DROPS Baby / 19 / 9

Sweet Buttercup Socks by DROPS Design

Heklaðar tátiljur fyrir börn með sólfjaðramynstri úr DROPS BabyMerino

Leitarorð: tátiljur, viftumynstur,

DROPS design: Mynstur nr BM-030-by
--------------------------------------------------------
Stærð: 1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4) ára
Lengd fótar: 10 - 11 - 12 (14 - 16) cm
Efni:
DROPS BABY MERINO frá Garnstudio
50 g í allar stærðir nr 02, natur

DROPS HEKLUNÁL NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 24 fastalykkjur/stuðlar verði 10 cm á breidd.
--------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (11) FAQ

100% Ull
frá 748.00 kr /50g
DROPS Baby Merino uni colour DROPS Baby Merino uni colour 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Baby Merino mix DROPS Baby Merino mix 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 748kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

TÁTILJUR:

HEKLLEIÐBEININGAR:
Í byrjun á hverri umferð sem er hekluð fram og til baka með fastalykkjum er fyrsta fastalykkjan skipt út fyrir 1 loftlykkju og umferðin endar með 1 fastalykkju í loftlykkju í byrjun á fyrri umferð.
Í byrjun á hverri umferð sem er hekluð í hring með fastalykkju er fyrstu fastalykkju skipt út fyrir 1 loftlykkju og umferðin endar með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju í byrjun á umferð.
Í byrjun á hverri umferð með stuðli er fyrsta stuðli skipt út fyrir 3 loftlykkjur og í lok umferðar er hekluð 1 keðjulykkja í þriðju loftlykkju frá byrjun á umferð.
Heklið í hverja lykkju (ekki á milli).

ÚRTAKA:
Fækkið um 1 fastalykkju/stuðul með því að hekla 2 fastalykkjur/stuðla þannig: Heklið 1 fastalykkju/stuðul, en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið síðan næstu fastalykkju/stuðul, en þegar draga á bandið í gegn í lokin er það dregið í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni – nú hefur fækkað um 1 fastalykkju/stuðul.

HEKLLEIÐBEININGAR:
Í umferð eftir að stuðull á tátilju hafa verið heklaðir saman 2 og 2 verður að hekla aðeins fast framan á tátiljunni, þ.e.a.s. að herða aðeins á þræðinum á milli hverra stuðla sem eru heklaðir. Þetta er gert svona til að miðju stykkið framan á tátiljunni verði ekki of laust.
--------------------------------------------------------

TÁTILJA:
SJÁ HEKLLEIÐBEININGAR og byrjið með sóla.
Heklið 14-16-19 (25-28) loftlykkjur (meðtalin 1 loftlykkja til að snúa við með) með heklunál 3 með BabyMerino.
Fyrsta umferðin er hekluð þannig: 1 fastalykkja í aðra loftlykkju frá heklunálinni, 1 fastalykkja í hverja og eina af næstu 12-14-17 (23-26) loftlykkjum = 13-15-18 (24-27) fastalykkja, snúið stykkinu. Heklið síðan 1 fastalykkju í hverja fastalykkju frá fyrri umferð JAFNFRAMT er aukið út um 2 fastalykkjur í byrjun og í lokin á fyrstu umferð með því að hekla 3 fastalykkjur í fyrstu og síðustu fastalykkju í umferð = 17-19-22 (28-31) fastalykkjur.
Heklið fastalykkjur fram og til baka þar til 1 umferð er eftir áður en stykkið mælist 3-4-4 (4½-5) cm.
Fækkið síðan um 2 fastalykkjur í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA = 13-15-18 (24-27) fastalykkjur í umferð. ATH! Í lok umferðar þegar eftir eru 4 fastalykkjur þá eru síðustu fastalykkjurnar heklaðar saman 2 og 2. Stykkið mælist ca 3-4-4 (4½-5) cm. Klippið frá og festið enda.
Heklið síðan sóla þannig:
UMFERÐ 1: Byrjið við miðju að aftan (= mitt á annarri skammhliðinni), heklið 1 fastalykkju í fyrstu lykkju, 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), heklið 1-2-2 (3-3) stuðul fram að horni, 2 stuðlar í hornið, 1 stuðull í hverja og eina af 13-15-18 (24-27) fastalykkjurm meðfram hlið, 2 stuðlar í hornið 4-6-6 (8-8) stuðlar meðfram skammhlið (= tá), 2 stuðlar í hornið, 13-15-18 (24-27) stuðlar meðfram hlið, 2 stuðlar í hornið og 2-3-3 (4-4) stuðlar meðfram skammhlið að miðju að aftan, endið með 1 keðjulykkju í þriðju loftlykkju í byrjun á umferð = 42-50-56 (72-78) stuðlar.
NÆSTA UMFERÐ Í STÆRÐ 2 ÁRA + 3/4 ÁRA (þessi umferð er ekki hekluð í hinum stærðunum): Heklið 1 umferð með 1 stuðli í hvern stuðul.
NÆSTA UMFERÐ ER HEKLUÐ SVONA Í ÖLLUM STÆRÐUM:
Heklið 1 stuðul í hvern stuðul, en fækkið um 1 stuðul í hvoru 2 hornunum framan á tá – sjá ÚRTAKA = 40-48-54 (70-76) stuðlar.
HEKLIÐ SÍÐAN SVONA FRÁ MIÐJU AÐ AFTAN (heklið 1 loftlykkju í hverja lykkju frá fyrri umferð):
UMFERÐ 1: 14-17-20 (27-30) fastalykkjur, 1 hálfur stuðull, heklið 2 stuðla saman – sjá ÚRTAKA, 6-8-8 (10-10) stuðlar, heklið 2 stuðla saman, 1 hálfur stuðull og 14-17-20 (27-30) fastalykkjur = 38-46-52 (68-74) lykkjur.
UMFERÐ 2: 13-16-19 (26-29) fastalykkjur, 1 hálfur stuðull, heklið 2 stuðla saman, 6-8-8 (10-10) stuðlar, heklið 2 stuðla saman, 1 hálfur stuðull og 13-16-19 (26-29) fastalykkjur = 36-44-50 (66-72) lykkjur.
UMFERÐ 3: 12-15-18 (25-28) fastalykkjur, 1 hálfur stuðull, heklið 2 stuðla saman, 6-8-8 (10-10) stuðlar, heklið 2 stuðla saman, 1 hálfur stuðull og 12-15-18 (25-28) fastalykkjur = 34-42-48 (64-70) lykkjur.
UMFERÐ 4 Í STÆRÐ 2 ÁRA + 3/4 ÁRA (þessi umferð er ekki hekluð í hinum stærðunum): (24-27) fastalykkjur, 1 hálfur stuðull, heklið 2 stuðla saman, (10-10) stuðlar, heklið 2 stuðla saman, 1 hálfur stuðull og (24-27) fastalykkjur = (62-68) lykkjur.
UMFERÐ 5 Í STÆRÐ 3/4 ÁRA (þessi umferð er ekki hekluð í hinum stærðunum): (26) fastalykkjur, 1 hálfur stuðull, heklið 2 stuðla saman, (10) stuðlar, heklið 2 stuðla saman, 1 hálfur stuðull og (26) fastalykkjur = (66) fastalykkjur.
NÆSTA UMFERÐ ER HEKLUÐ SVONA Í ÖLLUM STÆRÐUM: 11-14-17 (23-25) fastalykkjur, 1 hálfur stuðull, heklið 10-12-12 (14-14) næstu stuðla saman 2 og 2, 1 hálfur stuðull og 11-14-17 (23-25) fastalykkjur = 29-36-42 (55-59) lykkjur.
NÆSTA UMFERÐ ER HEKLUÐ SVONA Í ÖLLUM STÆRÐUM! SJÁ HEKLLEIÐBEININGAR! 9-12-15 (21-23) fastalykkjur, 1 hálfur stuðull, heklið 2 stuðla saman, 5-6-6 (7-7) stuðlar, heklið 2 stuðla saman, 1 hálfur stuðull og 9-12-15 (21-23) fastalykkjur = 27-34-40 (53-57) lykkjur.
NÆSTA UMFERÐ ER HEKLUÐ SVONA Í STÆRÐ 2 ÁRA + + 3/4 ÁRA (þessi umferð er ekki hekluð í hinum stærðunum): (20-22) fastalykkjur, 1 hálfur stuðull, heklið stuðla saman, (7-7) stuðlar, heklið 2 stuðla saman, 1 hálfur stuðull og (20-22) fastalykkjur = (51-55) lykkjur.
ALLAR STÆRÐIR: = 27-34-40 (51-55) lykkjur. Heklið 2-2-3 (3-4) umferðir með 1 stuðul í hvern stuðul JAFNFRAMT sem í umferð 1 er fækkað um 1-0-0 (7-3) stuðla jafnt yfir – SJÁ ÚRTAKA = 26-34-40 (44-52) stuðlar.

SÓLFJAÐRAMYNSTUR:
Heklið kant með sólfjaðramynstri efst á stroffi þannig:
UMFERÐ 1: 1 keðjulykkja í fyrstu lykkju, * 3 loftlykkjur, hoppið yfir ca 1 til 3 lykkjur, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn og endið með 3 loftlykkjur og 1 keðjulykkju í keðjulykkju í byrjun á umferð þannig að það verða 10-10-10 (12-12) loftlykkjubogar.
UMFERÐ 2: Heklið keðjulykkju að miðju á fyrsta loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, * 4 stuðlar + 2 loftlykkjur + 4 stuðlar um næsta loftlykkjuboga, 1 stuðull um næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð = 5-5-5 (6-6) sólfjaðrir.
UMFERÐ 3: 3 loftlykkjur, * 4 stuðlar + 2 loftlykkjur + 4 stuðlar mitt í stuðlahóp (þ.e.a.s. um loftlykkjuboga efst á sólfjöður), 1 stuðull í næsta stuðul frá fyrri umferð (þ.e.a.s. í stuðul á milli sólfjaðra) *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð, klippið frá og festið enda. Heklið aðra tátilju alveg eins.

Hélène Sand Pedersen 16.04.2019 - 14:25:

Bonjour, Je suis en train de crocheter le premier chausson et rencontre un problème à l'étape du point éventails. Après le tour 1, j'ai bien 10 arceaux, mais après le tour 2, je n'ai pas 5 cinq éventails, seulement 4. Il est écrit : "4B - 2 ml - 4B dans l'arceau suivant - 1B dans l'arceau suivant" ; il faut donc crocheter dans 3 arceaux en tout, c'est ça ? Mais dans ce cas, c'est logique que je n'ai pas 5 éventails puisque 10/5=2 arceaux. Merci d'avance.

DROPS Design 16.04.2019 kl. 19:24:

Bonjour Hélène. Dans le premier arceau, vous crochetez 4 B + 2 ml + 4 B , dans l'arceau suivant 1 B; puis encore 4 B + 2 ml + 4 B (troisième arceau) et 1 B dans l’arceau suivant (quatrième) et ainsi sur tous le 10 arceaux. De cette façon, à la fin du tour 2, vous aurez 5 éventails. Bon crochet!

Ildiko 16.01.2019 - 14:12:

I would like to get some tip on how to make the sole of these booties non-slippery. I prepared them and they are utterly loved by my little one, but they are quite slippery (worked with yarn Flora). Thank you!

DROPS Design 17.01.2019 kl. 08:31:

Dear Mrs Ilkido, please contact the store where you bought the yarn - even per mail or telephone - they may have tipps for you. Happy crocheting!

Desiree De Lange 28.12.2016 - 13:21:

In patroon babydrops 19-9 slofjes vraag over waaierpatroon: Toer 1: *3 L, sla ongeveer 1 to 3 st over, Wat wordt met dat laatste bedoeld? Dat begrijp ik niet

DROPS Design 02.01.2017 kl. 12:03:

Hoi Desiree. Dat je 1 tot 3 steken moet overslaan - het is een beetje inschatten wat het mooiste valt.

Marte 03.03.2015 - 08:19:

Hvordan hekler jeg hvis jeg skal ha størrelse 1/3? Hvordan leser jeg oppskriften da?

DROPS Design 03.03.2015 kl. 13:56:

Hei Marte. Saa hekler du den mindste str = förste tal i beskrivelsen med flere antal. F.eks: Hekle 14 lm (inkl 1 lm til å snu med) på nål 3 med Baby Merino. Første rad hekles slik: 1 fm i 2.lm fra nålen, 1 fm i hver av de neste 12 lm = 13 fm, snu arb. Osv. God fornöjelse.

Melanie Jahrstorfer 02.02.2015 - 15:30:

Hallo Zusammen, versuche gerade verzweifelt den BAbyschuh Baby Drops 19-9 zu häkeln leider versteh ich die Anleitung für die Sohle nicht. Gibt es da eine Videoanleitung? Mfg jahrstorfer

DROPS Design 04.02.2015 kl. 18:47:

Die 1.R besteht aus festen M. In der nächsten R nehmen Sie am Anfang und am Ende der R je 2 M zu, indem Sie in die 1. fM und die letzte M nicht 1 fM, sondern je 3 fM häkeln, Sie stechen also 3x in die 1. M und 3x in die letzte M ein. Dann häkeln Sie ohne Zunahmen fM hin und zurück, so lange, bis nur noch 1 R fehlt, um eine Gesamthöhe von 3-4-4 (4,5-5) cm ab Anschlag zu erreichen. Nun nehmen Sie am Anfang und am Ende der nächsten R jeweils 2 fM ab, dafür häkeln Sie die ersten 2 fM zusammen, dann… unten geht's weiter!

Jahrstorfer 02.02.2015 - 15:28:

Hallo zusammen, verstehe leider des mit der Sohle nicht gibt es da vllt eine Videoanleitung? mfg jahrstorfer

DROPS Design 04.02.2015 kl. 18:50:

Fortsetzung: ... häkeln Sie die nächsten 2 fM zusammen, häkeln die R so weit, bis noch 4 fM übrig sind, diese häkeln Sie auch wieder paarweise zusammen (also jeweils 2 fM zu 1 fM zusammenhäkeln). Dann häkeln Sie eine Stäbchen-Runde um das ganze Stück, das Sie bisher gehäkelt haben, Sie häkeln also nicht mehr in Hin- und Rück-R weiter, sondern rundum, wie in der Anleitung beschrieben.

Basia 01.05.2014 - 13:25:

Mam nadzieje ze po polsku będzie badziej jasne. kiedy można sie spodziewac tłumaczenia? pozdrawiam

Basia 15.04.2014 - 15:29:

Ale dziwnie rozpisany ten wzór. pół dnia musiałam rozszyfrowywac o co autorowi chodziło. a wszystko rozjasnił by jakiś schemat i pisanie wprost. pozdrawiam

DROPS Design 15.04.2014 kl. 18:30:

Czy tłumaczenie na polski coś pomoże w tej chwili? Pozdrawiam

Tina Stormfeldt 09.02.2014 - 12:49:

Do I have to do the; CROCHET INFO: At the first row as well? If so, how do I do that.

DROPS Design 10.02.2014 kl. 09:58:

Dear Mrs Stormfeldt, on 1st row, you crochet in the 2nd ch from hook, and 1 st in each ch to get the correct number of st. Happy crocheting!

Austrel 14.11.2013 - 15:38:

Bonjour, je fais le petit chausson pour ma grande fille. Je fais la taille 3/4 ans. Le dernier rang avant les 4 tours de brides contient un erreur. Il devrait avoir 22 ms au lieu de 23 ms avant et après les brides du dessus du pied et 55 m au final. Merci

DROPS Design 26.11.2013 kl. 08:51:

Bonjour Mme Austrel et merci, la correction a été faite. Bon crochet!

Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 19-9

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.