Hvernig á að auka út/fækka lykkjum til skiptis í 3. og 4. hverri umferð

Hvernig á að auka út/fækka lykkjum til skiptis í 3. og 4. hverri umferð


Til þess að fá jafna útaukningu/úrtöku í t.d. laskalínu, V-hálsmáli eða til þess að forma flík þá skrifum við oft: :
Aukið út eða fækkið lykkjum til skiptis í 3. og 4. hverri umf/cm alls 10 sinnum!

Dæmi 1: Aukið út/fækkið lykkjum til skiptis í 3. og 4. hverri umf/cm alls 10 sinnum!
Þetta er gert þannig:
Prjónaðu 2 umf/cm, aukið út/fækkið lykkjum í 3. umf/cm.
Prjónaðu 3 umf/cm, aukið út/fækkið lykkjum í 4. umf/cm.
Prjónaðu 2 umf/cm, aukið út/fækkið lykkjum í 3. umf/cm.
Prjónaðu 3 umf/cm, aukið út/fækkið lykkjum í 4. umf/cm.
Endurtakið þar til aukið hefur verið út/lykkjum fækkað alls 10 sinnum.

Dæmi 2: Aukið út/fækkið um 1 lykkju til skiptis 1,5 og 2 cm alls 10 sinnum.
Þetta er gert þannig:
Prjónið 1,5 cm, aukið út/fækkið.
Prjónið 2 cm, aukið út/fækkið.
Prjónið 1,5 cm, aukið út/fækkið.
Prjónið 2 cm, aukið út/fækkið.
Endurtakið þar til aukið hefur verið út/lykkjum fækkað alls 10 sinnum.

ATH! Ef þú heklar eða prjónar fram og til baka þá þarf að auka út/fækka lykkjum bæði frá réttu og frá röngu. Setjið gjarna merki svo að auðveldara sé að sjá hvar auka eigi út/fækka lykkjum.
Ef þú heklar eða prjónar í hring á hringprjóna þá er öll útaukning / úrtaka gerð frá réttu.
Lesið gjarna útaukning / úrtaka í mynstri þar sem við útskýrum hvar og hvernig á að auka út/fækka lykkjum.