Hvernig á að prjóna uppskrift sem prjóna á í hring og prjóna hana fram og til baka

Hvernig á að prjóna uppskrift sem prjóna á í hring og prjóna hana fram og til baka

Mörg DROPS mynstur eru prjónuð á hringprjóna. Þessi aðferð er mjög vinsæl í löndum eins og í N-Evrópu, Bretlandi og Bandaríkjunum. Kosturinn við þessa aðferð er sá að allar umferðir eru prjónaðar frá réttu á stykkinu. Það verða líka færri saumar.

Ef þú vilt heldur prjóna með bandprjónum getur þú stillt mynstrið af þannig að hægt sé að prjóna fram og til baka.

Hér eru nokkur dæmi:

  • Í uppskriftinni áttu að fitja upp 200 lykkjur fyrir fram- og bakstykki.
  • Það þýðir að það eru 100 lykkjur að framan og 100 lykkjur að aftan.
  • Bættu við 1 kantlykkju í hvora hlið, þær eru til þess að sauma stykkin saman = 102 l á hvoru stykki.
  • Nú getur þú byrjað að prjóna fram og til baka. Útaukning og úrtaka er gerð í hvorri hlið eins og útskýrt er í mynstri (þegar stendur í mynstri að auka út/fella af hvoru megin við merki þá er aukið út/fellt af innan við kantlykkjur í hliðum).

Lestu alltaf mynstrið vandlega yfir svo að ekkert gleymist. Skrifaðu niður breytingarnar þínar til þess að forðast mistök og villur.

Athugaðu vel:

  • Ef mynstur er í stykkinu þá þarf fjöldi lykkja að passa við göt/áferð/litamynstur.
  • Mynstur með laskalínu eru erfiðari og mun flóknari að stilla af fyrir bandprjóna. Ef þér finnst þetta of erfitt, þá getur þú prjónað fram- og bakstykki ásamt ermum á bandprjóna og síðan sett stykkin saman og prjónað afganginn á stykkinu á hringprjóna.
  • Útkoman getur breyst frá upprunalegri hönnun við breytingar eins og þegar notaðir eru aðrir prjónar!

Mörg mynstur sem eru gefin upp fyrir hringprjóna (t.d. peysur og sjöl) eru prjónuð fram og til baka – þetta er gert þegar fjöldi lykkja er of mikill fyrir bandprjóna þar sem þeir eru styttri en hringprjónar. Mörg af þessum mynstrum er hægt að prjóna með bandprjónum – eins lengi og pláss er fyrir allar lykkjurnar.

Langar þig til þess að læra að prjóna á hringprjóna?Þú finnur hér kennsluleiðbeiningar í DROPS myndböndunum okkar. Við höfum myndbönd sem sýna hvernig á að prjóna með hringprjónum, bæði fram og til baka og í hring. Skoðaðu yfirlit yfir myndbönd undir H fyrir hringprjóna

Nokkrar DROPS verslanir bjóða einnig uppá leiðsögn og námskeið. Hafðu samband við DROPS söluaðila í þínu nærumhverfi fyrir frekari upplýsinga.