Hvernig á að lesa prjón mynsturteikningu

Mynsturteikning samanstendur af rúðum, 1 rúða = 1 lykkja – útskýring á mynsturtáknum segir til um hvernig á að prjóna lykkjurnar. Mynsturteikning sýnir allar lykkjur séð frá réttu (ef annað er ekki tekið fram).

Mynsturteikning lítur út þannig:

  1. A.1 er nafnið á mynsturteikningunni og vísar í alla mynsturteikninguna.
  2. A.2 er einungis hluti af mynsturteikningu sem er innan í sviga.
  3. Þessi fjöldi sýnir hversu margar lykkjur eru innan fyrstu umferðar sem mynsturteikning nær yfir.
  4. Þetta eru mynsturtáknin: Þau sýna hvernig hver lykkja er prjónuð, eða í hvaða lit er prjónað.

Mynsturteikning er lesin gagnstætt við það sem við lesum vanalega: Frá hægri til vinstri, neðan frá og upp. Þú byrjar sem sagt neðst í hægra horninu og vinnur þig til vinstri og upp (sjá RAUÐAN hring og örvar að neðan). Ef byrjað er á einhverri annarri lykkju þá er það tekið sérstaklega fram – hægt er t.d. að byrja á mismunandi stöðum eftir mismunandi stærðum (sjá BLÁAN ferning að neðan).

Ef prjóna á fleiri einingar af mynsturteikningu (þ.e.a.s. ef endurtaka á mynstrið á breiddina), þá prjónar þú til enda á umferð og byrjar uppá nýtt aftur frá fyrsta tákni.

Fram og til baka:

Þegar þú prjónar fram og til baka, þá kemur önnur hver umferð til með að prjónast frá réttu og önnur hver umferð frá röngu. Þar sem mynsturteikning sýnir allar lykkjur séð frá réttu, þá verður þú því að prjóna gagnstætt þegar þú prjónar frá röngu (sjá bláa ör í mynsturteikningu að neðan): Þú lest umferðina frá vinstri til hægri, sléttar lykkjur eru prjónaðar brugðnar, brugðnar lykkjur eru prjónaðar slétt (þetta stendur oftast í útskýringu á mynsturtáknum: «slétt frá réttu, brugðið frá röngu»).

Í hring:

Þegar þú prjónar í hring, eru allar umferðir prjónaðar frá réttu og mynsturteikning er því lesin frá hægri til vinstri. Þegar þú byrjar á nýrri umferð þá ferðu einfaldlega beint í táknið alveg til hægri í næstu röð í mynsturteikningu (sjá rauð ör í mynsturteikningu að neðan).

Margar mismunandi mynsturteikningar á eftir hverri annarri.:

Ef þú átt að prjóna mismunandi mynsturteikningar á eftir hverri annarri á breiddina/í umferð þá prjónar þú þannig: Prjónið 1 umferð í 1. mynsturteikningu, prjónið síðan 1 umferð í 2. mynsturteikningu og 1 umferð í 3. mynsturteikningu o.s.frv. MUNIÐ EFTIR: Ef prjónað er fram og til baka þá verður að prjóna mynsturteikninguna í gagnstæðri röð frá röngu – þ.e.a.s. byrjið með mynsturteikningu 3, síðan mynsturteikningu 2 og að lokum mynsturteikningu 1. Prjónað er áfram frá gagnstæðri hlið eins og venjulega.

Í mynstrinu getur verðið skrifað þannig: «Prjónið A.1, A.2, A.3 alls 1-1-2-3-4 sinnum». Hér er fyrst prjónað A.1, síðan er A.2 prjónað, á meðan A.3 er endurtekið 1-1-2-3-4 sinnum á breiddina (veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð). Þ.e.a.s. að EINUNGIS A.3 er endurtekið. A.1 og A.2 er bara prjónað 1 sinni hvort.

Þegar lykkjufjöldinn gengur ekki upp í allri einingunni í mynsturteikningu:

Stundum þá gengur lykkjufjöldinn ekki upp í allri einingunni á mynsturteikningu á breiddina t.d: A.1 nær yfir 12 lykkjur, þetta á að endurtaka yfir 40 lykkjur. Hér prjónar þú þá 3 heilar mynstureiningar af A.1 (= 36 lykkjur) og síðan prjónar þú 4 fyrstu lykkjurnar á fjórðu einingunni (sjá rauða línu að neðan). Oftast á þetta við um mynsturteikningu með endurteknu mynstri, þannig að hluti af mynstrinu vantar ekki í stykkið.