Hvernig á að fylgja DROPS mynstri

Er þetta í fyrsta skipti sem þú vinnur með DROPS mynstur og áttu í vandræðum með að skilja hvað þú átt að gera fyrst? Lestu þá yfir þessar leiðbeiningar þar sem við sýnum þér hvernig á að fylgja einu af mynstrunum okkar.

Fyrsta skrefið er að velja hvaða mynstur þú vilt gera.

Ertu byrjandi? Þá er góð hugmynd að velja auðvelt mynstur fyrir fyrsta verkefnið. Við höfum valið par af tátiljum, Side Step (DROPS Extra 0-1279) sem dæmi fyrir þessar leiðbeiningar, en þú getur fundið önnur einföld mynstur sem er góð byrjun fyrir byrjendur neðst á síðunni.

Öll mynstrin á síðunni okkar hafa DROPS númer, lýsandi titil, merki sem vísa þér á skyld mynstur og í flestum tilvikum nafn - en ef nafnið vantar skaltu ekki hika við að stinga upp á einu!

Ef þú hefur nú þegar fundið mynstur sem þig langar til að gera, þá er næsta skref að velja hvaða stærð þig langar að gera og hvaða garn þú vilt nota.

Til að gera þetta þá muntu fara í næsta hluta mynstursins (sem kemur á eftir mynsturs myndum í farsíma). Í þessum kafla er að finna upplýsingar um garnflokk mynsturs, númer mynsturs, stærðirnar sem til eru, magnið af garni sem þú þarft fyrir hverja stærð og hvaða prjóna/heklunál til að nota.


DROPS design: Mynstur no de-121
Garnflokkur A + A + A + A eða C + C eða E

Ef þú ert þegar farinn að hugsa um að nota annað garn en það sem lagt er upp með í mynstrinu, er auðveldast að velja annað garn sem tilheyrir sama garnflokki. Lestu um DROPS garnflokka hér.

Þú getur líka auðveldlega skipt út garninu með því að nota garnbreytinn okkar, leitaðu bara að þessum texta á mynstrinu þínu:

„Viltu nota annað garn? Prófaðu garnabreytinn okkar! “


Stærð

Ef um tátiljur er að ræða, þá finnur þú 2 línur af samsvarandi stærð, skóstærð og fótlengd (í cm). Veldu stærðina sem þú vilt gera og merktu þessa stærð með lituðu merki í öllu mynstrinu. Við höfum valið fyrir þetta dæmi stærð 35/37.

Stærð: 29/31 - 32/34 - 35/37 - 38/40 - 41/43 - 44/46
Fótlengd: 17 - 19 - 21 - 23 - 26 - 29 cm

Undir stærðum finnur þú efnið. Hér finnur þú nafn garnsins sem er notað í mynstrinu og magn garns í grömmum sem þú þarft (fyrir hvern lit sem notaður er í mynstrinu). Stundum - eins og í þessu mynstri - sérð þú tillögur að valkostum að öðru garni og litum, það sérðu neðar í

Eða notið:

Við höfum valið stærð 35/37 og það þýðir að við munum þurfa þriðja magn hvers litar, talið frá vinstri.


Efni:
DROPS DELIGHT frá Garnstudio
100-100- 100 -100-100-150 g litur nr 12, regnbogi
Eða notið:
100-100- 100 -100-100-150 g litur nr 17, hindberjakaka
Eða notið:
50-50- 50 -50-50-100 g litur nr 08, grænn/beige
50-50- 50 -50-50-100 g litur nr 07, beige/blár

Til að ganga úr skugga um að þú fáir sama mál og gefið er upp í mynstrinu er mikilvægt að prjónfestan þín samsvari prjónfestu sem lýst er í textanum!

Við mælum því með því að gera alltaf lítið sýnishorn/prufu - Í þessu mynstri þarftu 14 prjónaðar lykkjur til að gefa þér breiddina 10 cm með 4 þráðum af DROPS Delight. Þú finnur þessar upplýsingar ásamt ráðlögðum prjónum/heklunál.

DROPS PRJÓNAR STÆRÐ 5.5 mm – eða þá stærð sem þarf til að 14 lykkjur í garðaprjóni með 4 þráðum verði 10 cm á breidd.


Við byrjum öll mynstrin okkar með því að útskýra allar mismunandi aðferðir sem nota á í mynstrinu.

Þegar þú ferð neðst í mynstrin okkar þá finnur þú fjölda kennslumyndbanda og kennsluleiðbeininga með þessum aðferðum; það er auðvelt að fylgja þeim og gagnlegt þegar þú ert óviss um hvernig á að gera ákveðna hluti.

-------------------------------------------------------
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
-------------------------------------------------------
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
LITAVALMÖGULEIKI:
Notið 4 þræði regnbogi eða 4 þræði hindberjaterta eða 2 þræði grænn/beige + 2 þræðir beige/blár (= 4 þræðir).
ATH: Notið þráðinn bæði innan úr dokkunni og utan með dokkunni.
PRJÓNALEIÐBEININGAR:
Herðið vel á þræði þegar 2 lykkjur eru prjónaðar slétt saman, svo að það myndist ekki stór göt.


Síðan förum við í það hvar við byrjum að vinna að mynstrinu.

-------------------------------------------------------
BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:
-------------------------------------------------------
TÁTILJA:

Fyrst gefum við nokkrar upplýsingar um hvernig á að byrja verkið og í hvaða átt á að vinna!

Stykkið er prjónað fram og til baka frá hæl og að tá.

Nú erum við tilbúin að byrja. Við byrjum alltaf á því að fitja upp þeim fjölda lykkja sem þarf fyrir valda stærð (leitaðu að tölunum sem eru merktar með breiðu letri).

Fitjið upp 23-23- 27 -27-29-29 lykkjur á prjón stærð 5.5 mm með 4 þráðum Delight – sjá LITAVALMÖGULEIKI (skiljið eftir ca 20 cm langan enda, hann er notaður fyrir frágang).
Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan, þar til stykkið mælist 13½-15½- 17½ -19½-22½-25½ cm

Ef þú hefur gleymt því hvernig á að gera GARÐAPRJÓN , skaltu fara aftur efst og fylgja útskýringu á GARÐAPRJÓN undir UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR.

Þó að þú hafir gert prufu, þá er alltaf gott að athuga prjónfestuna á meðan þú prjónar, þá ertu viss um að fá rétta stærð – þess vegna segjum við;

- ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!

Næsta umferð frá réttu er prjónuð þannig: 1 lykkja slétt, prjónið síðan lykkjur tvær og tvær slétt saman = 12-12--14-14-15-15 lykkjur – LESIÐ PRJÓNALEIÐBEININGAR! Prjónið 3 umferðir slétt.
Í næstu umferð frá réttu er prjónað þannig: * prjónið 4-4-5-5-3-3 lykkjur slétt, næstu 2 lykkjur eru prjónaðar slétt saman *, endurtakið frá *-* alls 2-2-2-2-3-3 sinnum = 10-10-12-12-12-12 lykkjur á prjóni.

Þegar við notum * - * í textanum, vinnið allt sem skrifað hefur verið á milli stjarnanna, endurtakið þetta eins oft og tekið er fram í mynstrinu. Hér prjónaðir þú 5 lykkjur, næstu 2 lykkjur eru prjónaðar saman, síðan prjónaðir þú 5 lykkjur og prjónaðir að lokum 2 lykkjur aftur saman. Þannig hefur þú fækkað um 2 lykkjur og átt 12 lykkjur eftir.

Prjónið 1 umferð slétt.
Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman tvær og tvær = 5-5-6-6-6-6 lykkjur.
Stykkið mælist ca 17-19-21-23-26-29 cm. Klippið frá (látið endann vera ca 20 cm langan, hann er notaður fyrir frágang) og dragið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að.

Að lokum þá gerum við fráganginn á tátiljunum.

FRÁGANGUR:
Brjótið uppfitjunarkantinn saman tvöfaldan og saumið saman við miðju að aftan. Saumið saman kant í kant frá tá og upp aðeins yfir 1/3 á tátilju. Saumið í ystu lykkju svo að saumurinn verði ekki of þykkur.


Með því að fara neðst í mynstrið þá finnur þú kaflann okkar um hvernig við getum aðstoðað þig. Hér finnur þú upplýsingar um allt; hvernig á að fitja upp, hvernig á að prjóna lykkjur, fækka lykkjum, fella af, gera frágang á tátiljunum og margt fleira. Þú finnur líka lista yfir algengar spurningar (FAQ) og form til að skrifa þínar eigin. Vonandi að þetta hafi hjálpað þér að skilja uppbyggingu DROPS mynsturs. Ef þú prjónar eða heklar eitthvað af okkar hönnun þá viljum við gjarna að þú sendir okkur það í #dropsfan gallery!

Innblástur fyrir byrjendur


Sjá fleiri mynstur fyrir byrjendur hér