BerustykkiNú þegar við erum með tvöfalt hálsmál á peysunni okkar er næsta skref að byrja á berustykkinu og mynstrinu. ÚTAUKNING (jafnt yfir): BERUSTYKKI: ![]() Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 24-26-28-30-32-32-34 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING að ofan = 104-110-114-118-122-126-130 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (mitt að framan). Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. ![]() Nú er hægt að prjóna UPPHÆKKUN aftan í hnakka – lesið útskýringu að neðan. Ef þú vilt ekki hafa upphækkun, haltu áfram eins og útskýrt er að neðan. Við notum fjólublá prjónamerki til að sýna hvar við snúum við. UPPHÆKKUN: Byrjið frá réttu og prjónið 9-10-11-12-13-14-15 lykkjur slétt fram hjá merkiþræði í byrjun umferðar (mitt að aftan), snúið, herðið á þræði og prjónið 18-20-22-24-26-28-30 lykkjur brugðið. ![]() Hoppaðu yfir þennan kafla ef þig langar ekki til að hafa upphækkun og haltu áfram að prjóna eins og útskýrt er hér. Prjónið sléttprjón hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA. Þegar 2 umferðir eru eftir þar til berustykkið mælist 3-3-4-4-5-5-6 cm frá prjónamerki, aukið út 24-26-30-34-38-42-46 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 128-136-144-152-160-168-176 lykkjur. Eftir þessar 2 umferðir er prjónað mynstur jafnframt því sem haldið er áfram með útaukningu eins og útskýrt er að neðan – lesið LEIÐBEININGAR og MYNSTUR í útskýringu að neðan. Skiptið yfir á lengri hringprjón eftir þörf. ![]() MYNSTUR: LEIÐBEININGAR: A.1: Prjónið A.1 alls 16-17-18-19-20-21-22 sinnum berustykkið hringinn. JAFNFRAMT í hverri umferð með ör í mynsturteikningu er aukið út eins og útskýrt er að neðan: ![]()
![]() Prjónið þar til stykkið mælist 13-14-15-16-17-18-19 cm frá prjónamerki. ![]() Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 31-33-35-37-39-41-43 lykkjur sléttprjón (hálft bakstykki), setjið næstu 42-44-46-48-50-52-54 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi, setjið 1 prjónamerki mitt í 8 lykkjurnar), prjónið 62-66-70-74-78-82-86 lykkjur sléttprjón (framstykki), setjið næstu 42-44-46-48-50-52-54 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 31-33-35-37-39-41-43 lykkjur eins og áður (hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er núna prjónað áfram hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! Klippið þráðinn og byrjið umferðina við prjónamerkið, eða prjónið fram að prjónamerki með litnum 85, ljós beige (umferðin byrjar núna hér). ![]() Berustykkið með mynstrinu er nú lokið!Nú erum við búin með berustykkið og #2. vísbendingin í þessu KAL hefur verið leyst. Ertu klár í framhaldið? Smelltu á Næst > til að komast í næsta skref. Mundu að senda myndir af peysunni þinni í myndasafnið okkar. Smelltu hér til að senda inn tengil! Þarftu aðstoð?Hér fyrir neðan finnurðu lista yfir úrræði til að hjálpa þér að klára hálsmálið á jólapeysunni þinni. Ertu enn í vafa? Þú getur skilið eftir spurningar með því að nota eyðublaðið neðst á síðunni og einn af prjónasérfræðingum okkar mun þá reyna að aðstoða þig! |