Sá síðastiNú heklum við síðasta ferninginn í ráðgátuteppinu og við gerum 14 st í þetta sinn! Þegar þú hefur heklað þessa eru allir ferningarnir í teppinu komnir! Ertu orðin sérfræðingur í CAL? Þá getur þú hoppað yfir myndirnar og farið strax í mynsturteikningu (eða myndbönd) neðst á síðunni. LitirVið heklum 4 umferðir í ferning A.7 með þessum litum: UPPFITJUN + 1 UMFERÐ: 05 ljós þveginn Nú byrjum við!UPPFITJUN:  
1. UMFERÐ:  
 
Heklið * 1 loftlykkju, 1 stuðul um loftlykkjuhringinn *, endurtakið frá *-* 11 sinnum alls, 1 loftlykkja = 12 stuðlar um loftlykkjuhringinn.  
 
Endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar, jafnframt er skipt yfir í litinn ljós gallabuxnablár, lesið LITASKIPTI að neðan. Klippið frá þráðinn í litnum ljós þveginn.  
LITASKIPTI: 2. UMFERÐ: LEIÐBEININGAR:  
Heklið 2 fastalykkjur um hverja loftlykkju frá fyrri umferð = 24 fastalykkjur.  
Endið umferðina með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju frá byrjun umferðar.  
3. UMFERÐ:  
Heklið * 5 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 stuðul í næstu lykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 stuðul í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* 3 sinnum alls.  
Endið umferðina með 5 loftlykkjum, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 stuðul í næstu lykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 keðjulykkja í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar, jafnframt er skipt yfir í litinn hvítur. Klippið frá þráðinn í litnum ljós gallabuxnablár.  
4. UMFERÐ:  
 
Heklið * 1 fastalykkju í 3. loftlykkju/næsta stuðul frá fyrri umferð, 3 fastalykkjur um 5-loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur, 3 fastalykkjur um sama 5-loftlykkjuboga, 1 fastalykkja í næsta stuðul, 4 fastalykkjur um 2-loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* 4 sinnum alls.  
Endið umferð með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju frá byrjun umferðar. Klippið frá og festið enda!  
Tilbúið!Nú erum við klár með ferning A.7, sem á að vera 8 x 8 cm. Heklið 14 st af þessum ferning í sömu litasamsetningu og þú sérð hér:  
Öll mynsturteikning fyrir vísbendingu#10
  
Myndbönd |