Fram- og bakstykkiNú þegar við höfum prjónað hálsmálið og berustykkið þá höldum við áfram og prjónum neðri hlutann á fram- og bakstykki. Vantar þig aðstoð? Farðu þá neðst á síðuna til að sjá hvar þú getur fengið aðstoð og sent inn spurningar. Nú höldum við áfram?FRAM- OG BAKSTYKKI: ![]() Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 12-14-14-16-16-18-20 lykkjur jafnt yfir = 152-162-170-180-188-198-208 lykkjur. ![]() Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. ![]() Peysan mælist ca 36-40-44-48-50-52-54 cm frá öxl. ![]() Nú er fram- og bakstykkið tilbúið!Nú höfum við skipt berustykkinu í fram- og bakstykki og ermar og prjónað fram- og bakstykki til loka. Það þýðir að #3. vísbendingin í þessu KAL hefur verið leyst. Ertu klár í framhaldið? Smelltu á Næst > til að komast í næsta skref. Mundu að senda myndir af peysunni þinni í myndasafnið okkar. Smelltu hér til að senda inn tengil! Þarftu aðstoð?Hér fyrir neðan finnurðu lista yfir úrræði til að hjálpa þér að klára hálsmálið á jólapeysunni þinni. Ertu enn í vafa? Þú getur skilið eftir spurningar með því að nota eyðublaðið neðst á síðunni og einn af prjónasérfræðingum okkar mun þá reyna að aðstoða þig! |