Nú notum við heklunálina!Nú er tími fyrir nýtt DROPS-Along! Okkur hlakkar virkilega til að hekla þetta nýja fallega sjal með ykkur! Eins og áður þá getur þú séð kennslumyndbönd neðst í hverri vísbendingu. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir, þá getur skrifað þær í dálkinn neðst á síðunni. Ertu með allt til að geta byrjað? Hér er listi með allt efnið sem þú þarf til að hekla sjalið>> Stutt útskýringSJAL: Mynsturteikning fyrir vísbendingu #1
![]() Vantar þig aðstoð við að byrja?Hér er nákvæmari útskýring á hvernig þú byrjar á vísbendingu #1. Við höfum merkt hvar við vinnum með rauðum í mynsturteikningu. BYRJUN: Heklið 5 loftlykkjur og tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju sem var hekluð. UMFERÐ 1: Heklið eftir mynsturteikningu A.1. Byrjið umferðina við stjörnu sem er merkt með rauðum. Heklið 7 loftlykkjur, 1 fastalykkju um loftlykkjuhringinn, 6 loftlykkjur, 1 fastalykkja um sama loftlykkjuhring, 6 loftlykkjur, 1 fastalykkja um sama loftlykkjuhring, 3 loftlykkjur og endið umferð með 1 tvíbrugðnum stuðli í sama loftlykkjuhring, snúið stykkinu. ![]() ![]() Umferð 2: Heklið eftir mynsturteikningu A.1. ![]() ![]() Umferð 3: Heklið eftir mynsturteikningu A.1 (í þessari umferð er aukið út um 1 loftlykkjuboga í loftlykkjubogann sem er merktur með litlum hring). ![]() ![]() Umferð 4: Heklið eftir mynsturteikningu A.1. ![]() ![]() Tilbúið!Nú ertu tilbúin með fyrstu vísbendinguna. Ekki gleyma að deila myndunum þínum með okkur í dropsalong gallery! Kennslumyndband |