Á brúninni

Í þessari vísbendingu byrjum við á kantinum sem rammar inn teppið. Við byrjum með að hekla tvær léttar umferðir utan um ferningana sem við settum saman.

Ertu nú þegar orðin CAL sérfræðingur? Þá getur þú hoppað yfir myndirnar og farið beint í mynsturteikningu (eða myndbönd) neðst á síðunni.

Litur

1. UMGANGUR: 01 hvítur
2. UMFERÐ: 05 ljós þveginn

Nú byrjum við!

1. UMFERÐ:
Byrjið í einu horninu (fyrir langhlið) með 1 keðjulykkju með litnum hvítur, heklið 3 loftlykkjur, lesið HEKLLEIÐBEININGAR að neðan. Heklið 1 stuðul um loftlykkjubogann (horn), 3 loftlykkjur, 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga.

HEKLLEIÐBEININGAR:
Fyrsti stuðull í byrjun umferðar er skipt út fyrir 3 loftlykkjur. Umferðin byrjar og endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju.

Nú eru heklaðar 3 loftlykkjur, hoppið yfir 3 lykkjur, 1 fastalykkja í næstu lykkju, en stillið af þannig að það verða 45 loftlykkjubogar meðfram langhlið á teppinu.

HORN: Heklið 2 stuðla, 3 loftlykkjur, 2 stuðlar í sama loftlykkjuboga.

Heklið 1. skammhlið eins og 1. langhlið, en stillið af þannig að það verða 35 loftlykkjubogar meðfram skammhlið. Eftir það eru hornin hekluð, neðst á langhlið og skammhlið eins og útskýrt er að ofan.

Endið umferðina með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar, lesið HEKLLEIÐBEININGAR að ofan, ekki klippa frá.

2.UMFERÐ:
Heklið 1 keðjulykkju í næsta stuðul, 1 keðjulykkja um næsta loftlykkjuboga (horn), jafnframt er skipt yfir í litinn ljós þveginn, lesið LITASKIPTI að neðan, klippið frá þráðinn í litnum hvítur. Heklið 3 loftlykkjur, 2 stuðlar um loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur (horn), 3 stuðlar um sama loftlykkjuboga.

LITASKIPTI:
Til að fá fallega skiptingu við litaskipti er síðasta lykkja hekluð fyrir litaskipti með nýja litnum.

Heklið 1 stuðul í hvorn af næstu 2 stuðlum.

Heklið 173 stuðla (ásamt þeim 5 á hvorri hlið) jafnt yfir meðfram langhlið með því að hekla 4 stuðla í 38 af loftlykkjubogum og 3 stuðla í 7 af loftlykkjubogum (ca 5. hver loftlykkjubogi).

Heklið 1 stuðul í hvorn af næstu 2 stuðlum.

HORN: Heklið 3 stuðla í loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, 3 stuðlar í sama loftlykkjuboga.

Heklið 1. skammhlið eins og 1. langhlið þannig: Heklið 131 stuðla (ásamt þeim 5 stuðlum á hvorri hlið) jafnt yfir meðfram skammhlið með því að hekla 4 stuðla í 26 af loftlykkjubogum og 3 stuðla í 9 af loftlykkjubogum (ca 3. hvern loftlykkjuboga).

Eftir þetta eru hornin hekluð, næsta langhlið og skammhlið eins og útskýrt er að ofan.

Endið umferðina með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar, klippið ekki frá.

Tilbúið!

Nú þegar báðar umferðirnar eru heklaðar eru 183 stuðlar meðfram langhlið og 141 stuðlar meðfram skammhlið á milli loftlykkjuboga í hverju horni (= 648 stuðlar og 12 loftlykkjur umferðina hringinn). Teppið mælist nú ca 110 x 85 cm og við eigum bara eina vísbendingu eftir!

Öll mynsturteikning fyrir vísbendingu #12

= fastalykkja (frá smáu ferningunum, þessi umferð hefur nú þegar verið hekluð)
= byrjun
= loftlykkjur
= stuðull um loftlykkjuboga
= fastalykkja í lykkju
= keðjulykkja í/um lykkju
= stuðull í lykkju