Nú bætum við nokkrum litum!Í þessari vísbendingu heklum við 20 nýjar umferðir með nokkrum spennandi heklaðferðum. Við höfum ákveðið að hekla rendur í 3 fallegum litum! Eins og áður þá getur þú séð kennslumyndbönd neðst í hverri vísbendingu. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir, þá getur skrifað þær í dálkinn neðst á síðunni. ![]() Fyrst smá upplýsingarMYNSTUR: RENDUR: LITASKIPTI: HEKLLEIÐBEININGAR: Ef þú ert vön/vanur þá getur þú lesið stuttu útskýringuna og fylgt eftir mynsturteikningu sem samanstendur af A.4a og A.4b sem þú sérð að neðan. Vantar þig frekari aðstoð við að byrja, þá getur þú lesið það sem stendur fyrir neðan í þessari vísbendingu. Stutt útskýringNú heklum við áfram með RENDUR – sjá útskýringu að ofan og mynstur A.4b (A.4a sýnir hvernig hver umferð byrjar og er hekluð sem viðbót við lykkjur í A.4b). Lesið LITASKIPTI! ATH: Til þess að fá betri yfirsýn yfir hvaða umferð sé hekluð í mynstri og röndum, setjið eitt prjónamerki í stykkið hér og næsta umferð er talin sem 1. umferð. Þ.e.a.s. fyrsta umferð í A.4b = 1. umferð í röndum. Mynsturteikning fyrir vísbendingu #4
![]() Vantar þig aðstoð við að byrja?Hér er nánari útskýring á hvernig þú byrjar á vísbendingu #4. Við höfum merkt hvar við vinnum með rauðum í mynsturteikningu. 1.UMFERÐ (= rétta): Heklið 3 loftlykkjur (A.4a), eftir það er heklað A.4b þannig: * 2 stuðlar um fyrsta/næsta loftlykkjuboga, 3 stuðlar um næsta loftlykkjuboga *, heklið frá *-* út umferðina = 120 stuðlar. ![]() ![]() Setjið 12 prjónamerki í stykkið án þess að hekla þannig: Setjið eitt prjónamerki á eftir fyrstu 5 stuðlum, eftir það eru næstu 11 prjónamerki sett með 10 lykkjur á milli hverra prjónamerkja, nú eru aftur 5 stuðlar eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. Prjónamerkin fylgja með áfram upp í stykkinu og við komum til með að hafa ca sama lykkjufjölda á hvorri hlið. ![]() Snúið stykkinu og heklið umferð 2, 3 og 4 eftir mynsturteikningu, A.4a og A.4b, - lesið LITASKIPT. ![]() ![]() Snúið stykkinu, heklið 5. umferð (ÖR 1) með útaukningu þannig: Aukið út um 1 stuðul hvoru megin við prjónamerki með því að hekla 1 auka stuðul um loftlykkjuboga (= 24 lykkjur fleiri) = 144 stuðlar í umferð. ![]() ![]() Snúið stykkinu og heklið 6.-10. umferð. Haldið áfram með rendur – sjá útskýringu að ofan og útaukningu í 7. umferð (ÖR 2, aukið út þannig: Aukið út um 1 fastalykkju hvoru megin við prjónamerki með því að hekla 2 fastalykkjur í sömu lykkju = 24 lykkjur fleiri) = 168 fastalykkjur í umferð og í 10. umferð (ÖR 3, aukið út þannig: Aukið út um 1 stuðul hvoru megin við prjónamerki með því að hekla 2 stuðla í eina lykkju = 24 fleiri lykkjur) = 192 stuðlar í umferð. ![]() ![]() Snúið stykkinu og heklið 11.-15. umferð. Haldið áfram með rendur – sjá útskýringu að ofan og útaukningu í 12. umferð (ÖR 4, aukið út þannig: Aukið út um 1 fastalykkju hvoru megin við prjónamerkin með því að hekla 2 fastalykkjur í eina lykkju = 24 lykkjur fleiri) = 216 fastalykkjur í umferð. ![]() Snúið stykkinu og heklið 16.-20. umferð. Haldið áfram með rendur – sjá útskýringu að ofan og útaukningu í 16. umferð (ÖR 5, aukið út þannig: Aukið út um 1 stuðul hvoru megin við hvert prjónamerki með því að hekla 2 stuðla í eina lykkju = 24 lykkjur fleiri) = 240 stuðlar í umferð og í 18. umferð (ÖR 6, aukið út þannig: Aukið út um 1 fastalykkju með því að hekla 2 fastalykkjur í eina lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki = 24 lykkjur fleiri) = 264 fastalykkjur í umferð. ![]() Tilbúið!Nú er 4. vísbending lokið og þegar allar 20 umferðirnar hafa verið heklaðar mælist stykkið ca 39 cm frá byrjun og niður mitt á sjali. Sjá mynd að neðan hvernig stykkið lítur út. Nú bíðum við eftir næstu vísbendingu. Ekki gleyma að deila myndum af verkefninu þínu með okkur í gallery!Er litur E búinn? Þú getur notað lit G í umferð 18 í staðinn. ![]() Kennslumyndband |