DROPS / 51 / 2

Holiday Glow by DROPS Design

Prjónaður toppur með garðaprjóni úr DROPS Safran og jakkapeysa með kraga prjónuð með tveimur þráðum DROPS Safran. Stærð S-L.

Leitarorð: jakkapeysur, sett, toppar,

DROPS Design: Mynstur nr E-047 E-048
Garnflokkur A
----------------------------------------------------------
PEYSA
Stærð: S (M-L)
Efni:
DROPS Safran från Garnstudio
500 (550-600) gr litur nr 28, appelsínugulur
350 (400-450) gr litur nr 29, gulur

DROPS HRINGPRJÓNAR OG SOKKAPRJÓNAR NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur og 22 umferðir með sléttprjóni og tveimur þráðum verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
DROPS HEKLUNÁL NR 4 – fyrir heklaðan kant
DROPS TALA NR 350 - 7 st

TOPPUR
Stærð: S (M-L)
Efni:
DROPS Safran frá Garnstudio
150 (150-200) g litur nr 28, appelsínugulur

DROPS HRINGPRJÓNAR NR 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 23 lykkjur og 45 umferðir með garðaprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
DROPS HEKLUNÁL NR 2,5 – fyrir heklaðan kant
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (1)

100% Bómull
frá 374.00 kr /50g
DROPS Safran uni colour DROPS Safran uni colour 374.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 6358kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum.

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

STROFF:
* 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar *. Endurtakið frá *-*.
----------------------------------------------------------

PEYSA:
Stykkið er prjónað í hring en við handveg skiptist stykkið upp og prjónað er fram og til baka.

Fitjið upp 194 (206-218) lykkjur (meðtaldar 2 kantlykkjur) á hringprjón 5 með 2 þráðum appelsínugulum og prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir í einn þráð gulur/1 þráður appelsínugulur og prjónið sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 44 (48-50) cm prjónið næstu umferð þannig: 47 (50-53) lykkjur framstykki, fellið af 4 lykkjur fyrir handveg, 92 (98-104) lykkjur bakstykki, fellið af 4 lykkjur fyrir handveg, 47 (50-53) lykkjur framstykki. Nú er fram- og bakstykki prjónað hvort fyrir sig.

FRAMSTYKKI:
= 47 (50-53) lykkjur. Fellið af fyrir handveg í annarri hverri umferð: 2 lykkjur 2 (2-3) sinnum, 1 lykkja 3 (4-4) sinnum = 40 (42-43) lykkjur. Þegar stykkið mælist 61 (65-68) cm fellið af fyrir hálsmáli í annarri hverri umferð: 5 (6-6) lykkjur 1 sinni, 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 1 sinni, 1 lykkja 3 sinnum. Fellið af þegar stykkið mælist 69 (73-76) cm.

BAKSTYKKI:
= 92 (98-104) lykkjur. Fellið af fyrir handveg eins og á framstykki = 78 (82-84) lykkjur. Þegar stykkið mælist 67 (71-74) cm fellið af miðju 20 (22-22) lykkjurnar fyrir hálsmáli. Fellið síðan af 2 lykkjur á hvorri hlið í næstu umferð við háls. Fellið af þegar stykkið mælist 69 (73-76) cm.

ERMI:
Fitjið upp 38 (38-40) lykkjur á sokkaprjón 5 með 2 þráðum appelsínugulur og prjónið 2 umferðir garðaprjón. Skiptið yfir í 1 þráð gulur og 1 þráð appelsínugulur og prjónið sléttprjón. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 5 cm er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi í 3. hverri umferð 24 (24-25) sinnum = 86 (86-90) lykkjur. Þegar stykkið mælist 43 (42-41) cm fellið af 4 lykkjur mitt undir ermi og prjónið til loka fram og til baka. Fellið síðan af 3 lykkjur á hvorri hlið á öxl í annarri hverri umferð 8 (9-10) sinnum, fellið af. Stykkið mælist ca 51 (51-51) cm.

FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma.

VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN:
Takið upp ca 104 (112-118) lykkjur á hringprjón 5 með 2 þráðum appelsínugulur og prjónið STROFF – sjá útskýringu að ofan - fram og til baka í 3 cm, fellið af.

HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN:
Takið upp lykkjur og prjónið eins og vinstri kantur, en eftir 1 cm eru prjónuð 7 hnappagöt jafnt yfir – 1 hnappagat= fellið af 2 lykkjur og fitjið upp 2 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af í næstu umferð.

KRAGI:
Takið upp ca 88-92 lykkjur frá röngu í kringum háls (ekki yfir kant að framan) á hringprjón 5 með 2 þráðum appelsínugulur og prjónið garðaprjón fram og til baka JAFNFRAMT er aukið út í 6. hverri umverð: 1 lykkja hvoru megin við lykkju mitt ofan á hvorri öxl. Fellið af þegar kraginn mælist 8-10 cm.

HEKLAÐUR KANTUR:
Heklið með tvöföldum þræði appelsínugulur frá réttu með heklunál 4 þannig: 1 umferð með ca 130-140 fastalykkjum umferðina hringinn neðst á búk. Heklið síðan 1 umferð með fastalykkjum í gagnstæða átt, frá vinstri að hægri án þess að snúa stykkinu við. Heklið fastalykkjur frá réttu í hverja fastalykkju frá fyrri umverð. Endurtakið báðar umferðirnar neðst á ermum með ca 25-30 fastalykkjum.

FRÁGANGUR:
Saumið ermar í. Saumið tölur í kant að framan.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:

FRAMSTYKKI:
Fitjið upp 98 (106-112) lykkjur (meðtaldar 2 kantlykkjur fyrir saum) á hringprjón 3,5 með appelsínugulum og prjónið GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 15 (16-17) cm fellið af fyrir handveg á hvorri hlið í annarri hverri umferð þannig: 2 lykkjur 2 (2-2) sinnum, 1 lykkja 4 (6-8) sinnum = 82 (86-88) lykkjur. Þegar stykkið mælist 25 (27-29) cm fellið af miðju 14 (16-18) lykkjurnar af fyrir háls. Fellið síðan af við háls í annarri hverri umferð: 3 lykkjur 2 sinnum, 2 lykkjur 3 sinnum, 1 lykkja 4 sinnum. Þegar stykkið mælist 34 (36-38) cm fellið af frá öxl að hálsi í annarri hverri umferð: 5 lykkjur 2 (3-3) sinnum, 4 lykkjur 2 (1-1) sinni. Nú á að vera búið að fella af allar lykkjur á öxl.

BAKSTYKKI:
Fitjið upp og prjónið eins og á framstykki, nema þegar stykkið mælist 30 (32-34) cm fellið af miðju 18 (20-22) lykkjurnar af fyrir hálsmáli. Fellið síðan af við háls í annarri hverri umferð: 3 lykkjur 2 sinum, 2 lykkjur 3 sinnum, 1 lykkja 2 sinnum. Þegar stykkið mælist 34 (36-38) cm fellið af frá öxl að hálsi í annarri hverri umferð: 5 lykkjur 2 (3-3) sinnum, 4 lykkjur 2 (1-1) sinnum. Nú á að vera búið að fella af allar lykkjur á öxl.

FRÁGANGUR:
Saumið axla- og hliðarsauma.

HEKLAÐUR KANTUR:
Heklið frá réttu með appelsínugulum og heklunál 2,5 þannig: 1 umferð með ca 120 fastalykkjum í kringum háls. Heklið síðan 1 umferð með fastalykkjum í gagnstæða átt, frá vinstri að hægri án þess að snúa stykkinu við. Hekli fastalykkjur frá réttu í hverja fastalykkju frá fyrri umferð. Endurtakið báðar umferðir í kringum handveg með ca 85-90 fastalykkjum.

Mynstur


Cassandra 25.04.2018 - 17:43:

Vorrei realizzare solo il cardigan con il filato drops you 6. Posso comunque lavorarlo a due capi con i ferri 5? Quanto ne occorrerà? Grazie

DROPS Design 25.04.2018 kl. 18:11:

Buongiorno Cassandra, il filato drops loves you 6 appartiene allo stesso gruppo di Safran, per cui può provare a lavorare un campione e vedere se corrisponde a quello indicato. Per la quantità di filato necessaria, faccia riferimento a questo link. Buon lavoro!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 51-2

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.