Kantur í hálsmáliÁður en þú byrjar að prjóna peysuna þá þarftu að velja stærðina sem þú ætlar að prjóna. Við munum prjóna stærð 2 ára (merkt með feitletrun), svo vertu viss um að fylgja leiðbeiningunum sem samsvarar þinni stærð. STÆRÐ: Nú byrjum við að prjóna!Fyrst er stutt yfirlit yfir hvernig við prjónum peysuna: TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 80-84-86-88-90-94-96 lykkjur með DROPS Karisma 85, ljós beige, yfir stuttan hringprjón 3 og 4 sem haldið er saman. Dragið út stutta hringprjón 4 og haldið lykkjum eftir á stuttum hringprjóni 3. (í minnstu stærðunum er hægt að setja lykkjurnar á sokkaprjóna 3 ef stuttur hringprjónn 3 er of langur). Uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur. ![]() Prjónið stroff hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 7 cm. ![]() Brjótið stroffið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur og prjónið 1 umferð í stroffprjóni eins og áður, jafnframt því sem önnur hver lykkja er prjónuð saman með annarri hverri lykkju frá uppfitjunarkanti. ![]() Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli. Svo, hvað er næst?Nú þegar þessu skrefi er lokið hefur #1. vísbendingin í þessu KAL verið leyst. Ertu klár í framhaldið? Smelltu þá á Næst hér að neðan > til að komast í næsta skref. Mundu að senda myndir af peysunni þinni í myndasafnið okkar. Smelltu hér til að senda inn tengil! Þarftu aðstoð?Hér fyrir neðan finnurðu lista yfir úrræði til að hjálpa þér að klára hálsmálið á jólapeysunni þinni. Ertu enn í vafa? Þú getur skilið eftir spurningar með því að nota eyðublaðið neðst á síðunni og einn af prjónasérfræðingum okkar mun þá reyna að aðstoða þig! |