Hvernig á að byrja á hekli

Hvernig á að byrja á hekli

Hefur þú aldrei heklað áður? Ekkert mál, fylgdu bara þessum einföldu útskýringum og farðu eftir myndunum og myndbandinu að neðan – þá ertu í góðum málum!

Mynd 1: Settu styttri endann undir lengri endann á þræðinum og myndaðu lykkju.

Mynd 2: Oddi heklunálarinnar er stungið ofan frá og niður í gegnum lykkjuna, krækið í lengri endann á þræðinum með heklunálinni og dragið í gegnum lykkjuna.

Mynd 3: Stilltu stærð lykkjunnar af með því að draga aðeins í langa endann á þræðinum. Nú hefur þú heklað fyrstu lykkjuna.

Mynd 4: Leggðu þráðinn með lengri endanum (þann sem hekla á með) yfir vinstri vísifingur og haltu endanum stöðugum á milli fingranna. Þræðinum á vísifingri er brugðið um heklunálina.

Mynd 5: Notaðu krókinn á heklunálinni til þess að draga þráðinn í gegnum lykkjuna á heklunálinni. Nú er ein lykkja á heklunálinni.

Þú getur einnig skoðað þetta myndband