Það blómstrarNú ætlum við að hekla aftur litla ferninga. Hver ferningur er fallegt blóm umvafið fallegum kanti með einföldum lykkjum. LitirVið heklum 5 umferðir eftir mynsturteikningu A.6 í eftirfarandi litum: UPPFIT + 1 UMFERÐ: bleikur LEIÐSÖGN VARÐANDI LITI: HEKLLEIÐBEININGAR: Nú byrjum við!UPPFIT: ![]() 1. UMFERÐ: ![]() Endið með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju í umferð, jafnframt er skipt yfir í litinn fjólublár, klippið frá þráðinn í litnum bleikur. Lesið LITASKIPTI að neðan: LITASKIPTI: ![]() 2. UMFERÐ: ![]() Heklið * 3 loftlykkjur, heklið «3 STUÐLAR HEKLAÐIR SAMAN» þannig: Heklið 2 stuðla í næstu lykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn um báða þessa stuðla í lokin, heklið 1 stuðul í sömu lykkju og dragið síðasta uppsláttinn í gegnum allar 4 lykkjurnar á heklunálinni *, endurtakið frá *-* 5 sinnum alls, 3 loftlykkjur (= 6 stuðlahópar og 6 loftlykkjubogar). ![]() Endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar, jafnframt er skipt yfir í litinn ljós fjólublár, klippið frá þráðinn í litnum fjólublár. ![]() 3. UMFERÐ: ![]() Heklið 4 fastalykkjur um hvern loftlykkjuboga umferðina hringinn (= 24 fastalykkjur). ![]() Endið með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju frá byrjun umferðar, jafnframt er skipt yfir í litinn hvítur, klippið frá þráðinn í litnum ljós fjólublár. ![]() 4. UMFERÐ: ![]() Heklið * 5 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 stuðull í næstu lykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 stuðull í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* 3 sinnum alls. ![]() Heklið 5 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 stuðull í næstu lykkju, 2 loftlykkjur, endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar. ![]() 5. UMFERÐ: ![]() Heklið * 1 fastalykkju í 3. loftlykkju/stuðul frá fyrri umferð, 3 fastalykkjur um 5-loftlykkjuboga, 2 loftlykkjur, 3 fastalykkjur um sama 5-loftlykkjuboga, 1 fastalykkja í næstu lykkju, 4 fastalykkjur um 2-loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* 4 sinnum alls. ![]() Endið með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju frá byrjun umferðar. Klippið frá og festið enda. ![]() Tilbúið!Nú erum við tilbúin með einn ferning eftir A.6, sem á að vera 8 x 8 cm. Heklið 10 svona ferninga í sömu litasamsetningu: ![]() Öll mynsturteikningin fyrir vísbendingu#6
![]() |