Við lærum fleiri nýjar aðferðirÞá erum við komin að vísbendingu #6. Við ætlum að hekla 8 nýjar umferðir og sjalið kemur til með að fá enn fleiri liti! Eins og áður þá getur þú séð kennslumyndbönd neðst í hverri vísbendingu. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir, þá getur skrifað þær í dálkinn neðst á síðunni. ![]() Fyrst smá upplýsingarRENDUR: MYNSTUR: LITASKIPTI: Ef þú ert vön/vanur þá getur þú lesið stuttu útskýringuna og fylgt eftir mynsturteikningu sem samanstendur af A.4a og A.4b sem þú sérð að neðan. Vantar þig frekari aðstoð við að byrja, þá getur þú lesið það sem stendur fyrir neðan í þessari vísbendingu. Stutt útskýringÍ 37. umferð eru sett prjónamerki inn í stykkið uppá nýtt, án þess að hekla. Setjið fyrsta prjónamerki eftir 15 lykkjur, setjið næstu 11 prjónamerki með 30 lykkja millibili, það eru þá 15 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. Á eftir 39. umferð er þráðurinn klipptur frá og 40. umferð er hekluð frá réttu. Byrjið 40. umferð með 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju frá fyrri umferð. Mynsturteikning fyrir vísbendingu #6
![]() Vantar þig aðstoð við að byrja?Hér er nánari útskýring á því hvernig þú byrjar á vísbendingu #6. Við höfum merkt hvar við vinnum með rauðum í mynsturteikningu. Nú er hekluð 33.-35. umferð í A.5a og A.5b með röndum og mynstri, munið eftir LITASKIPTI! Nú hefur öll 35. umferð verið hekluð á hæðina og stykkið mælist ca 55 cm frá byrjun og niður mitt í sjali. Nú eru 60 sólfjaðrir (= 30 mynstureiningar A.5b) í umferð. ![]() Nú er heklað A.6b (A.6a sýnir hvernig umferðin byrjar og er hekluð sem viðbót við A.6b). 36. UMFERÐ er hekluð frá röngu: Leggið 35. umferð (umferð með kórall, sólfjöðrum – litur c) niður þannig að rétta liggi að réttu og heklið um 34. umferð (umferð með ísbláum – litur h) frá bakhlið á sjali þannig: ![]() ![]() Heklið 37. umferð. ![]() Eftir þetta eru prjónamerkin sett á ný í stykkið, án þess að hekla þannig: Setjið fyrsta prjónamerki eftir 15 lykkjur, setjið næstu 11 prjónamerki með 30 lykkju millibili, það eru þá 15 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. ![]() Haldið áfram með 38. og 39. umferð. Klippið frá. ![]() Heklið 40. umferð frá réttu, þannig að bæði 39. umferð og 40. umferð verði heklaðar frá réttu. Byrjið 40. umferð með 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju frá fyrri umferð. ![]() Tilbúið!Nú ertu tilbúin með vísbendingu #6 og þegar allar 40 umferðirnar hafa verið heklaðar mælist stykkið ca 61 cm frá byrjun og niður mitt í sjali. Á mynd að neðan getur þú séð hvernig stykkið lítur út núna! ![]() Kennslumyndband |