innan við 1 kantlykkjuna meðfram vinstri kanti að framan með beige/brúnn. Prjónið stroff frá röngu þannig: Prjónið 1 l garðaprjón, * 2 l br, 1 l sl *, endurtakið frá *-*, endið með 2 l br og 1 l garðaprjóni. Frá réttu byrjar og endar stroffið með 2 l sl og 1 l garðaprjóni. Haldið áfram með sl yfir sl og br yfir br þar til stroffið mælist 3 cm, fellið af með sl yfir sl og br yfir br.

HÆGRI LISTI AÐ FRAMAN:
Prjónið eins og sá vinstri nema eftir 1 cm er fellt af fyrir 7 hnappagötum jafnt yfir (hnappagötin eru felld af í brugðnu einingunum séð frá réttu). 1 HNAPPAGAT = prjónið 2 l br saman og sláið uppá prjóninn – efsta hnappagatið á að vera ca 6-7 cm ofanfrá (það á að vera 1 hnappagat á listanum við hálsmál) og neðsta ca 5-6 cm frá neðri kanti.

HÁLSMÁL:
Hálsmálið er prjónað fram og til baka með beige/brúnn á hringprjóna nr 3 þannig: Prjónið upp 6 l af hægri lista að framan (innan við 1 kantlykkju), prjónið inn þær 84-88-92-96-100-104 l af bandi í kringum hálsmálið og prjónið upp 6 l af vinstra lista að framan = 96-100-104-108-112-116 l. Prjónið stroff (1. umf = ranga) þannig: Prjónið 1 l garðaprjón, * 2 l br, 2 l sl *, endurtakið frá *-*, endið með 2 l br og 1 l garðaprjón. Haldið áfram með sl yfir sl og br yfir br með 1 l garðaprjón á hvorri hlið. Þegar hálsmálið mælist 1 cm, fellið af fyrir 1 hnappagati fyrir ofan hin hnappagötin á hægra lista að framan. Haldið áfram með stoff þar til hálsmálið mælist alls 3 cm, fellið af með sl yfir sl og br yfir br.

BÓT Á ERMI:
Bótin er prjónuð með garðaprjóni fram og til baka með dökk bleikvínrauðu á 2 sokkaprjóna nr 3.
Fitjið upp 10 l. Prjónið 1 umf slétt, í næstu umf er aukið út með 1 l hvoru megin með því að slá uppá prjóninn innan við síðustu l, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt til þess að sleppa við göt. Endurtakið útaukningu í annarri hverri umf 3 sinnum til viðbótar og síðan í 4. hverri umf 2 sinnum = 22 l. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 12 cm, nú eru l fellt af 1 l á hvorri hlið með því að prjóna 2 síðustu l sl saman. Endurtakið úrtöku í 4. hverri umf 1 sinni til viðbótar og síðan í annarri hverri umf 4 sinnum = 10 l eftir. Fellið af, bótin mælist nú ca 15 cm á hæðina og 10 cm á breiddina.

FRÁGANGUR:
Saumið saman op undir ermum og saumið tölurnar í.
Saumið bæturnar fastar á ermarnar með beige/brúnn og stingsaum innan við ystu l. Bæturnar eru saumaðar á ca 21 cm frá neðri hluta ermar og ca 2-3 cm frá prjónamerki við miðju undir og á móti aftari hluta ermar. Festið gjarna bótina á með nálum fyrst og prufið peysuna til þess að sjá hvort bótin sitji á réttum stað áður en hún er saumuð á.

Mynstur

= beige
= gallabuxnablár
= millibleikur
= dökk bleikvínrauður
= skógargrænn
= prjónað með dökk bleikvínrauðu, saumið í með gallabuxnabláum
= prjónað með beige, saumið í með dökk bleikvínrauðum
= 2 lykkjur slétt saman frá réttu og 2 lykkjur brugðnar saman frá röngu


Rosa Villarroel 06.02.2019 - 19:45:

Hola!!!! hoy comienzo esta prenda, solo quiero agradecer la información.

Lille 14.09.2018 - 18:58:

Hvor på jakken Martha starter jeg mønsteret i str m?

DROPS Design 17.09.2018 kl. 09:09:

Hei Lille. Du starter mønsteret på bæresttkket, fra rettsiden. Etter at du har satt ermene inn på samme rundpinne som bolen strikkes 1 omgang fra vrangsiden der masketallet justeres. I størrelse M strikkes det så 2 omganger til før du begynner med A.1 (fra rettsiden). Du strikker 1 kantmaske i rille og så gjentas A.1 rundt hele omgangen før det avsluttes med 1 kantmaske i rille. Det er også mønster nederst på ermene (A.2), som strikkes etter vrangborden. God fornøyelse.

Patricia 27.03.2018 - 22:28:

Mooi vest! Klopt het kleurnummer van de basiskleur wel? Er staat 54, maar het lijkt wel of nr 55 meer overheen komt.

DROPS Design 29.03.2018 kl. 11:35:

Hallo Patricia, Ja hoor, het kleurnummer klopt. Door de foto en de lichtval kan het altijd een beetje anders lijken.

Patricia 27.03.2018 - 22:26:

Mooi vest! Klopt het kleurnummer van de basiskleur wel? Er staat 54, maar het lijkt wel of nr 55 meer overheen komt.

Anne-Kirstine 25.01.2018 - 22:10:

Kan jeg strikke denne cardigan i Alaska, Big Merino og/eller Nepal i stedet? Dem har jeg nemlig på lager i forvejen. De er godt nok til pind 5 istedet for pind 4. Jeg strikker ret stramt og skal normalvis en halv el. Hel pind pind op ift. Anbefaling til garnet. Håber I kan hjælpe.

DROPS Design 26.01.2018 kl. 07:38:

Hei Anne- Kristine. Både Alaska, Big-Delight og Nepal tilhører garngruppe C, mens garnet (Karisma) i oppskriften tilhører garngrupp B. C er tykkere enn B. Det er ikke å anbefale å bruke et tykkere garn i denne oppskriften, men du kan jo alltids strikke en prøvelapp og sjekke om du får den strikkefastheten som er oppgitt i oppskriften. mvh Drops design

Solfrid Annie Jensen 11.04.2017 - 08:55:

Hei! Jeg fant et bilde av en strikket jakke på Raverly. Det stod at mønsteret finnes på Drops Design 143-11, men det stemte ikke. Det var en annen jakke. Jeg ønsker å finne dette mønsteret, som ligger på Raverly. Kan dere hjelpe meg ? På forhånd takk. Hilsen Solfrid

DROPS Design 20.04.2017 kl. 14:08:

Hei Solfrid. Ettersom jeg ikke vet hvilken jakke du har sett på Ravelry, kan jeg ikke hjelpe deg. Om du har et navn eller nr på jakken kan jeg kanskje hjelpe deg.

Christine Gilsenan 22.02.2017 - 22:06:

Please help, I have finished knitting the cardigan and I am at the point of picking up the stitches for the front bands, but I have realised the front edges do not go in a straight line to the neck edge . The photo shows it should be, but looking at the chart it shows decreases in the fairisle yoke at the front edges causing the edges to curve. Have I done something drastically wrong ??

DROPS Design 28.02.2017 kl. 16:11:

Dear Mrs Gilsenan,The decreases should just make the yoke smaller and smaller around the yoke. The front band still go in a straight line, of course with a little curve (because of the decrease at the front edges). So just make the front bands, then it will look like the picture. Happy knitting!

Liz Whelan 23.10.2016 - 03:21:

Having got to the YOKE, I cannot find where and when I decrease to get the stitches from 266 to 90, before I work the shoulder elevations. Plese help.

DROPS Design 24.10.2016 kl. 10:20:

Dear Mrs Whelam, see answer below.

Liz Whelan 23.10.2016 - 03:19:

Once I get to the YOKE, I cannot find when to do the decreases, so that I go from 266 stitches to 90 stitches on the needle. Please help.

DROPS Design 24.10.2016 kl. 10:20:

Dear Mrs Whelam, the dec for yoke are included in diagram A.1 (= see last symbol in diagram text), ie you will dec 1 st (K2 tog from RS, P2 tog from WS) a total of 8 times in each A.1 - you are repeating A.1 a total of 22 times in width (= 22 sts dec on each dec round) x 8 sts dec in total in each A.1 = 176 sts dec. 266-176=90 sts remain. Happy knitting!

Anita Netland Myhre 25.09.2016 - 19:29:

Hei. Har tidligere kjøpt inn garn til denne flotte modellen, men kommer ikke i gang fordi jeg ønsker strikke rundt, gjerne som genser. Har dere mulighet å regne om denne modellen til genser, gjerne som modell 135-43, U-622. Den har jeg laget før og synes maskeantall i utgangspunkt er likt. Men håper dere har system og mulighet å regne om til gensermønster, gjerne høy hals. Helt sikkert populært hos flere. På forhånd takk for hjelpen.

DROPS Design 26.09.2016 kl. 14:43:

Hej Anita. Dette mönster er kun lavet som jakke og jeg har desvaerre ikke mulighed for lige at omregne mönstret. Jeg ville her bare slaa det antal masker op som staar i mönstret (stolpen strikkes jo först paa senere). Start af pind er saa i den ene side (standard under venstre erme) og saa regner ud herfra.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 143-11

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.