Hvernig á að lesa úr stærðarteikningu

Stærðarteikningu er að finna neðst undir hverju mynstri. Þar eru öll mál í þeim stærðum sem eru í mynstrinu. Ef þú ferð eftir mynstri og heldur sömu hekl-/prjónfestu þá kemur flíkin þín til með að fá sömu mál og á teikningu.

Ef þú átt erfitt með að ákveða stærð þá er gott að máta eina peysu sem passar þér vel. Veldu því næst stærð út frá henni og málum á teikningu.

Ef peysan þín er 60 cm að lengd, yfirvíddin 96 cm og ummál neðst 108 cm þá jafngildir hún stærð L samkvæmt þessari stærðarteikningu.


Ummál neðst = 54 cm x 2 = 108 cm allan hringinn!

Yfirvídd = 48 cm x 2 = 96 cm ummál yfir brjóst!