Hvernig á að gera litlar þæfðar kúlur

Þæfðar ullarkúlur eru einfalt og ódýrt verkefni. Hægt er að strengja þær saman í litríkar lengjur, nota þær sem leikföng fyrir gæludýr eða jafnvel setja þær í skreytingarskál til að lífga upp á heimilið. Með afgangsgarni af hreinu ullargarni geturðu búið til þessar heillandi litlu skrautmuni í hvaða lit og stærð sem þú vilt!

Til að byrja, veldu garn úr hreinni ull (forðastu garn sem er superwash meðhöndlað því það þæfist ekki vel). Garn eins og DROPS Snow virkar frábærlega og það er fáanlegt í mörgum litum.

Vefjið þræðinum þétt í kúlu að stærð að eigin ósk og fjölda.

Þegar kúlurnar eru tilbúnar, settu þær í nylonsokk.

Bindið fyrir sokkinn með þræði í endunum og á milli hverrar kúlu, svo þær þæfist ekki saman við verkið.

Næst skaltu þvo sokkinn í þvottavél með þvottaefni án ensíma eða bleikiefna. Stilltu þvottakerfið á 40 gráður með venjulegri þeytivindu og slepptu forþvottinum. Þegar þvottakerfinu er lokið skaltu taka kúlurnar úr sokknum og láta þær þorna alveg.

Nú ertu með filtkúlur / þæfðar kúlur til að skreyta með!

Síðar ef þarf að þvo þæfðu kúlurnar þá eru þær þvegnar með því að nota ullarprógramm svo þær haldi ekki áfram að þæfast.

Þú getur líka séð þetta myndband