Hvernig á að lesa úr stærðarteikningu

Þú finnur stærðarteikningu neðst í hverri uppskrift. Teikningin sýnir allar mælingar fyrir hverja stærð sem mynstrið er fáanlegt í.

Ef þú fylgir mynstrinu og heldur réttri prjónfestu/heklfestu ætti tilbúna flíkin að passa við stærðina sem gefin er upp í stærðarteikningunni.

En hvernig vel ég stærðina mína?

Til að velja þína stærð er mikilvægt að skilja að stærðarteikningin sýnir mál fullunninna flíka, ekki líkamsmál þín.

Þessar mælingar á stærðarteikningunni eru sýndar sem talnaraðir, þar sem hver talnaröð samsvarar stærð í uppskriftinni.

Til dæmis, uppskriftin fyrir stærðarteikningu að neðan er fáanleg í stærðum XS-S-M-L-XL-XXL-XXXL, þannig að stærðartafla fyrir brjóstmál/yfirvídd, 46-50-54-58-63-69-75, samsvarar stærðum í þeirri röð. XS = 46, S = 50, M = 54, L = 58, XL = 63, XXL = 69, XXXL = 75.

Stærðarteikning fyrir DROPS 262-30, Hezelnut Harmony Sweater

Þegar hefur náð þessu þá eru 2 aðferðir til að finna stærðina þína

Aðferð 1: Að mæla peysu sem liggur flöt

Ef þú ert óviss um hvaða stærð þú átt að velja getur verið gagnlegt að mæla peysu sem þú átt nú þegar og þér líkar við sniðið. Þú getur síðan notað stærðartöfluna til að finna stærðina sem passar best við þínar mælingar.

  • Leggið peysuna flata og mælið yfirvídd/brjóstmál, handleggi, mjaðmir og lengdina.
  • Berið þessar tölur saman við talnaröðina í stærðarteikningunni til að finna stærðina sem er líkust.
  • Til dæmis, ef peysan þín mælist 57 cm yfir bringuna, þá er næsta talan í stærðarteikningunni fyrir yfirvídd 58. Þetta er fjórða talan í röðinni, sem samsvarar stærð L.
  • Héðan þarftu að bera saman aðrar mælingar í stærðarteikningunni fyrir stærð L (ermi, hálsmál o.s.frv.) til að sjá hvort þær passa við mál peysunnar þinnar, eða hvort þú vilt frekar prjóna aðra stærð.
  • Hægt er að breyta lengdinni eftir smekk.

Aðferð 2: Að mæla eigin líkama

Ef þú kýst að mæla eigin líkama skaltu hafa í huga að stærðarteikningin sýnir málin þegar flíkin liggur flöt en ekki líkamsmálin þín.

Þetta þýðir að þú þarft að ákveða hversu mikla breidd/vídd þú vilt hafa í peysunni þinni. Þú velur hvort þú vilt að flíkin sé aðsniðin, þægileg eða með auka plássi fyrir innanundir flík.

Þegar þú hefur tekið þetta til greina:

  • Mældu eigin líkama (brjóstkassa/yfirvídd, mjaðmir, handleggir o.s.frv.).
  • Ef yfirvíddin er 115 cm, þá er næsta stærð í þessari stærðartöflu sú sem hefur yfirvídd upp á um það bil 58 cm, þar sem 58 x 2 = 116 cm.
  • Gerið það sama fyrir mjaðmir og aðra mælingu: deilið líkamsmálinu með 2 til að bera saman við mælingarnar í stærðarteikningu.
  • Veljið þá stærð sem hentar best líkamsmálinu ykkar og/eða sniðinu sem þið viljið að peysan hafi.
  • Eins og alltaf er hægt að aðlaga lengdina eftir óskum og smekk.