Það þarf tvo til að dansa tangóNú er komið að ermum! Passaðu uppá að velja rétta uppskrift þegar þú byrjar með ermarnar. Ef þig vantar aðstoð og kennsluleiðbeiningar þá getur þú byrjað á að skoða leiðbeiningar og kennslumyndbönd sem eru neðst á síðunni. BarnapeysaStærð: 2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 ára Stærð (hæði í cm): 92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152 ![]() UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ERMI: Tilbúið? Byrjaðu á næstu vísbendingu >> Viltu sjá alla uppskriftina? Þú finnur hanahér! Fullorðins peysaStærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL ![]() UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ÚRTAKA (á við um ermar): ERMI: Ermin er prjónuð fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Fitjið upp 10-12-12-12-10-8 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 8 með litnum milligrár. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón. Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – munið eftir ÚTAUKNING! Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 13-14-15-16-17-19 sinnum = 36-40-42-44-44-46 lykkjur. Prjónið 4-4-4-2-2-2 umferðir án útaukninga. Stykkið mælist ca 20-21-23-23-24-27 cm. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Fijtið síðan upp 2-2-3-3-4-4 nýjar lykkjur fyrir handveg í lok næstu 2 umferða = 40-44-48-50-52-54 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 2 cm er fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið – lesið ÚRTAKA að ofan. Fækkið lykkjum svona með 7-5-4-3½-3½-3 cm millibili alls 6-8-9-10-10-11 sinnum = 28-28-30-30-32-32 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 41-40-39-39-39-37 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Skiptið yfir á hringprjón 7 og prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem aukið er út um 2-2-0-0-2-2 lykkjur jafnt yfir = 30-30-30-30-34-34 lykkjur. Prjónið síðan þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.1 (= 4 lykkjur) þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið svona í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Prjónið hina ermina á sama hátt. Mynsturteikning
![]() Tilbúið? Byrjaðu á næstu vísbendingu hér >> Viltu sjá alla uppskriftina? Þú finnur hana hér! Vantar þig aðstoð?Hér er listi yfir hjálpargögn sem geta leitt þig áfram þegar þú prjónar bakstykki á barnapeysuna eða fullorðins peysuna: |