Hvernig á að mæla prjónfestu og hvernig á að reikna út mynstur.

Hvernig á að mæla prjónfestu og hvernig á að reikna út mynstur.

Þessar leiðbeiningar eru bæði fyrir prjón og hekl.

Svona reiknum við út mynstur frá prjónfestu:

Skoðaðu alltaf stærðartöflu til að finna út hvaða stærð þú þarft.
Hér getur þú séð kennsluleiðbeiningar um hvernig á að lesa stærðartöfluna okkar.

Útreikningur:
Mynstrið er reiknað út þannig að mælingar sem gefnar eru upp á töflunni verði mæling á fullunnu flíkinni.
Fyrir þennan útreikning þurfum við prjónfestu og þá er ferlið sem hér segir:

Ef 10 cm á breidd = 20 lykkjur á breidd,
Þá er 1 cm á breidd (20/10) = 2 lykkjur.
Ef breiddin á fram- og bakstykki er 48 cm, þá þurfum við
48 cm x 2 lykkjur = 96 lykkjur.

Niðurstaða:
Ef þú færð 22 lykkjur á 10 cm í stað 20 lykkja, þá verður flíkin þín 5 cm minni en mælt er á teikningu.

Allar lykkjur í mynstri eru reiknaðar út frá gefinni prjónfestu og þetta hefur áhrif á allt: t.d. mótun hálsmáls - útaukningu á ermum - uppfitjunarkanti – laskalínu o.s.frv.

Þannig að þú þarft að skipta um grófleika á prjónum / heklunál :)


Prjónfesta/heklfesta og prufa:

Prufa:
Til að ganga úr skugga um að mælingar á flíkinni þinni = mælingar í mynstri ættirðu alltaf að byrja á því að gera prufu - til að komast að réttri prjónfestu/heklfestu.

Fitjaðu upp fleiri lykkjur en prjónfestan/heklfestan segir til um 10 cm á breidd og prjónaðu/heklaðu aðeins meira en 10 cm á hæð, byrjaðu með uppgefinni prjónastærð/heklunálastærð.

Ef prjónfestan er:
20 lykkjur á breidd og 27 umferðir á hæð og 27 umferðir á hæð með sléttprjón = 10 x 10 cm.
Leggðu málband á stykkið og teldu lykkjurnar:
20 lykkjur = 10 cm á breidd og 27 umferðir á hæð = 10 cm.

Niðurstaða:
Meira en 20 lykkjur – skiptu yfir á grófari prjóna
Minna en 20 lykkjur – skiptu yfir á fínni prjóna.

Þegar þú hefur fundið út réttan grófleika á prjónum getur þú byrjað.
Mundu samt eftir að athuga prjónfestuna á meðan þú prjónar; Hún getur breyst á meðan þú ert að vinna að flíkinni.


Grófleiki á prjóni - rétt eða rangt:

Grófleiki á prjónum:
Það er engin réttur eða rangur grófleiki á prjónum/stærð; hver og einn prjónar mismunandi.

Uppgefin prjónastærð er einungis til leiðbeiningar.

Finndu þá prjóna sem gefur rétta prjónfestu – ef þú þarft að nota 6 mm stærð, þegar mynstrið segir notið 4 mm stærð, þá gerir þú það.

Hönnunarteymið okkar notar mismunandi prjónastærð þegar prjónað er með sama garni. Þetta er mjög algengt.


Gerð prjóna:
Það er mjög einstaklingsbundið.

Það eru til prjónar úr tré, bambus, áli, plasti og úr öðrum efnum.
Sumir finna sitt uppáhalds og það er vanalegt að önnur prjónfesta komi þegar notað er mismunandi gerð prjóna (hringprjónar, sokkaprjónar, o.s.frv).

Þannig að ef þetta virkar ekki þegar þú ert að mæla prjónfestu – til dæmis – með ál prjónum, prufaðu aðra gerð úr öðru efni, eins og birki og athugaðu hvort það virki ekki betur fyrir þig.