DROPS / 6 / 5

DROPS 6-5 by DROPS Design

Prjónuð röndótt peysa úr DROPS Paris. Stærð M

Leitarorð: rendur, toppar,
Þetta mynstur hefur enn ekki fengið nafn. Komdu með tillögu!

DROPS Design: Mynstur nr Q-030
DROPS Retro 1980-1993
Garnflokkur C
-------------------------------------------------------

Stærð: Medium – sjá mynsturteikningu
Efni:
DROPS Paris frá Garnstudio
350 gr nr 015, svartur
250 gr nr 016, hvítur
50 gr nr 014, gulur

DROPS HRINGPRJÓNAR NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur og 23 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
DROPS HEKLUNÁL 4 – fyrir kant á ermum og kant í hálsi og neðan á peysu.

Tölur í () í mynsturteikningu eiga við DROPS Paris, aðrar tölur eiga við garnið DROPS Embrezza sem er hætt í sölu.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (0)

100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 4004kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

MYNSTUR:
Prjónið 6 cm breiðar rendur með sléttprjóni (6 cm = ca 13 umferðir) með svörtum eða hvítum.
Alls eru prjónaðar 11 rendur til skiptis 1 svört og 1 hvít.
Byrjið og endið með svartri rönd. Næst síðasta hvíta röndin á fram- og bakstykki er prjónuð með gulum. Ekki er prjónuð gul rönd á ermi.
----------------------------------------------------------

PEYSA:
Peysan er prjónuð á hringprjón fram og til baka.

FRAMSTYKKI:
Fitjið upp 92 lykkjur á prjón 5 með svörtum. Prjónið MYNSTUR – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT er aukið út um 1 lykkju á hvorri hlið í 18. hverri umferð 5 sinnum = 102 lykkjur. Fellið af eftir 11 rendur, stykkið mælist nú ca 68 cm.

BAKSTYKKI:
Prjónið eins og framstykki.

ERMI:
Fitjið upp 64 lykkjur á prjón 5 með svörtum. Prjónið MYNSTUR – sjá útskýringu að ofan. JAFNFRAMT er aukið út á hvorri hlið um 1 lykkju 13 sinnum í 3. hverri umferð = 90 lykkjur. Fellið af eftir 3 rönd = ca 18 cm. Prjónið aðra ermi alveg eins.

FRÁGANGUR:
Saumið peysuna saman – sjá mynsturteikningu. Saumið í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Heklið eina umferð með fastalykkjum í kringum kant á ermum, í kringum neðri kant á fram- og bakstykki og í kringum hálsmál með svörtum.

Mynstur


There are no comments to this pattern yet! Leave yours below.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 6-5

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.